Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 1

Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 1
Aukning yfirdráttar­ lána á sama tíma og innlán aukast getur bent til þess að há verðbólga bitni mis­ jafnlega harkalega á heimilum landsins. 2 4 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 0 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Sérhannaður hjólreiðastígur Fiðlulaga klúbbaveröld Fréttir ➤ 2 Menning ➤ 24 Mmm ... Of snemmt fyrir safaríkar klementínur? Opið allan sólarhringinn Í Nettó Mjódd og Granda Innlán heimilanna hafa haldið áfram að aukast verulega eftir Covid-faraldurinn og hjól hagkerfisins farin að snúast á nýjan leik. Yfirdráttarlán, sem heimilin greiddu niður jafnt og þétt í Covid, eru hins vegar farin að aukast að nýju. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Heimilin í landinu hafa verið að auka töku yfirdráttarlána. Þetta kemur fram í Hagvísum Seðla- banka Íslands. Í viðtali við Markaðinn í dag segir Vignir Þór Sverrisson, fjárfestinga- stjóri hjá Íslandssjóðum, þetta geta verið vísbending um að hluti heim- ila geti átt í vandræðum með að ná endum saman. Það muni þó koma betur í ljós í vetur. Yfirdráttarlán heimilanna, sem hlutfall af landsframleiðslu, hafa aukist á þessu ári eftir að dragast saman frá upphafi Covid. Um ára- mót voru þau 2,59 prósent af lands- framleiðslu en eru nú orðin 2,63 prósent. Á sama tíma hefur lands- framleiðsla aukist. Ekki er vitað hvernig þetta skiptist á heimilin en ekki er óvarlegt að ætla að yfirdráttarlánin séu almennt frek- ar lág og hækkun hlutfallsins bendi til að heimilum sem taka yfirdrátt- arlán hafi fjölgað á þessu ári. Það að innlán heimila aukast verulega á sama tíma og yfirdrátt- arlán aukast á ný getur verið vís- bending um að staða íslenskra heimila sé mjög mismunandi og að aukin verðbólga bitni misjafnlega harkalega á þeim. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir yfirdráttar- lán vera góðan mælikvarða á stöðu heimilanna og það sé áhyggjuefni að þau skuli fara hækkandi. Aðspurður segir Breki Neytenda- samtökin verða vör við að margir félagsmenn þeirra finni illa fyrir aukinni greiðslubyrði vegna vaxta- hækkana undanfarið. SJÁ SÍÐU 12 Yfirdráttarlán heimila aukast að nýju Vaskur hópur Íslendinga tók í gærkvöldi þátt í alþjóðlega hlaupaviðburðinum Run in the Dark, eða Myrkrahlaupinu, í Elliðaárdal. Hlaupið fór fram samtímis víða um heim. Með því er safnað fé fyrir rannsóknum og lækningu á mænuskaða. Lagt var upp frá gömlu rafstöðinni og hlaupinn 5,7 kílómetra hringur sem hver og einn fór á sínum hraða og greiddi 3.700 krónur fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Í kjölfar kaupa Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og yfirlýsingar hans um stefnubreyt- ingu hafa fyrirtæki á borð við Gene- ral Motors, Audi, Pfizer, General Mills, Volkswagen og United Airlines sagt skilið við Twitter. Margir óttast nú aukna hatursorð- ræðu á Twitter. Samkvæmt rann- sóknarhópnum Network Contagion Research Institute mældist 500 pró- senta aukning á notkun „N-orðins“ fyrstu tólf tímana eftir yfirtöku Musks.  Montclair-háskólinn rakti fjórfalt f leiri haturs-tíst á klukku- tíma en vikuna fyrir yfirtökuna. SJÁ SÍÐU 8 Flótti frá Twitter sagður hafinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.