Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 202218 Fjölbrautaskóli Vesturlands er heilsueflandi framhaldsskóli sem leggur metnað í að bjóða nem- endum upp á heilsueflandi við- burði, heilsueflandi umhverfi og holla næringu. Í takt við stefnu skólans hefur glænýr valáfangi í fjallgöngum og útivist staðið nem- endum til boða á þessari haustönn. Meginmarkmið áfangans er að efla áhuga nemenda á útivist og náttúru landsins ásamt því að auka færni þeirra og sjálfstæði þegar kemur að útivist, einkum fjall- göngum. Farið er yfir ýmis grunn- atriði er varða undirbúning göngu- ferða og almenn öryggisatriði svo sem varðandi útbúnað, næringu og nesti, þjálfun, rötun og kortalestur ásamt umgengni við náttúruna. Undirtónn áfangans er að nem- endur læri að meta náttúru Íslands og fjallgöngur sem áhugamál og heilsueflingu og kynnist ýmsum göngusvæðum landsins. Áfanginn er því að stórum hluta verklegur þar sem farið er í ýmsar fjall- og náttúrugöngur, einkum í nærum- hverfinu. Í haust fóru nemendur m.a. upp Akrafjallið, upp að Glymi, á Smáþúfur í Esju, Móskarðshnúka og í frábæra dagsferð í Landmanna- laugar. Áfanginn er kenndur utan stundatöflu einu sinni í viku og er þriggja eininga spannaráfangi sem nú er kenndur frá upphafi haust- annar fram að vetrarfríi. Á vor- önn stendur nemendum einnig til boða að velja áfangann og verður hann kenndur á einni spönn frá mars fram í maí. Áfanginn er stór- skemmtileg viðbót við fjölbreytt námsframboð skólans og hefur jákvæð áhrif á líkamlega, andlega og ekki síður félagslega heilsu nem- enda, það er að minnsta kosti frekar erfitt að einangra sig í símanum á fjallgöngu. Við hvetjum nemendur til að grípa tækifærið, slást í hópinn næsta vor og kynnast dásemdum fjallanna. Kristín Edda og Gréta, kennarar í FVA Haraldur Benediktsson bóndi á Vestri-Reyni við rætur Akra- fjalls greinir frá því á FB síðu sinni að nýverið hafi tveir lausir husky hundar ráðist á fé frá bænum, helsært ásetningsgimbur úr bústofninum, þannig að aflífa varð dýrið. Lögregla lét vita. Haraldur tekur í upphafi fram að hann er þakklátur hunda- eigandanum fyrir að hafa látið vita af atvikinu, það sé í fyrsta sinn í meira en 30 ár sem slíkt gerist. „Lausa- ganga hunda er mikið vandamál hér. Íbúar í þéttbýlinu stunda það að viðra hunda sína innan girðingar hjá bændum. Það skiptir engu máli þó skilti séu uppi sem segi að lausa- ganga hunda sé bönnuð. Akranes- bær hefur svæði fyrir hunda, en það virðist ekki nóg. Umferð hunda- eigenda og lausaganga hunda er stöðugt að aukast og ófriður vegna þess. Við höfum hreinlega ekki lengur yfirráð yfir stórum hluta af jörð okkar, eða getum nýtt hana til beitar,“ skrifar Haraldur. „Þetta var alls ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Þegar komist er í færi við hundaeigendur sem þetta gera er oftar en ekki verið með stæla, frekar en að sjá að sér. Því miður eru þeir mun færri sem sjá að sér. Í gegnum árin höfum við sem eigum fé við Akrafjall orðið fyrir barðinu á slíku. Fé er sært, það er hreinlega drepið, eða það hrekst í skurði og drukknar. Þess bíður kvalarfullur dauði, ef ekki sést í tíma að skepnan sé særð.“ „Ég kalla eftir að samfélag hundaeiganda virði reglur og virði eignarrétt okkar bænda á löndum okkar,“ skrifar Haraldur. „Það er hræðilegt að vera eigandi hunds sem veldur slíku, vissulega getur fólk lent í því. En verst af öllu er að vera svo skeytingarlaus að láta sér í léttu rúmi liggja afleiðingar. Skeyta engu um að farið er um svæði sem aðrir eiga og hafa afkomu sína af því að nytja það. Spurningin er hvort fer að verða tímabært að kalla eftir mun harðari aðgerðum gegn slíku háttarlagi. Þess þarf ekki ef hunda- eigendum ber gæfa til að þekkja ábyrgð sína,“ skrifar Haraldur. Þess ber að geta að mynd af ásetningsgimbrinni sem hundarnir réðust á, er ekki hæf til birtingar. mm Lausir hundar helsærðu ásetningsgimbur Vestri-Reynir á land sitt að og á Akrafjalli þar sem jafnframt er mikil umferð fólks með hunda. Sumir láta hunda sína ganga lausa. Glænýr fjallgönguáfangi í FVA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.