Fréttablaðið - 01.11.2022, Qupperneq 27
Mamma veit best er heild-
sala með áherslu á lífrænar
vörur. Fyrirtækið rekur
verslun auk vefverslunar
með góðu vöruúrvali fyrir
fólk sem leggur áherslu á líf-
rænan og vegan lífsstíl.
Mamma veit best er heildverslun,
verslun og vefverslun með bætiefni
og ýmiss konar snyrtivörur. Fyrir-
tækið leggur aðaláherslu á lífrænar
vörur en einnig er mikil áhersla á
vegan vörur. Heildverslunin var
stofnuð fyrir rúmum áratug eða
árið 2010. Tveimur árum síðar opn-
aði verslun í Dalbrekku í Kópavogi
og vefverslun í framhaldi af því.
Tara Jensdóttir, framkvæmda-
stjóri og annar eigandi Mamma
veit best, segir að til að byrja með
hafi eftirspurn eftir vegan vörum
ekki verið mikil en hún hafi aukist
mikið undanfarin ár.
„Við vorum tiltölulega snemma
á markaðnum bæði með lífrænar
vörur og vegan vörur. Í fyrstu var
meiri eftirspurn eftir lífrænu vör-
unum en það er augljóst að í dag er
fólk meðvitaðra um að kaupa bæði
lífrænar og vegan vörur,“ útskýrir
hún.
Vörumerkin sem Mamma
veit best selur eru fjöldamörg en
þau stærstu að sögn Töru eru Dr.
Bronn er’s, Mercola, Natural Vita-
lity og Vibrant Health.
„Við erum líka með fjölmörg
fleiri vörumerki. Við reynum að
styðja íslenska framleiðslu eins og
hægt er og fylgjumst með nýjung-
um á íslenskum markaði.“
Þriðjungur í góðgerðarmál
Tara segir áhugaverða sögu bak
við vörumerkið Dr. Bronner’s
sem framleiðir lífrænar sápur og
hreingerningarvörur. Fyrirtækið
er fjölskyldurekið en var stofnað
árið 1948 af Emmanuel Bronner
sem var þriðja kynslóð sápu-
gerðarmanna úr þýskri gyðinga-
fjölskyldu. Emmanuel Bronner
notaði miðana utan á sápunum
til að deila þeim boðskap að allur
heimurinn yrði að sameinast í friði
og einingu óháð trú eða menn-
ingu.
Dr. Bronner’s fyrirtækið er enn
í eigu og rekið af afkomendum
Bronner. Þeir heiðra minn-
ingu hans með því að framleiða
umhverfisvænar vörur og láta um
leið gott af sér leiða með því að láta
þriðjung ágóðans renna til góð-
gerðastarfs um allan heim.
„Fyrirtækið leggur mikla
áherslu á lífræn hráefni og hjálpar
bændum um allan heim að byggja
upp sjálfbæra ræktun,“ útskýrir
Tara. „Þriðjungur hagnaðarins
fer í góðgerðarstarf sem snýr að
dýravernd og umhverfisvernd.
Auk þess styrkja þau góðgerðar-
samtök í öllum þeim löndum sem
vörunum er dreift til. Það er nýtt
verkefni hjá þeim að veita hluta
söluhagnaðarins í góðgerðarstarf á
hverju svæði fyrir sig.“
Allar vörurnar frá Dr. Bronner’s
eru vegan nema varasalvinn sem
inniheldur býflugnavax að sögn
Töru.
„Þetta er rosalega flott fyrirtæki
og við erum stolt af því að vera í
samstarfi með þeim. Það er gott
fyrir neytandann að vita að hann
er ekki bara að kaupa vegan vöru
heldur er hann í leiðinni að styrkja
góð málefni,“ bætir hún við.
Dr. Bronner’s vörurnar fást víða
en Mamma veit best dreifir þeim
í allar helstu heilsubúðir auk þess
sem þær fást í mörgum stórmörk-
uðum og apótekum.
„En mesta úrvalið af þeim fæst
hjá okkur í búðinni og vefverslun-
inni. Það er gaman að segja frá
því að það eru mörg umhverfis-
væn hótel og gistiheimili um allt
Vörur sem láta gott af sér leiða
Tara Jensdóttir segir fólk í dag orðið meðvitaðra um að kaupa lífrænar og vegan vörur en það var þegar fyrirtækið var stofnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Dr. Bronner’s
Castile Bar
sápurnar er
hægt að nota
á kroppinn, í
hárið, í uppvask,
þvottavél og öll
léttari heimilis-
þrif.
Dr. Bronner’s vörurnar eiga sér mjög áhugaverða sögu.Dr. Bronner’s býr til lífrænar sápur og hreinlætisvörur.
Brightening serum frá Acure nærir
húðina og gefur fallegan ljóma.
Næturolían frá Acure er góð til að
næra húðina og gefa góðan raka.
Moroccan oil frá Acure er næringar-
bomba fyrir húð og hár.
Sótthreinsisprey með lavenderilmi
er vinsælasta Dr. Bronner’s varan hjá
Mamma veit best.
land sem hafa verið að panta Dr.
Bronner’s hreingerningarvörurnar
frá okkur,“ segir Tara.
Nýtt vegan vörumerki
Acure er nýtt vörumerki hjá
Mamma veit best en allar vörur frá
því merki eru 100% vegan. Merkið
sem er bandarískt er nokkurra ára
gamalt en er nýtt á alþjóðamarkaði
að sögn Töru.
„Vörurnar frá þeim eru mjög
vandaðar, allar lífrænar og vegan.
Vöruúrvalið er fjölbreytt en þetta
eru snyrtivörur eins og til dæmis,
krem og maskar, farðahreinsir,
sjampó, hárnæring og fleira,“ segir
hún.
„Við hefðum viljað fá Acure
vörurnar fyrr til okkar en því miður
lenti fyrirtækið í því að verk-
smiðjan þeirra brann og þau urðu
að byrja upp á nýtt frá grunni. Þess
vegna varð bið á að vörurnar kæm-
ust á markað utan Bandaríkjanna.
En við erum glöð að geta loksins
boðið upp á þær hér heima.“ n
Verslunin er opin alla virka daga
frá 11-18 í Dalbrekku 30. Alltaf er
opið í netversluninni á slóðinni:
mammaveitbest.is
kynningarblað 7ÞRIÐJUDAGUR 1. nóvember 2022 VEGAN