Fréttablaðið - 01.11.2022, Qupperneq 34
Þegar ég
var að stíga
fyrstu
skrefin
fyrir aldar-
fjórðungi
var enn þá
hlegið að
þessum
bókmennt-
um og það
var svolítið
erfitt að
eiga við
það fyrstu
árin.
Arnaldur Indriðason sendir
frá sér sína 26. bók í dag.
Hann segir margt hafa breyst
í glæpasagnaheiminum á
þeim aldarfjórðungi sem
hann hefur verið starfandi rit-
höfundur.
Nýjasta bók spennusagnameistar-
ans Arnaldar Indriðasonar, Kyrrþey,
kemur út í dag. Bókin er sú fimmta
í röðinni um fyrrverandi lögreglu-
manninn Konráð Jósepsson og að
sögn Arnaldar dregur til tíðinda í
sögu Konráðs.
„Sagan er svolítið um fyrri ár hans
í lögreglunni þegar hann varð vinur
samstarfsfélaga síns sem heitir Leó
og er það sem myndi kallast spillt
lögga. Konráð dregst inn í þann
heim ungur maður en í bakgrunni
er morðmál frá þeim tíma sem
vekur upp spurningar um sekt eða
sakleysi. Auk þess lýkur máli föður
hans í sögunni sem stunginn var til
bana framan við Sláturhús Suður-
lands þegar það var við Skúlagöt-
una,“ segir Arnaldur.
Ein bók í viðbót
Arnaldur segist ekki vera búinn að
ákveða hversu margar bækurnar
um Konráð verða en hann er þó
búinn að leggja drög að allavega
einni í viðbót.
„Ég mun að minnsta kosti gefa út
eina í viðbót til þess að ljúka sög-
unni um vinskap þeirra Konráðs
og Leós og þeim anga af glæpamál-
inu sem er í bakgrunni bókarinnar.
Hvað svo gerist veit maður ekki en
ég hef ekki séð fyrir mér nein enda-
lok hans í bili hvað svo sem síðar
verður,“ segir hann.
Fá lesendur svar við ráðgátunni
um morðið á föður Konráðs í Kyrr-
þey?
„Já, eins og ég segi að þá fjallar
Kyrrþey öðrum þræði um það sem
gerðist framan við sláturhúsið og
Konráð kemst að sannleikanum í
málinu.“
Hlegið að glæpasögum
Arnaldur á 25 ára rithöfundaafmæli
í ár en fyrsta skáldsaga hans, Synir
duftsins, kom út 1997 og eru bækur
hans nú orðnar 26 talsins.
Hvað finnst þér helst hafa breyst
í glæpa- og spennusagnaheiminum
síðan þá?
„Þegar ég var að stíga fyrstu
skrefin fyrir aldarfjórðungi var enn
þá hlegið að þessum bókmenntum
Konráð kemst að sannleikanum um föður sinn
Arnaldur segir
Íslendinga hafa
hlegið að glæpa-
sögum þegar
hann var að
stíga sín fyrstu
skref sem rit-
höfundur fyrir
aldarfjórðungi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
BÆKUR
Reykjavík
Höfundar: Ragnar Jónasson og
Katrín Jakobsdóttir
Fjöldi síðna: 349
Útgefandi: Veröld
Björn Þorláksson
„Álkrónurnar nýju gátu f lotið á
vatni, það sagði sína sögu“ (bls. 39).
Þessi setning í nýju skáldsögunni,
Reykjavík, gefur fyrirheit um áskor-
anir Íslands í tíma nær og fjær.
Sagan byrjar í rólegum takti á
hvarfi ungrar konu. Lögreglumað-
urinn Kristján fær málið á heilann
þegar ekkert gengur að upplýsa það
og fleiri taka við rannsóknarkeflinu
þegar á líður, ekki síst blaðamaður-
inn Valur, geðþekk persóna, sem
berst fyrir hugsjón og gildum blaða-
mennsku og réttlætis – þótt á móti
blási. Vandasamt er að segja meira
um söguþráðinn, því bókin hverfist
um ráðgátu sem ekki má spilla.
Sögusvið bókarinnar spannar 30
ár. Hún gerist þó að mestu leyti árið
1986 og nær atburðarásin hámarki
á sama tíma og Reagan og Gor-
batsjev hittast í Höfða.
Forsætisráðherra tekur áhættu
Þetta er einkar vel skrifuð saga,
lipur og ber þess merki að höf-
undarnir hafi, eins og fram kemur í
viðtali við Fréttablaðið um síðustu
helgi, látlaust sent textadrögin sín
á milli, breytt og bætt. Vel er hugað
að stuttum og lýsandi hliðarsenum
til að festa andrúm og ramma inn í
tímann. Sagan er sögð nánast alfar-
ið í krónólógískri tímaröð og flýtur
vel líkt og álkrónan. En hvernig er
hægt að treysta sakamálarannsókn
í ríki sem lætur búa til gjaldmiðil
sem flýtur á vatni?
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra tekur áhættu, en niðurstaðan
er enn ein fjöðrin í hennar hatt. Það
skín í gegn að Katrínu og Ragnari
hefur fundist gaman að flétta þræði
sína saman. Þótt einstaka f ljóta-
skrift sé að finna og taktur bókar-
innar hnikist örlítið til á köf lum
verður ekki annað sagt en að ráð-
gátufléttan sé af bragð. Bókin hefur
mikið afþreyingargildi og er sérlega
aðgengileg öllum lesendahópum.
Gamaldags en gott
Persónusköpun er vel heppnuð.
Stundum þarf ekki mörg orð til að
kynna fólk til sögu:
„Hún var fullkomin andstæða
við ískalda sjúkrastofuna: Rauð og
svört, ilmvatnskeimur í bland við
daufa vínlykt. Hann þekkti Þórdísi
sína, alla hennar kosti og galla, og
hann elskaði hana eins og hún var.“
(50-51). Einfalt, skýrt og fallegt.
Um miðbik sögunnar verða
dramatísk hvörf. Þau skella á
lesandanum líkt og f lóðalda af
ísköldu Atlantshafi. Ég veit dæmi
um lesanda á mínu heimili sem
þurfti nánast áfallahjálp. Að ná svo
djúpri tengingu við fólk í skáldsögu
er kúnst.
Ég las allar 349 síðurnar í einum
rykk og naut hverrar sekúndu. Þótt
sagan sé fyrst og fremst af þreying
er hún líka þjóðarspegill og liggur
margt innrímið undir. Snoturt
dæmi lýtur að Elíasi Mar og Agöthu
Christie. Á köf lum minnti bókin
mig á unglingabókmenntir æsku
minnar með skörpum andstæðum
góðs og ills. Tvíhyggjan sem birtist
á köflum í sögunni er kannski svo-
lítið gamaldags en það telst ekki
til ágalla. Gamaldags er nefnilega
stundum gott! n
NIÐURSTAÐA: Grípandi saga
sem fer hægt af stað en rígheldur
lesandanum. Rifjar upp áhuga-
verðan kafla í sögu þjóðar þar sem
spilling og völd haldast óþægilega
þétt í hendur.
Frábær flétta Katrínar og Ragnars
og það var svolítið erfitt að eiga við
það fyrstu árin. Ég man eftir gagn-
rýni í útvarpi þar sem þótti veru-
lega hallærislegt að skyldi vera til
lögreglumaður sem héti Erlendur.
Enginn hafði trú á að Ísland gæti
verið vettvangur glæpasagna, það
var of fámennt, of út úr heimskort-
inu og glæpirnir of ómerkilegir,“ segir
hann og bætir við að að breyting hafi
orðið á með Guðmundar- og Geir-
finnsmálunum.
Spurður um hvernig tilfinningin
sé að standa á þessum tímamótum
segir Arnaldur það vera með ólík-
indum hversu margt hafi breyst hvað
varðar íslenskar glæpasögur.
„Til er orðin ný bókmennta-
grein sem var litin hornauga áður
en blómstrar í dag og maður sér að
æ fleiri finna hjá sér þörf til þess að
skrifa glæpaskáldsögur. Slíkt var
næstum feimnismál og alls ekki sjálf-
gefið eins og raunin er í dag.
Mest hefur kannski komið á óvart
hversu opnir íslenskir lesendur
reyndust fyrir glæpaskáldsögunni
þegar til kom og hvernig þeir tóku
henni fagnandi þegar búið var að
fjarlægja allar hindranir á milli
skáldskaparins og þeirra. Og ekki
síður að íslensku glæpasögunum
skyldi síðan vera tekið eins vel og
raun ber vitni erlendis. Það hafði
ekki nokkrum manni dottið í hug að
gæti gerst fyrir aldarfjórðungi síðan.“
Skipulögð glæpastarfsemi
Svo virðist sem aukin harka sé tekin
að færast í íslenska undirheima,
skipulögð glæpastarfsemi er í það
minnsta komin upp á yfirboðið
eins og sást í Rauðagerðismálinu
sem lauk með sakfellingu í Lands-
rétti í síðustu viku.
Er söguheimur glæpasagna að
færast nær íslenskum veruleika?
„Ég skal ekki segja. Ég býst við að
höfundar geti leyft sér miklu meira
en áður án þess að það teljist ger-
samlega út úr kú. Það er alltaf þessi
spurning um trúverðugleika sem
ég held að íslenskir lesendur séu
að leita að. Illu heilli virðist skipu-
lögð glæpastarfsemi aðeins verða
öf lugri með árunum og það sem
taldist óraunverulegt og fáheyrt
fyrir einum eða tveimur áratugum
er komið til þess að vera í dag. Að
því leytinu má kannski segja að
söguheimur okkar sé að færast nær
íslenskum veruleika.“
Aldrei fundið fyrir stressi
Arnaldur hefur nú sent frá sér bók
á hverju ári í aldarfjórðung og eru
bækur hans löngu orðnar fastur
liður í jólaundirbúningi margra
Íslendinga.
Hefur það aldrei verið erfitt eða
stressandi að standast skil?
„Nei, í rauninni ekki. Það komst
fljótlega ákveðinn rytmi í vinnulag-
ið þannig að veturnir fóru í skrifin
og sumrin í yfirlestur og yfirlegu
og þannig hefur þetta gengið í öll
þessi ár með ómetanlegri hjálp rit-
stjórans míns hjá Vöku- Helgafelli,
henni Sigríði Rögnvaldsdóttur. Ég
hef aldrei fundið fyrir neinu stressi
varðandi skil. Málið er að vera
skipulagður og nýta tíma sinn vel
og auðvitað að fá brúklegar hug-
myndir og skrifa þær niður áður en
þær hverfa inn í kosmósið.
Allt byggist þetta á hugmynda-
vinnu. Sumar fara beint í ruslið en
aðrar staldra við og maður reynir
að finna þeim hlutverk og stundum
tekst það og úr verður eitthvað sem
maður getur byggt á og bætt við og
svo koll af kolli.“
Þú hefur aldrei verið mikið gefinn
fyrir sviðsljósið. Hvar líður þér best?
„Utan þess.“
Í tilefni útgáfu Kyrrþey verður
blásið til útgáfuhófs kl. 17 í dag í
bókabúð Forlagsins á Fiskislóð 39
þar sem Arnaldur áritar bækur. n
Nánar á frettabladid.is
Jesús sagði:
biblian.is
„Hver sem er ekki með
mér er á móti mér og
hver sem safnar ekki
saman með mér, hann
sundurdreifir.“
Matt. 12.30
14 Menning 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 1. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGUR