Fréttablaðið - 10.11.2022, Page 2
Þetta er útivera, feg-
urðin í náttúrunni og
samveran.
Franz Friðriksson
Leiðtogar á rökstólum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrði í gær ársfundi Heimsráðs kvenleiðtoga í Hörpu. Rifjaði Katrín upp að þegar ráðið tók til starfa 1996 hafi þátttak-
endur aðeins verið 10. Nú taki 85 kvenleiðtogar þátt í starfi ráðsins. Sima Sami Bahous, framkvæmdastýra UN Women, tók þátt í pallborðsumræðum í gær.
Þær Katrín áttu auk þess fund og ræddu erfiða stöðu kvenna í Úkraínu og Íran. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Vösk sveit úr reiðhjólafélaginu
Tindi gerði fyrsta sérhannaða
fjallahjólastíginn í Reykjavík
sem vígður var á sunnudag.
Yfir hundrað manns mættu á
opnunina en næsta verk er að
gera aðra línu og ferðina upp
fjallið betri.
benediktboas@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR „Brautin vonandi heldur
sér í gegnum vætuna í vetur,“ segir
Franz Friðriksson sem situr í stjórn
reiðhjólafélagsins Tinds en hann var
einn af þeim sem tóku til hendinni
í hlíðum Úlfarsfells og gerðu fyrstu
fjallahjólabrautina innan borgar-
markanna.
Hugmyndin að brautinni kom í
gegnum Hverfið mitt í fyrra og fékk
borgin Tind til að gera brautina
sem þykir vel heppnuð. Franz situr
í fjallahjóladeild Tinds og skoraðist
ekki undan verkefninu. Þeir fengu
einn fjórða af fjallinu til að gera
brautina sem er 1,3 kílómetrar en
hæðarmetrarnir eru þó aðeins um
hundrað.
Í brautinni eru margir pallar sem
henta bæði vönum og óvönum,
konum og körlum. „Það var mikil
gleði og mikil hamingja þegar
brautin var opnuð á sunnudag. Hún
er mjög opin og uppleiðin er mjög
góð sem skiptir töluverðu máli.
Svo fer það bara eftir hversu öf l-
ugur hjólreiðamaður viðkomandi er
hvaða línu hann velur sér og hversu
margar ferðir viðkomandi fer,“ segir
Franz.
Enginn starfsmaður verður til að
sinna brautinni í vetur en Úlfars-
fellið er snjólétt svæði og vonast
Franz eftir því að það þurfi ekki að
endurgera brautina í vor.
„Við smíðuðum hana þannig að
hún stendur upp úr landinu og vet-
urinn og vatnið á ekki að skemma
hana. Það eru vatnsrásir og dren og
alls konar ræsi.
Það verður samt alltaf eitthvert
vinnukvöld í vor þar sem engin
braut í náttúrunni er viðhaldsfrí og
þá þarf að klappa henni aðeins eftir
veturinn,“ segir hann.
Sjálfur er hann yfirleitt alltaf úti
að leika. Á veturna eru það fjalla-
skíði en á sumrin fjallahjólreiðar.
Hann segir að þetta sé ákveðinn lífs-
stíll sem sífellt f leiri kjósi sér. „Þetta
er útivera, fegurðin í náttúrunni og
samveran. Það er ótrúlega skemmti-
legt að fara niður fjallshlíð – um það
verður ekki deilt,“ segir hann.
Franz segir að vonandi verði næst
kosið um að gera nýja leið niður fell-
ið við hliðina á þeirri sem gerð var í
sumar. Hann vonast einnig eftir að
fleiri sveitarfélög sjái hag sinn í að
gera svona braut.
„Á Íslandi erum við að stunda
svokallað „hike and bike“. Þar sem
við þurfum að halda á hjólunum
upp til að renna okkur niður. En
uppleiðin í þessari braut er góð þó
það megi alltaf bæta hana þannig að
allir geti staðið þarna uppi. Henda
jafnvel upp einhvers konar ferða-
máta þannig að allir geti komist.
Krakkar og þeir sem eru fatlaðir.“ n
Fjallahjólastígurinn sem á
að þola vætutíð vetrarins
Andri Steinar Jónsson og Franz Friðriksson við brautina góðu sem þeir unnu
hörðum höndum við að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hildur Sverrisdóttir þingkona
er næsti gestur þáttarins.
MANNAMÁL
Í KVÖLD KL. 19.00
OG AFTUR KL. 21.00
benediktboas@frettabladid.is
VEÐUR „Ég myndi halda að orðið
einmunatíð ætti vel við tíðina að
undanförnu. Það er stilla, rólegt
veður og fimm til sex stiga hiti og
varla hálka,“ segir Birgir Örn Hösk-
uldsson, veðurfræðingur hjá Veður-
stofu Íslands.
Landsmenn hafa getað sett upp
jólaljósin á skyrtunni og gengið og
hjólað til vinnu án þess að klæða
sig í vetrargallann enda hefur verið
óvenju stillt síðan í októberlok.
Einhver vindur er í kortunum
fyrir vestan og á sunnudag mun
blása í borginni en síðan tekur
lognið aftur við.
„Það verður líklega leiðindaveður
í borginni á sunnudagsmorgun en í
rauninni fínasta veður næstu daga.
Það mun að sjálfsögðu einhvern
tímann breytast en eigum við ekki
bara að njóta meðan þetta varir?“
spyr Birgir. Norðurlandið er nánast
autt af snjó. Birgir segir að það sé svo
sem ekkert óvenjulegt að byggðin
fyrir norðan hafi ekki orðið vör við
snjó á þessum tíma. Norðlendingar
munu þó fá einhver leiðindi í dag en
Birgir segir að hlýindin séu áfram í
kortunum. n
Hreyfir varla vind
Haustið hefur verið afar milt og gott.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
lovisa@frettabladid.is
SAMFÉLAG Félagasamtökin JCI óska
eftir hjálp þjóðarinnar við að finna
unga einstaklinga á aldrinum 18
til 40 ára sem hafa skarað fram úr,
verið virkir samfélagsþegnar og
góðar fyrirmyndir.
„Ár hvert leitum við að ungu
fólki til að veita þessa viðurkenn-
ingu. Verðlaunin eru hugsuð sem
hvatningarverðlaun og erum við
svo heppin að forseti Íslands, Guðni
Th. Jóhannesson, er verndari verk-
efnisins og veitir verðlaunin. Því eru
verðlaunin þeim sem þau hljóta afar
verðmæt,“ segir Ríkey Jóna Eiríks-
dóttir, landsforseti JCI.
Tilnefnt er í tíu flokkum á ýmsum
sviðum. JCI-samtökin tilnefna svo
sigurvegarana til sambærilegra
verðlauna á alþjóðavísu sem JCI
veita ár hvert og kallast TOYP.
Tvisvar hafa Íslendingar staðið á
verðlaunapalli á heimsþingi JCI. Það
voru Guðjón Már Guðjónsson og
Kristín Rós Hákonardóttir. Meðal
annarra verðlaunahafa má nefna
John F. Kennedy og Elvis Presley. n
Leitað að framúrskarandi Íslendingi
Elvis Presley hlaut eitt sinn viður-
kenninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2 Fréttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ