Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2022 7 BORGARBYGGÐ Aðalfundur sjálfstæðisfélaga Mýrasýslu Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu og fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu verður haldinn miðvikudagurinn 12. október kl. 20:00 á hótel B59 í Borgarnesi. Dagskrá. - Venjuleg aðalfundarstörf. - Önnur mál. Nemendum gefst kostur að skrá sig á ýmis námskeið og fyrirlestra Framkomunámskeið með Hallgrími Ólafs bæjarlistamanni Akraness 2022 Harmonikkuball með Rut Berg, Fyrirlestur um Tónlistarsögu Akraness með Ólafi Páli Kynning á Heimstónlist með Ásgeiri Ásgeirssyni og fleira.. 10. -14. október verður kennslan í Tónlistarskólanum með óhefðbundnu sniði OPNIR DAGAR Í TÓNLISTARSKÓLANUM Á AKRANESI www.toska.isNÁNARI UPPLÝSINGAR Námskeið og fyrirlestrar Námskeið opin öllum! s. 433-1900 Hringleikur er fjöllistahópur hérna á Íslandi sem hefur verið í samstarfi við samskonar hóp frá Tékklandi. Hóparnir hafa heimsótt nokkra skóla bæði í Tékklandi og á Íslandi og vegna afboðunar hérna á Íslandi kom hópurinn í heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar með stuttum fyrir- vara. Hópurinn dvaldi þar í tvo daga en fyrri daginn fengu nemendur tækifæri til að læra sirkusatriðin og þeim boðið að vera með í sýn- ingunni. Seinni daginn var svo sýn- ing fyrir nemendur og áhugasama. Hópurinn lék listir sínar í íþrótta- húsinu í Grundarfirði 27. septem- ber og var sýningin hin glæsilegasta. Nemendur sem tóku þátt stóðu sig líka frábærlega og hver veit nema við sjáum eitthvað af þeim með marga bolta á lofti í framtíðinni. tfk Fram kemur á heimasíðu Borgar- byggðar að það sé í nógu að snúast hjá starfsfólki umhverfis- og fram- kvæmdadeildar um þessar mundir. Meðal annars mun á næstu vikum rísa sjóræningjaskip á skólalóð- inni við Grunnskólann í Borgar- nesi. Beðið er með eftirvæntingu eftir leiktækinu en það voru börnin sjálf sem völdu þetta tiltekna tæki fyrir skólalóðina. Þá gengur vel að skipta um dúk á útisundlauginni í Borgarnesi. Verkið hefur staðið yfir frá því í lok júlí og eru áætluð verklok um miðjan október. Um er að ræða vandasamt verk sem er háð ákveðnum veðurskilyrðum en fljótlega ættu íbúar sem og aðrir gestir að geta stungið sér til sunds í lauginni. Gatnaframkvæmdir á hluta Borgar brautar eru í fullum gangi. Um er að ræða framkvæmdir Veitna, Rarik, Vegagerðarinnar og Borgarbyggðar þar sem verið er að endurnýja fráveitu-, hitaveitu- og vatnslagnir ásamt endurnýjun á yfirborð götu og gangstíga á um 550 metra kafla. Í dag er búið að leggja fráveitulagnir í fyrsta áfanga verksins og verið er að undirbúa lagnir fyrir vatns- og hitaveitulagnir. Vonir standa til þess að ná að mal- bika götuna um miðjan október, þ.e. götuna frá Egilsgötu og upp fyrir Borgarbraut 15. Ákveðið hefur verið að lengja áfanga 1 upp fyrir Skallagrímsgötu og ná þar með að nýta hjáleiðina framhjá íþróttahús- inu í áfanga 2 og 3 sem áætlað er að hefja næsta sumar. Með þessari aukningu standa vonir til að áfanga 1 ljúki í nóvember í stað október líkt og gert var ráð fyrir í upphafi. Stenst framkvæmdin því enn sem komið er áætlun og binda menn vonir til þess að svo verði áfram í góðu samstarfi við verktaka. Áfram verður unnið við lagn- ingu strandstígs við Borgarvog við Kveldúlfsgötu í haust og verður farið í yfirborðsfrágang í október ef veðurskilyrði verða áfram hagstæð. Þessa dagana er verið að ljúka endurbótum á húsnæði Óðals og er lokafrágangur á næstu dögum. Búið er að skipta um parket, mála, skipta út húsgögnum og stækka anddyrið svo fátt eitt sé nefnt. Áhaldahúsið setti upp frisbígolf- völl í Skallagrímsgarði núna á haust- mánuðum. Um er að ræða verkefni á vegum Hollvinasamtaka Borgar- ness og sá Borgarbyggð um upp- setningu á körfunum. Búið er að leggja klæðningu á Réttarholt, Höfðaholt, Austurholt og hluta Bjarnarbrautar í Borgarnesi. Þá hafa starfsmenn einnig unnið við holufyllingar á þeim götum sem eru illa farnar í sveitarfélaginu. Á Bifröst hefur hinn svokallaði strætóhringur verið malbikaður. Á komandi vikum hefst gatnagerð við nýju götuna Birkihlíð á Varmalandi, en þar er þegar risið og fullbúið eitt hús við innkeyrsluna í götuna. Borgarverk bauð lægst í gatnagerð í Birkihlíð og mun sjá um framkvæmdirnar. vaks Ýmsar framkvæmdir í gangi Frá Borgarnesi. Ljósm. mm Sirkusfjör í Grundarfirði Hluti nemenda með sitt sirkusatriði fyrir áhorfendur. Hér má sjá margar keilur á lofti en færni þessara listamanna var framúrskarandi góð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.