Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 19 Krossgáta Skessuhorns Gætni Drúpa Mynni Sómi Fyrir stundu Snið- ugur Fór Kögur Rölt 1000 Holur Grípa Elfuna Ófús Rýra Hyggin Hugaður Fæðing Mönd-ull Dekrar við 50 Sýni Fnykur Vonir Blíða 22 12 Ernir Færast nær 3 Áhald Sam- teng. Egndi Marr Grið Flana Lík Blað Jánka Fúsk Faðmur Ekrur LæS Fyrr Bit 8 Gelt Hróp Handrið Klæð- leysi Vein 5 Sérstök HraV VorWð Korn Farmur Ókunn Tíra Veisla 18 Afa Næði Tvíhlj. Kvað Ögrun 17 Einnig Mark Hökur 19 16 Fjör- kálfa Afa Snagi Tónn NauSn 1 Ný Kra`ur 24 Vatns- drag 15 Fæðir NeVur Þröng 9 20 Suddi Féll Snefil Busl SSllir Bor 6 10 Ljóð Útlim Að Svar Tími 4 21 Hópur Mar Grugg Flan Kjánar 7 Brast 14 Fæðan Raun Grípa Form HæVa Frá Urg Yndi Glögg Mar Ílát Aur Föl 23 Dugur GáV Þreytu 13 2 ÁV Sýl Röð Féllu Væl 11 Dútla Kvaka Hali Hugar- sýn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánu- dögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimil- isfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bók að launum frá bókaútgáfunni Sæmundi. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Sögustund“. Heppinn þátttakandi var Jóna Kristrún Sigurðardóttir, Höfðagrund 14-c, 300 Akranesi. Í R I G N I N G V A L L Ö Ð U R A S K U P P N Á F A L T O R N A S S T A U P Ó A R K R E I S T A N R F L Ö R O F G L U N D U R A U S A S I L Á R D U G A N G U T L A K U R L U N D I T I L F Ó R A S A S T L E N D A R H A T R Ú E E Y A U Ð O F F U R M G G L M L L M L I L A J Ó L Ó L Á A R Ö X M A S Æ R F U S S U G L Y L A R E I S N U X U A N Ó N A S T A L N A Ð R D A N S T Í A P A S T U R S Ö G U S T U N D 1 Uppistandarinn Þórhallur Þór- hallsson verður með uppistands- sýningu á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi föstudaginn 7. október. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Þórhalls sem hefur komið víða við á ferli sínum. Hvenær byrjaðir þú að vera með uppistand og hvernig kom það til? ,,Í fyrsta skipti sem ég var með uppistand var ég bara tvítugur og var þá að vinna hjá Flytjanda. Það var árshátíð framundan og ein kona á skrifstofunni sem bara kom til mín og tjáði mér það að ég væri að fara að koma fram á þessari árshátíð. Ég var kannski ekki duglegasti starfsmað- urinn en ég hélt uppi móralnum og var alltaf að grínast. Ég fékk engu um þetta ráðið, ég þurfti bara að gera eitthvað uppistand og fór að skrifa eitthvað niður. Þetta gekk svo bara vel, ég fékk hláturinn og þegar maður fær hláturinn þá þarf maður að gera þetta aftur og aftur,“ segir Þórhallur. Breytist stundum í þrumuguð Sýning Þórhalls heitir einfaldlega Þórhallur, en fer hann með sýn- inguna víða um land? ,,Sýningin var frumsýnd í Tjarnarbíói í maí og er búin að vera í þróun núna í langan tíma. Ég tek sýninguna um allt land og tala um Covid, ferðalög, skrítna meðleigjendur, aldurskrísu, nýja föðurhlutverkið og ýmislegt fleira. Ég er t.d. búinn að fara á Akureyri, til Grindavíkur og var að koma frá Vestmannaeyjum.“ Þórhallur hefur einnig ferðast erlendis með uppi- stand sitt, m.a. til Færeyja og Kína. ,,Ég var að ferðast svolítið með uppistand fyrir Covid, það náttúru- lega dró úr því um tíma en er að koma aftur núna. Ég tala um þetta erlenda uppistand í sýningunni en oft getur komið upp einhver misskilningur á slíkum ferðalögum. Þórhallur er líka svolítið erfitt nafn en oft breytist maður í þrumuguð um leið og maður fer til útlanda,“ segir hann. Veit hvernig Covid byrjaði Þórhallur segist m.a. búa yfir upp- lýsingum um hvernig Covid byrjaði eftir ferðalag sitt til Wuhan en hann segist uppljóstra þeim upplýsingum í sýningu sinni. ,,Ég var með uppi- stand í Wuhan, vinur minn var þá að læra í Kína og kann kínversku. Hann fékk mig og Bjarna töfra- mann til að fara til fjögurra borga í Kína með uppistand. Við vorum svo með uppistand í Wuhan fjórum dögum fyrir fyrsta Covid tilfellið. Svo komum við heim og Wuhan var þá í öllum fréttum, mjög til- viljanakennt að við höfum verið þarna á þessum tíma.“ En býrð þú þá yfir einhverjum upplýsingum um hvernig Covid byrjaði? ,,Ég er með sögu um Covid og kenningu um upphaf þess sem verður ljóstrað upp á sýningunni,“ segir Þórhallur og vill ekki gefa meira upp í bili. Langar að bjóða fyrrverandi kisunni Þórhallur segist spenntur að koma á Akranes en hann á gamlan vin á Skaganum sem hann langar að hitta. Þórhallur átti nefnilega kött sem ber heitið Skottlausi Hösk- uldur en hann þurfti að gefa Hösk- uld frá sér þegar hann flutti í hús- næði þar sem ekki mátti vera með gæludýr. Skottlausi Höskuldur fór þá til konu sem bjó á Akranesi, en hefur Þórhallur reglulega fengið sendar af honum myndir? ,,Ég hef heimsótt Akranes og reynt að finna hann en ekki fundið hann ennþá en ég þekki nokkra sem búa á Skag- anum sem senda mér myndir ef hann sést úti á göngu,“ segir Þór- hallur. Af hverju er Höskuldur þó skottlaus? ,,Ég veit ekki hvort hann heiti ennþá Höskuldur en hann lenti í bílslysi greyið og missti skottið sitt en hann er glæsilegur köttur. Þegar ég bó með hann niðri í miðbæ voru allir túristarnir alltaf að taka myndir af honum svo hann var orðinn mjög frægur köttur. Ég er auðvitað að vonast til þess að hann mæti og ég sé fyrir mér mjög fallega endurfundi. Það gæti orðið mjög fallegt móment þegar við hlaupum á móti hvor öðrum á Langasandi og föllumst í faðma. Því má bæta við að konan sem á Höskuld núna á að sjálfsögðu frían miða á sýninguna og má koma með hann, kannski réttara að segja að Höskuldur eigi miða plús einn.“ sþ Stór styrkur til Háskólans á Bifröst Háskólinn á Bifröst er aðili að nýju alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem heitir IN SITU en það er verkefni sem er styrkt af Horizon sjóði fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Samstarfsaðilar Háskólans á Bifröst í verkefninu eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Breið þróunarfélag en að verkefninu koma í heild sinni 13 samstarfsað- ilar frá 12 löndum. Heildarstyrkur þess nemur samtals 555 milljónum króna og hlaut Háskólinn á Bifröst styrk upp á 64 milljónir. Áherslur samstarfsáætlunar fram til 2027 eru á sviði rannsókna, þró- unar og menntunar og tengslum þeirra þátta við atvinnusköpun, samkeppnishæfni og þarfir íbúa. Þátttaka í verkefninu gerir Háskól- anum á Bifröst kleift að stunda rannsóknir á staðbundnu samhengi menningar og skapandi greina, stefnumótun og áhrifum nýsköp- unar í dreifbýli ásamt uppbyggingu á alþjóðlegu tengslaneti. Kjarni rannsóknarinnar á Íslandi felst í að koma upp tilraunastofu á Vesturlandi þar sem unnið verður með einstaklingum og fyrirtækjum í skapandi greinum og skoðað hvernig styrkja megi starfsgrund- völl þeirra til framtíðar litið. gbþ Býður kettinum Skottlausa Höskuldi sérstaklega á sýningu Uppistandarinn Þórhallur Þórhallsson verður með sýningu á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi föstudaginn 7. október.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.