Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 15 í samgönguáætlun hverju sinni og tengi saman byggðir landsins. Þá eru meiri kröfur gerðar til stofn- vega en annarra vegflokka, eins og héraðs- og landsvega. Hótelgestir pirraðir eða hissa Edward Guerrero segir að vegna þessara tilmæla Google Maps séu hótelgestir oft pirraðir eða hissa þegar þeir mæta á hótelið því þeir hafi ekki búist við svo slæmum vegi. Hann segist ekki hafa þurft að veita hótelgestum sem komið hafa þessa leið áfallahjálp, en hafi þurft að hlusta á kvartanir vegna þess að vegur- inn sé seinfarinn og holóttur. Þá eru akreinarnar ekki aðskildar með línu á miðjum vegi og það hræðir fólkið. Aðspurður um hvað hann ráðleggi hótelgestum að gera sem vilji fara inn í Dali, segist hann ekki vera viss. En fólk sem sé á góðum bílum og sæmi- lega háum geti keyrt veginn ef veður- skilyrði eru góð og það sé undir það búið að fara hægt yfir. Framkvæmdir við veginn byrji 2030­2034 Sveitarfélög á Vesturlandi hafa staðið einhuga að beiðni um að framkvæmdum á Snæfellsnesvegi um Skógarströnd verði flýtt og veg- urinn endurbyggður. Þau hafa hins vegar talað fyrir daufum eyrum fjárveitingarvaldsins og mótmæltu harðlega árið 2020 þegar ríkis- stjórnin kynnti 15 ára samgöngu- áætlun 2020-2034. Áætlunin skipt- ist í þrjú fimm ára tímabil og gagn- rýndu sveitarfélögin að engar áætl- anir eru um undirbúning eða hönnun nýs vegar um Skógarströnd fyrr en á öðru tímabili samgönguá- ætlunar 2025-2029. Þá er gert ráð fyrir 950 milljónum til undirbún- ings og hönnunar, en það er ekki fyrr en á þriðja tímabili áætlunar- innar 2030-2034 sem 3,1 milljarði er ráðstafað í framkvæmdir við veg- inn. Framkvæmdir milli Dunkár og Skraumu Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) vann samgönguáætlun fyrir Vestur- land árið 2016, sem samþykkt var af öllum sveitarfélögum landshlutans, sem þá voru 10, í byrjun árs 2017. Í áætluninni kom fram sameigin- leg framtíðarsýn um uppbyggingu og forgangsröðun verkefna í sam- göngu- og fjarskiptamálum á Vestur landi. Áætlunin hefur orðið til þess að sveitarfélögin hafa haft skýra sýn og verið samstíga í mál- flutningi sínum um bættar sam- göngur í landshlutanum. Uppfærð og endurskoðuð Sam- göngu- og innviðaáætlun Vestur- lands kom út 2021. Þar segir að engar framkvæmdir séu á áætlun fyrir árin 2023 og 2024 sem snúa að Skógarstrandarvegi en það sé nauðsynlegt. Enn fremur segir að þær framkvæmdir sem nú eru í gangi milli Dunkár og Skraumu komi til með að kosta 1.100 m.kr og séu þegar fjármagnaðar. Á langtímaáætlun fyrir stofnvegi á Vesturlandi er Skógarströndin þó á lista og þar segir að verkefni við að laga þá 50 kílómetra sem eftir standa sé í undirbúningi. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum í þær framkvæmdir á árunum 2025-2034. Aðaláherslur sveitarfélaga á Vestur landi eru á Vesturlandsveg (1), Snæfellsnesveg (54) um Skógar- strönd og Vestfjarðaveg (60) um Dali. Þá segir að seinni tveir veg- irnir séu umferðaþungir og þurfi mikið viðhald og endurbætur. Dregið úr fjármagni til vegamála Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er dregið úr fjármagni til vegamála. Sigurður Ingi Jóhanns- son innviðaráðherra svaraði því í Kastljósi 21. september sl. að hann hefði vissulega viljað fá meira fé í þennan málaflokk. Þá segir hann að „næsta ár, 2023, er þensluár, og ef við eigum að forgangsraða eftir því hvað er nauðsynlegast á Íslandi í dag, þá er það nauðsyn- legasta að byggja íbúðarhúsnæði. Og þessir geirar skarast nú svo- lítið. Þannig að við erum að leggja meiri áherslu á að setja kraftinn þangað. En svona aðeins að halda aftur af okkur árið 2023. En miðað við hvernig fjármálin standa, hver skuldastaða ríkissjóðs er og annað, þá held ég að það bendi allt til þess að við getum spýtt aftur í sam- gönguframkvæmdirnar 2024 og fram úr.“ gbþ Skólahlaup Brekkubæjarskóla á Akranesi, Brekkósprettur, fór fram síðastliðinn föstudags- morgun og hófst upphitun fyrir framan íþróttahúsið við Vest- urgötu klukkan níu. Í Brekkó- spretti er hlaupinn hringur sem er upp Vestur götu að Esjubraut, Esjubraut á Kalmansbraut, niður Kalmansbraut og Kirkjubraut að Merkigerði. Þar er hlaupið niður að Vesturgötu og að skóla. Hringurinn er um 2,2 kílómetrar að lengd og hlaupa og ganga nemendur eins marga hringi og hægt er í klukkutíma. Sumir hafa náð fjórum til fimm hringjum á þessum tíma sem verður að teljast mjög góður árangur. Á helstu gatnamótum eru starfs- menn skólans til aðstoðar ef þörf krefur og þá aðstoðar lögreglan við að allt gangi snurðulaust fyrir sig. vaks Brúnu línurnar sýna malarvegi og gráu línurnar sýna bundið slitlag. Milli rauðu punktanna er Snæfellsnesvegur (54) um Skógarströnd. Kort. Vegagerðin. Brekkósprettur í Brekkó Það var góð þátttaka í upphituninni. Ljósm. vaks Þessar voru hæstánægðar með hreyfinguna. Brynjar íþróttakennari hitaði mann- skapinn upp. Nemendur orðnir vel heitir fyrir hlaupið. Þessir voru fyrstir í hlaupinu á fyrsta hring. Lögreglan sá um að hlauparar hefðu forgang.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.