Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 2
Mandarínurnar í stað graskeranna Guðni Th. Jóhannesson, for­ seti Íslands, mætti á afmælis­ tónleika Skálmaldar í Hörpu um helgina. Hann segist hafa skemmt sér konunglega og Skálmöld gegni lykilhlutverki í vörnum gegn öfgahópum. odduraevar@frettabladid.is Forseti Íslands mætti á tónleika Skálmaldar í Hörpu um helgina sem haldnir voru í tilefni af tíu ára afmæli plötu þeirra Börn Loka. Þetta eru ekki fyrstu Skálmaldar­ tónleikar forsetans sem mætti líka á síðustu tónleika sveitarinnar fyrir hlé hennar í Gamla bíói í desember árið 2019. „Ég skemmti mér konunglega á tónleikunum, eins og við öll sem vorum þarna. Liðsmenn Skálm aldar sýndu að þeir hafa engu gleymt, afar f linkir tónlistarmenn, allir sem einn,“ segir forsetinn og bætir því við að hann sé mikill aðdáandi plöt­ unnar. „Hin myndræna kynning milli laganna var kynngimögnuð. Ekki geri ég upp á milli laganna en flutningurinn á Hel gleymist seint. Svo klikkar auðvitað ekki að ljúka tónleikunum á Kvaðningu, einu besta rokklagi Íslandssögunnar.“ Forsetinn fer ekki í grafgötur með að hann sé mikill aðdáandi sveitarinnar. Hann hefur meðal annars mætt í bólusetningu í bol sveitarinnar. „Þungarokk eða víkingarokk af þessu tagi hljómar vel í eyrum þegar maður er úti að hlaupa eða reyna eitthvað á sig í ræktinni. Dimma og Sólstafir eru dæmi um aðrar hljóm­ sveitir sem rata á þannig lagalista hjá mér.“ Guðni segir að dóttir hans, Rut Guðnadóttir, hafi kynnt sig fyrir sveitinni, en Rut mætti með föður sínum í Eldborg á laugardag ásamt unnustanum Halldóri. „Mér finnst líka allt í lagi að benda á að það er ekki eitthvert sjálf krafa samasemmerki milli þungarokks og ólifnaðar. Er ekki Eistnaflug sú útihátíð þar sem allt fólk kemur sómasamlega fram hvert við annað? Ég hef verið í utanvegahlaupi með einum úr Skálmöld, annar var kórstjóri hjá dóttur minni, þann þriðja hitti ég eitt sinn í Norðlingaskóla þar sem hann kennir við góðan orðstír og þann fjórða hef ég rætt við um sögu og sagnfræði í hlaðvarpinu um Drauga fortíðar. Þetta eru allt saman ljúfir drengir, sýnist mér,“ segir forsetinn hlæjandi. „Þar að auki finnst mér alveg frábært hvernig liðsmenn Skálm­ aldar nýta okkar forna sagnaarf og kynna hann fyrir nýjum kynslóð­ um á nýjan máta. Þeir syngja, eða kyrja um Loka og Óðin, Hel og f leiri og ég er handviss um að fjölmörg þeirra sem njóta tónlistar þeirra vilja þess vegna fræðast meira um þennan hluta okkar menningar­ arfs. Og það er einmitt líka brýnt að við verjum Ásgarð og heim goð­ anna fyrir öfgahópum, sem vilja misnota þær sögur allar í þágu síns vonda málstaðar. Ég kem betur inn á það í formála að sögu Skálmaldar sem kom út fyrir skemmstu.“ n Forsetinn þakkar Skálmöld fyrir kynningu sagnaarfsins Guðni lét bólusetja sig í góðum bol. Guðni sat ásamt dóttur sinni og unnusta hennar á laugardagskvöld. kristinnhaukur@frettabladid.is DÝRALÍF Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og þýskra vísindamanna ferðaðist fuglaf lensan frá Evrópu til Ameríku um Ísland. Hingað hafi hún borist frá Bretlandseyjum. Rannsóknin var birt í vísinda­ ritinu Emerging Infectious Diseases, sem gefið er út af sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC. Fuglaf lensan kviknaði í Asíu á tíunda áratug síðustu aldar. Hefur hún síðan dreifst til Afríku, Evrópu og síðast Norður­Ameríku. Veiran hefur einkum verið skæð í Evrópu tvo síðustu vetur. Í desember árið 2021 greindist fuglaflensan í fyrsta skiptið í Norð­ ur­Ameríku, þá í villtum fuglum á austurströnd Kanada. Tilfelli hafa síðan komið upp í kjúklingabúum á austurströnd Bandaríkjanna. Í rannsókninni voru gerðar erfða­ fræðilegar rannsóknir á veirum fugla sem drápust hér á landi úr fuglaflensu og þær bornar saman við fugla bæði í Norður­Ameríku og Evrópu. En alls hefur fuglaflensan fundist í tíu fuglategundum hér á landi, til dæmis gæsum, hröfnum og haförnum. Gátu vísindamennirnir kortlagt að f lensan hafi borist frá Bretlandi til Íslands og frá Íslandi til Kanada og svo Bandaríkjanna. n Flensan barst til Ameríku frá Íslandi Fuglaflensan hefur meðal annars fundist í haferni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK. kristinnpall@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Alls var búið að bóka 7.144.438 gistinætur fyrstu níu mánuði ársins, en það stefnir í metár frá upphafi mælinga. Það er tveimur prósentustigum hærra en árið 2018 þegar gistinæturnar voru tæplega sjö milljónir fyrstu níu mánuði ársins og endaði í 8.458.886 gistinóttum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Alls voru 853 þúsund gistinætur á skráðum gististöðum í september sem er aukning upp á 27 prósent á milli ára. Af því voru rúmlega 690 þúsund af hálfu erlendra ferða­ manna, sem er 37 prósenta aukning á milli ára. Með því telur fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna fyrstu níu mánuði ársins 5.654.340. Til saman­ burðar voru 4,9 milljón gistinætur erlendra ferðamanna árin tvö þar á undan. n Stefnir í metár í erlendum gistinóttum Ferðamenn streyma hingað til lands svo eftir er tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR � 13. NÓVEMBER � KL. 17.00 � SILFURBERG íísssssllleeeeennnnndddiinnnnnguuuuurrr íí ULUWATU HOFI Nú þegar nóvember er genginn í garð og skammdegið farið að heilsa upp á landsmenn í snjóleysinu, þá er ekki úr vegi að fara að losa jólaseríuflækjuna. Þessir borgarstarfsmenn voru að störfum í miðborginni í gær, en eftir hrekkjavökuna taka við jólaljós, mandarínuát, heitt kakó og jafnvel rólegur jass. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.