Fréttablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 2
Mandarínurnar í stað graskeranna
Guðni Th. Jóhannesson, for
seti Íslands, mætti á afmælis
tónleika Skálmaldar í Hörpu
um helgina. Hann segist hafa
skemmt sér konunglega og
Skálmöld gegni lykilhlutverki
í vörnum gegn öfgahópum.
odduraevar@frettabladid.is
Forseti Íslands mætti á tónleika
Skálmaldar í Hörpu um helgina
sem haldnir voru í tilefni af tíu ára
afmæli plötu þeirra Börn Loka.
Þetta eru ekki fyrstu Skálmaldar
tónleikar forsetans sem mætti líka
á síðustu tónleika sveitarinnar fyrir
hlé hennar í Gamla bíói í desember
árið 2019.
„Ég skemmti mér konunglega á
tónleikunum, eins og við öll sem
vorum þarna. Liðsmenn Skálm aldar
sýndu að þeir hafa engu gleymt, afar
f linkir tónlistarmenn, allir sem
einn,“ segir forsetinn og bætir því
við að hann sé mikill aðdáandi plöt
unnar. „Hin myndræna kynning
milli laganna var kynngimögnuð.
Ekki geri ég upp á milli laganna en
flutningurinn á Hel gleymist seint.
Svo klikkar auðvitað ekki að ljúka
tónleikunum á Kvaðningu, einu
besta rokklagi Íslandssögunnar.“
Forsetinn fer ekki í grafgötur
með að hann sé mikill aðdáandi
sveitarinnar. Hann hefur meðal
annars mætt í bólusetningu í bol
sveitarinnar.
„Þungarokk eða víkingarokk af
þessu tagi hljómar vel í eyrum þegar
maður er úti að hlaupa eða reyna
eitthvað á sig í ræktinni. Dimma og
Sólstafir eru dæmi um aðrar hljóm
sveitir sem rata á þannig lagalista
hjá mér.“
Guðni segir að dóttir hans, Rut
Guðnadóttir, hafi kynnt sig fyrir
sveitinni, en Rut mætti með föður
sínum í Eldborg á laugardag ásamt
unnustanum Halldóri.
„Mér finnst líka allt í lagi að
benda á að það er ekki eitthvert
sjálf krafa samasemmerki milli
þungarokks og ólifnaðar. Er ekki
Eistnaflug sú útihátíð þar sem allt
fólk kemur sómasamlega fram
hvert við annað? Ég hef verið í
utanvegahlaupi með einum úr
Skálmöld, annar var kórstjóri hjá
dóttur minni, þann þriðja hitti ég
eitt sinn í Norðlingaskóla þar sem
hann kennir við góðan orðstír og
þann fjórða hef ég rætt við um
sögu og sagnfræði í hlaðvarpinu
um Drauga fortíðar. Þetta eru allt
saman ljúfir drengir, sýnist mér,“
segir forsetinn hlæjandi.
„Þar að auki finnst mér alveg
frábært hvernig liðsmenn Skálm
aldar nýta okkar forna sagnaarf og
kynna hann fyrir nýjum kynslóð
um á nýjan máta. Þeir syngja, eða
kyrja um Loka og Óðin, Hel og f leiri
og ég er handviss um að fjölmörg
þeirra sem njóta tónlistar þeirra
vilja þess vegna fræðast meira um
þennan hluta okkar menningar
arfs. Og það er einmitt líka brýnt
að við verjum Ásgarð og heim goð
anna fyrir öfgahópum, sem vilja
misnota þær sögur allar í þágu síns
vonda málstaðar. Ég kem betur inn
á það í formála að sögu Skálmaldar
sem kom út fyrir skemmstu.“ n
Forsetinn þakkar Skálmöld
fyrir kynningu sagnaarfsins
Guðni lét bólusetja sig í góðum bol.
Guðni sat ásamt dóttur sinni og unnusta hennar á laugardagskvöld.
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÝRALÍF Samkvæmt nýrri rannsókn
íslenskra og þýskra vísindamanna
ferðaðist fuglaf lensan frá Evrópu
til Ameríku um Ísland. Hingað hafi
hún borist frá Bretlandseyjum.
Rannsóknin var birt í vísinda
ritinu Emerging Infectious Diseases,
sem gefið er út af sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna, CDC.
Fuglaf lensan kviknaði í Asíu á
tíunda áratug síðustu aldar. Hefur
hún síðan dreifst til Afríku, Evrópu
og síðast NorðurAmeríku. Veiran
hefur einkum verið skæð í Evrópu
tvo síðustu vetur.
Í desember árið 2021 greindist
fuglaflensan í fyrsta skiptið í Norð
urAmeríku, þá í villtum fuglum á
austurströnd Kanada. Tilfelli hafa
síðan komið upp í kjúklingabúum á
austurströnd Bandaríkjanna.
Í rannsókninni voru gerðar erfða
fræðilegar rannsóknir á veirum
fugla sem drápust hér á landi úr
fuglaflensu og þær bornar saman
við fugla bæði í NorðurAmeríku og
Evrópu. En alls hefur fuglaflensan
fundist í tíu fuglategundum hér á
landi, til dæmis gæsum, hröfnum og
haförnum. Gátu vísindamennirnir
kortlagt að f lensan hafi borist frá
Bretlandi til Íslands og frá Íslandi
til Kanada og svo Bandaríkjanna. n
Flensan barst til Ameríku frá Íslandi
Fuglaflensan hefur meðal annars
fundist í haferni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.
kristinnpall@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Alls var búið að
bóka 7.144.438 gistinætur fyrstu
níu mánuði ársins, en það stefnir í
metár frá upphafi mælinga. Það er
tveimur prósentustigum hærra en
árið 2018 þegar gistinæturnar voru
tæplega sjö milljónir fyrstu níu
mánuði ársins og endaði í 8.458.886
gistinóttum. Þetta kemur fram í
nýrri samantekt Hagstofu Íslands.
Alls voru 853 þúsund gistinætur
á skráðum gististöðum í september
sem er aukning upp á 27 prósent á
milli ára. Af því voru rúmlega 690
þúsund af hálfu erlendra ferða
manna, sem er 37 prósenta aukning
á milli ára.
Með því telur fjöldi gistinátta
erlendra ferðamanna fyrstu níu
mánuði ársins 5.654.340. Til saman
burðar voru 4,9 milljón gistinætur
erlendra ferðamanna árin tvö þar á
undan. n
Stefnir í metár
í erlendum
gistinóttum
Ferðamenn streyma hingað til lands
svo eftir er tekið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
� 13. NÓVEMBER � KL. 17.00 � SILFURBERG
íísssssllleeeeennnnndddiinnnnnguuuuurrr íí
ULUWATU HOFI
Nú þegar nóvember er genginn í garð og skammdegið farið að heilsa upp á landsmenn í snjóleysinu, þá er ekki úr vegi að fara að losa jólaseríuflækjuna. Þessir
borgarstarfsmenn voru að störfum í miðborginni í gær, en eftir hrekkjavökuna taka við jólaljós, mandarínuát, heitt kakó og jafnvel rólegur jass. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 Fréttir 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ