Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 13 Veiðitölur liggja nú fyrir í flestum laxveiðiám landsins, þar sem veið- inni er lokið. Einu laxveiðiárnar sem ennþá eru opnar eru Ytri- og Eystri Rangá á Suðurlandi og síðan er veiddur sjóbirtingur fyrir austan. Veiði reyndist þokkaleg í mörgum ám, vonbrigði á einstaka stað, en mjög góð í nokkrum. Tíðinda- maður Skessuhorns kíkti á stöðuna eftir sumarið. Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum enduðu í 143 löxum og 220 bleikjum þetta sumarið. ,,Það veiddust 155 laxar í Búðardalsánni í sumar,“ sagði Viðar Jónasson er við spurðum um lokatölur. En við vorum á ferðinni í ánni fyrr í sumar og þá veiddi hollið 12 laxa með þá Jóhann Gísla Hermannsson og félaga innanborðs. ,,Það veiddust 40 laxar og hell- ingur af sjóbirtingi í sumar, þeir stærstu 6 pund hjá okkur í Krossá,“ sagði Trausti Bjarnason á Á þegar við spurðum um Krossána. ,,Flekkudalsá endaði í 112 löxum og töluvert af sjóbirtingi var einnig að veiðast,“ sagði Ingi- mundur Bergsson hjá Stangveiði- félagi Reykjavíkur, en veiðimenn sem voru í ánni í sumar sögðu mikið vera af fiski í ánni, en hann hefði vissulega mátt vera ákveðnari að taka fluguna. Fáskrúð í Dölum endaði í 178 löxum. Laxá í Dölum endaði í 810 löxum sem er heldur minni veiði en í fyrra en nokkrir vel vænir fiskar komu á krókana. Haukadalsá í Dölum end- aði í 366 löxum sem er líka heldur minna en í fyrra. ,,Við vorum í Haukadalsá í september og hollið veiddi 12 laxa,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir um veiðitúrinn í Haukadalsá. Þá gaf Þverá í Hauka- dal 20 laxa. „Já, við vorum að loka Miðá í Dölum og það veiddust 135 laxar og 144 bleikjur í sumar,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var að loka ánni fyrir nokkrum dögum ásamt félögunum í árnefndinni. „Frábært veðurfar hefur verið síð- ustu daga veiðitímans í mörgum laxveiðiám eins og vestur í Dölum núna, þetta 10-12 gráðu hiti. Við fengum tvo laxa en veiddum ekki mikið, vorum að ganga frá á svæð- inu,“ sagði Hörður. Hörðudalsá í Dölum endaði með 80 laxa og 90 bleikjur á land. Erfitt er að fá veiðitölur úr Dunká í Hörðudal og Álftá á Mýrum þar sem sami útlendingur er með þær báðar og veiðir lítið í þeim. Straumfjarðará endaði í 348 löxum sem er mjög svipuð veiði og var árið áður. Haffjarðará var að gefa góða veiði í sumar en aðeins færri laxar veidd- ust en í fyrra, eða 870. Veiðin þar var fremur jöfn í allt sumar. Hítará skilaði betri veiði en í fyrra eða 708 löxum. Þrátt fyrir það var leigu- tökum árinnar skipt út og Har- aldur Eiríksson og Reynir Þrastar- son tóku við henni eftir þetta haust. Langá endaði í 1077 löxum og bætti sig verulega á milli ára. ,,Alltaf gaman að veiða í Langá,“ sagði Jógvan Hansen fyrr í sumar á árbakkanum og landaði laxi skömmu síðar. Staumarnir enduðu 177 löxum og mikið af sjóbirtingi kom þar á land. Brennan gaf 204 laxa og sömuleiðis marga sjóbirtinga. Gljúfurá í Borgarfirði endaði í 261 laxi og töluvert af silungi kom á land. Það er aðeins betri veiði en í fyrra. ,,Norðurá endaði í 1352 löxum þetta árið og það er bara allt í lagi veiði,“ sagði Brynjar Þór Hregg- viðsson er við spurðum um ána. Þverá í Borgarfirði gaf heldur meiri veiði en Norðurá, eða 1448 laxa og bætti sig á milli ára. Er hún í efsta sæti vestlensku ánna, Norður á í öðru og Langá í þriðja. Þverá og Kjarará gáfu báðar laxa yfir 20 pundin í sumar. Flókdalsá er einn af hástökkv- urum í veiðinni í sumar yfir allt landið, en áin gaf 519 laxa en sum- arið áður 281 lax, sem er heldur betur bæting. Margir fengu fína veiði og ennþá fleiri veiddu maríu- laxana sína í ánni. Reykjadalsá gaf 100 laxa þetta sumarið. Í sumar hefur nýtt veiði- hús verið reist í landi Reykholts og má næsta sumar vænta þess að aðstaða veiðimanna við ána stór- batni frá því sem var í litlu veiði- húsi í landi Kjalvararstaða. „Við vorum í Grímsá undir lok tímabilsins og gekk ágætlega,“ sagði Birgir Nielsen en Grímsá gaf 708 laxa þetta sumarið. Er það svipuð veiði og fyrir ári síðan. Skuggi í Grímsá gaf 80 laxa og helling af sjóbirtingi, að sögn Jóns Þ Júlíussonar hjá Hreggnasa. „Fín veiði í Grímsá þetta sumarið líka,“ sagði Jón Þór. Andakílsá endaði í 349 löxum þetta sumarið sem er aðeins minni veiði en í fyrra. „Það er alltaf gaman að veiða í Andakílsá. Við fengum sjö laxa á einum degi,“ sagði Hafsteinn Már Sigurðsson sem víða hefur veitt í sumar. Andakílsá er engu að síður að ná fyrri styrk sínum eftir aurflóðið mikla fyrir fjórum árum. Leirá hefur verið að gefa vel á veiðitímabilinu; sjóbirtinga, flotta fiska, síðan hefur laxinn verið að gefa sig í ánni undir það síðasta. Fyrsti dagurinn í Leirá í vor gaf 60 sjóbirtinga, allt mjög fallega fiska. Raunar vakti víðar athygli snemm- sumars hversu vænn sjóbirtingur kom á land. Laxá í Leirársveit gaf 800 laxa sem var fín veiði en árið áður gaf áin 850 laxa. „Sumarið kom vel út hjá okkur. Fínt vatn í ánni í sumar og mikið af fiski,“ sagði Olafur Johnson er við spurðum um ána og veiðina í sumar. Brynjudalsá í Hvalfirði gaf 140 laxa og Laxá í Kjós með rétt um 1000 laxa og mikið af flottum sjó- birtingi. Lokahollið í ánni náði 100 löxum, sem er frábær veiði. Já, nú er veiðisumarið á enda. Vatnsbúskapurinn var góður í allt sumar, engir þurrkakaflar sem náðu að þurrka árnar upp. Í ljósi þess hefði veiðin víða mátt vera heldur meiri, en mest um vert er þó að menn hafi átt ánægjulegar stundir á bökkum ánna, og notið frábærrar náttúru á Vesturlandi. Ef allir fara glaðir heim, koma þeir jú aftur. gb Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stýra Gleipnis – nýsköpunar- og þróunar seturs á Vesturlandi. Bjargey hefur viðamikla reynslu af verkefnastjórnun, viðburðar- stjórnun og þverfaglegu starfi. Síðastliðin ár hefur hún haldið utan um alþjóðlegt framhalds- nám í umhverfis- og auðlindafræði og skipulagt fjölda viðburða við Háskóla Íslands en starfaði áður hjá ORF Líftækni. Bjargey er með BS gráðu í líffræði og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun. Hún er uppalin á Staðarhrauni á Mýrum. „Ég hlakka afskaplega til að hefja störf og taka þátt í að byggja upp nýtt nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi og vinna að nýsköpun og sjálfbærni í mínum heimahögum. Ég hlakka ekki síst til að kynnast betur háskólunum í Borgarfirði, tengja saman fjölbreytt samstarfs- fólk og efla það nýsköpunarstarf sem þegar er til staðar. Ég kynntist því hversu gefandi það er að vinna að verkefnum sem hafa bein áhrif á samfélagið með því að leiða skipulag fyrstu Hinseginhátíðar Vesturlands á síðasta ári og er afar spennt fyrir að halda því áfram á nýjum vettvangi,“ segir Bjargey Anna. Gleipnir – nýsköpunar- og þróunar setur er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð í maí á þessu ári. Stofnaðilar eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Lands- virkjun, Borgarbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóli Íslands, Íslandsstofa, Orkustofnun, Breið-Þróunarfélag, Ráðgjafarmið- stöð landbúnaðarins, Símenntunar- miðstöð Vesturlands, Hugheimar – frumkvöðla- og nýsköpunarsetur og Auðna tæknitorg. Markmiðið með stofnun Gleipnis er að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og mið- lun ólíkrar þekkingar á sviði rann- sókna, nýsköpunar og sjálfbærni með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnis stöðu íslensks sam- félags, efla atvinnu og byggðaþróun og auka lífsgæði í landinu. Vilja m.a. efla matvælaframleiðslu „Stjórn Gleipnis fagnar að form- legu samstarfi háskólanna á Vestur landi, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið komið á fót. Stjórnin hefur unnið að undirbúningi sam- starfsvettvangsins undanfarin misseri og það er gleðiefni að fá nú öflugan framkvæmdastjóra til að taka með okkur og leiða næstu skref. Stjórn Gleipnis hefur hug á því að vinna verkefni sem styður við áform stjórnvalda um að efla landbúnað og matvælaframleiðslu hérlendis og tekur mið af lang- tímaáætlun með aðgerðaáætlun, skýrum vörðum og markmiðum og verður það eitt af forgangsver- kefnunum í upphafi,“ segir Ragn- heiður I Þórarinsdóttir stjórnar- formaður Gleipnis. mm Nýr Framkvæmdastjóri Gleipnis – nýsköpunar­ og þróunarseturs á Vesturlandi Bjargey Anna Guðbrandsdóttir. Frábær veiði í Flókadalsá stendur upp úr Laxveiðin á vestanverðu landinu gerð upp Brynjar Þór Hreggviðsson með lax úr Norðurá fyrr í sumar. Ljósm. gb. Flókadalsá í Borgarfirði var hástökkvari ársins á landsvísu. Hér er Guðrún Sigurðardóttir með lax úr Múlastaðafossi, en fiskinn veiddi hún á 85 ára afmælinu sínu í haust. Ljósm. iss. Elisabet Allwood og Jógvan Hansen með lax úr Langá á Mýrum. Ljósm. gb.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.