Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 9 Að Kolsstöðum í Hvítársíðu er nú rekið virt listamannasetur sem hefur þó hvergi verið auglýst opin- berlega. Helgi Eiríksson, lýsingar- hönnuður kenndur við fyrirtæki hans Lumex, keypti bæinn Kols- staði um síðustu aldamót og hefur byggt þar upp vel sótta starfsstöð fyrir listafólk að einbeita sér að verkum sínum í ró og fallegri nátt- úru. Helgi segist í upphafi hafa tekið þá ákvörðun að markaðssetja ekki Kolsstaði en tilvist aðstöð- unnar hafi engu að síður spurst út og hafa nú mörg þekkt nöfn, íslensk og erlend, komið að Kolsstöðum og skapað list í hvers kyns formi. Franska kvikmyndatónskáldið Oli- vier Arson kom til Kolsstaða fyrir um fjórum árum og vantaði þá aðstöðu til að vinna að tónlist sinni í næði. Vera Oliviers á Kolsstöðum varð til þess að hann fékk að taka upp tóna steinhörpu Páls Guð- mundssonar listamanna í Húsafelli sem enduðu svo í þáttarröð sem sýnd var á spænskri kvikmynda- hátíð í síðasta mánuði. Páll fór ásamt Helga á kvikmyndahátíðina sem reyndist mun stærri í sniðum en þeir höfðu séð fyrir. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn að Kolsstöðum og fékk sögu Páls og Helga um ævintýri þeirra. Spilaði á fimm steinhörpur Páll á Húsafelli hefur í gegnum tíð- ina smíðað hljóðfæri sem unnin eru úr náttúrulegum efnivið. Hann hefur búið til nokkrar steinhörpur, trommur úr bergi og flautur úr rabbarbara svo dæmi séu nefnd. ,,Olivier kom til Íslands og vant- aði nokkrar vikur til að vinna í næði. Hann byrjar að semja tónlist úti í skemmu og spyr svo hvernig hann eigi að greiða mér fyrir dvöl- ina. Ég segist ekki hafa áhuga á því, eina sem ég bað hann um var að aðstoða mig við að taka upp tón- listina hans Páls og búa til svona ákveðinn hljóðheim úr hljóðfær- unum hans. Þannig byrjaði þetta, hann fór svo og tók upp með Páli. Hann sá að hörpurnar höfðu allar sinn karakter svo hann lét Pál spila sama stefið á allar hörpurnar. Síðan kemur Covid og við heyrum ekk- ert mikið frá honum. Hann reynir að finna tækifæri til að nota þessar upptökur í kvikmyndaverkin sín, svo kom bara símtalið fyrir kannski fjórum mánuðum síðan. Þá spyr hann hvort hann megi nota þetta í verkefni sem hann væri í. Þetta er þáttasería sem heitir Apagón og fjallar um það að heimurinn fær á sig sólstorm sem gerir það að verkum að allt rafmagn eyðist og öll tækni stöðvast. Þetta eru fimm þættir sem eru í heildina fjórir og hálfur klukkutími en hver þáttur segir sjálfstæða sögu. Einn þáttur- inn fjallar um fjárhirði sem er að reyna að bjarga fé sínu upp í skóga þar sem lítið var orðið um mat og dýr komin í hættu vegna matar- skorts hjá mannkyninu,“ segir Helgi. Margir hafa sóst eftir því að nota hljóð úr steinhörpum Páls í verk sín en þeir Olivier Arson og Hilmar Örn Hilmarsson eru þeir einu sem fengið hafa leyfi Páls fyrir notkun hljóðfæranna. Komu grænir úr sveinni Félagarnir dvöldu á Spáni í fjóra daga og kom umgjörð kvikmynda- hátíðarinnar þeim stöðugt á óvart. ,,Okkur er boðið á kvikmynda- hátíðina þar sem þættirnir voru frumsýndir en þetta er alþjóð- leg kvikmyndahátíð sem haldin er í borginni San Sebastian á Spáni. Við gerðum okkur ekki alveg grein fyrir stærðinni á þessu öllu saman, komum frekar grænir þarna úr sveitinni og sáum svo að þetta var bara ,,alvöru“. Við gengum þarna á rauða dreglinum en það var hending að við værum með nógu fínan klæðnað. Olivier er mjög hóg- vær maður og gerði ekki mikið úr þessu þegar hann bauð okkur út. Páll hafði sem betur fer tekið með sér gult leðurvesti sem hönnuður- inn Sunneva Vigfúsdóttir gaf honum fyrir 20 árum síðan. Hátíðin var svo haldin í menningarhúsinu í San Sebastian en það lítur eiginlega alveg eins út og Harpa, nema aðeins stærra. Páll er núna búinn að mála mynd af húsinu. Við fórum svo að skoða nöfnin á leikurunum og leik- stjórunum og sáum að þarna var bara allt helsta þotuliðið í brans- anum á Spáni, þannig að þetta var allt mjög stórt og mikil upplifun fyrir okkur báða,“ segja þeir Helgi og Páll. sþ Páll frá Húsafelli fór á rauða dregilinn á Spáni Páll, Olivier og Helgi tilbúnir að mæta á rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni sem haldin var í San Sebastian á Spáni. Páll á rauða dreglinum á Spáni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.