Fréttablaðið - 10.11.2022, Qupperneq 8
Tilmæli voru ekki
nægilega skýr og
harma báðir aðilar að
svo hafi verið.
Tekjur af auglýsingum
nema um 90 prósent-
um af heildartekjum
Twitter.
Auðjöfurinn Elon Musk
keypti nýverið samfélags-
miðlafyrirtækið Twitter og í
kjölfarið hafa skapast miklar
vangaveltur um ástæður
yfirtökunnar. Musk segist
vilja hjálpa mannkyninu en
fyrirtæki sem auglýsa sig á
miðlinum eru uggandi.
helgisteinar@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Elon Musk, eigandi Tesla
og jafnframt ríkasti maður í heimi,
bauðst fyrst til að kaupa samfélags-
miðilinn Twitter í apríl á þessu ári.
Þá sagði Musk að Twitter þyrfti á
ýmsum breytingum að halda og að
hann væri lykillinn að því að opna
fyrir alla þá möguleika sem fyrir-
tækið byggi yfir.
Daginn sem yfirtakan átti sér stað
lýsti Musk því yfir að hann væri að
kaupa Twitter til að hjálpa mann-
kyninu og vildi skapa heilbrigðan
vettvang fyrir umræður.
„Twitter má ekki breytast í hel-
víti þar sem fólk segir hvað sem það
vill án afleiðinga,“ skrifaði Musk á
Twitter.
Auðjöfurinn lýsir sjálfum sér
sem alræðismanni málfrelsis og
var meðal annars mótfallinn því
að Twitter bannaði Donald Trump,
fyrrverandi forseta Bandaríkjanna,
á miðlinum eftir að stuðningsmenn
hans réðust á þinghúsið í Washing-
ton 6. janúar í fyrra.
Margir hægrisinnaðir stjórn-
málamenn hafa fagnað yfirtök-
unni, þar á meðal öldungadeildar-
þingmaðurinn Ted Cruz sem sagði
kaupin vera eina mikilvægustu
þróunina í nútímabaráttu mál-
frelsis.
Elon Musk hefur einnig sagst
vilja breyta samskiptamiðlinum
í nýtt forrit sem hann kallar „X“.
Smáforritið yrði hannað í anda kín-
verska skilaboðaforritsins WeChat
þar sem notendur „geta gert allt“
eins og Musk orðar það.
Auk þess að senda skilaboð væri
einnig hægt að nota smáforritið til
að panta mat eða leigubíl, greiða
fyrir vörur, spila tölvuleiki og fara
inn á heimabanka.
Málfrelsisyfirlýsing Elons Musk
hefur hins vegar verið gagnrýnd
eftir að nýi eigandinn ákvað að
banna alla eftirhermu-reikninga á
Twitter.
Fljótlega eftir kaupin byrjuðu
margir notendur að breyta Twitter-
nafni sínu í „Elon Musk“ og þóttust
vera hann til að geta gert grín að
honum. Uppistandarinn Kathy
Griffin var ein þeirra sem tóku
þátt í þeirri herferð og var Twitter-
aðgangi hennar lokað í kjölfarið.
Í gegnum árin hefur það reynst
stjórnendum Twitter erfitt að reka
fyrirtækið með hagnaði en sam-
skiptamiðillinn reiðir sig mikið á
auglýsingatekjur sem nema í kring-
um 90 prósentum af heildartekjum
Twitter.
Eftir yfirtökuna hafa hins vegar
nokkur fyrirtæki ákveðið að hætta
alveg að auglýsa þar sökum óvissu á
miðlinum.
Fyrirtækin General Motors, Audi,
Pfizer, General Mills, Volkswagen og
United Airlines hafa öll sagt skilið
við Twitter og óttast margir að hat-
ursorðræða muni aukast til muna á
miðlinum.
Samkvæmt rannsóknarhópnum
Network Contagion Research Insti-
tute mældist 500 prósenta aukning á
notkun „N-orðins“ fyrstu 12 tímana
eftir yfirtöku Elons Musk og hafði
Montclair-háskólinn einnig rakið
um 400 haturs-tíst á klukkutíma,
fjórfalt meiri en vikuna fyrir yfir-
tökuna. n
Fyrirtæki flýja af Twitter eftir söluna
Í gegnum árin hefur það reynst stjórnendum Twitter erfitt að reka fyrirtækið
með hagnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Hvað er Twitter?
n Twitter er örbloggskerfi og
netsamfélag sem stofnað
var í mars 2006.
n Upprunalega hugmyndin
var að hanna samskipta-
miðil þar sem notendur
gætu bloggað með 140
stafa smáskilaboðum.
n Stafafjöldinn var tvöfald-
aður í 280 stafi árið 2017.
n Orðið „Twitter“ („tíst“ á
íslensku) vísar til hljóð-
anna sem fuglar gefa frá
sér og ber stofnandinn
Jack Dorsey það saman
við samskiptamátann á
miðlinum. Það er að segja,
„lítið óp af ómarkvissum
upplýsingum“.
n Notendur geta deilt skila-
boðum, myndum og mynd-
böndum sín á milli.
n Twitter hefur verið lofað í
gegnum árin fyrir að stuðla
að samfélags- og pólitísk-
um breytingum, en á sama
tíma hafa margir notendur
áhyggjur af skaðlegum
skilaboðum sem flæða þar
inn frá öfgahópum.
Áhrifamikil skáldsaga eftir
Hauk Má Helgason sem
varpar nýju ljósi á lífið í
Reykjavík á seinni hluta
átjándu aldar.
„Tugthúsið er sérlega vel upp byggð saga,
frásagnarstíllinn þjáll og grípandi og
persónusköpun góð.“
P Á L L E G I L L W I N K E L / M O R G U N B L A Ð I Ð
„Mjög áleitin bók … Rosalega fjörugt
persónugallerí.“
E G I L L H E L G A S O N / K I L J A N
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Virka daga 10–18 | Lau 11–17 | Sun 12–16 | www.forlagid.is
lovisa@frettabladid.is
KJARAMÁL Aðildarfélög BHM kynna
sameiginlegar áherslur bandalags-
ins fyrir komandi kjaraviðræður í
dag klukkan 9.30 á fundi í Grósku í
Vatnsmýrinni. Þegar hafa stór félög
eins og VR og Efling lagt fram kröfur
sínar.
Á fundi BHM verður einnig kynnt
ný skýrsla um rannsókn á virði
menntunar á Íslandi í alþjóðlegum
samanburði. Rannsóknin er unnin
af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Fundinum verður einnig streymt á
vef BHM. n
BHM kynnir
áherslur fyrir
kjaraviðræður
gar@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR „Það var aldrei ætlun
aðila að hefta störf fjölmiðla með
nokkrum hætti,“ segir í sameigin-
legri yfirlýsingu ríkislögreglustjóra
og Isavia um aðgerðir á Keflavíkur-
flugvelli er fulltrúar RÚV reyndu að
fylgjast með brottflutningi fimm-
tán hælisleitenda úr landi.
Komið hefur fram að starfsmenn
Isavia hafi lagt sig í líma við að lýsa
með sterkum ljósum á útsendara
RÚV sem reyndu að fylgjast með því
sem fram fór í gegn um flugvallar-
girðinguna er hælisleitendurnir
voru fluttir úr landi í fylgd fjörutíu
lögregluþjóna.
Í fyrstu sagði Isavia að um hefði
verið að ræða hefðbundið verklag
en sú yfirlýsing var f ljótt dregin til
baka og sagt að gripið hefði verið til
þessa bragðs að fyrirmælum lög-
reglu og var atvikið harmað.
Nú er enn önnur útgáfa málsins
komin fram í hinni sameiginlegu
yfirlýsingu ríkislögreglustjóra og
Isavia. Segir að lögregla hafi stjórn
á framkvæmd slíkra aðgerða í sam-
starfi við starfsfólk á flugvellinum.
„Við y f ir ferð á framk væmd
aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós
að tilmæli voru ekki nægilega skýr
og harma báðir aðilar að svo hafi
verið,“ segir í yfirlýsingunni.
Ekkert kemur hins vegar fram í
yfirlýsingunni um hvað það var sem
aðgerðirnar umdeildu miðuðu að
annað en að hindra störf fjölmiðla-
manna. n
Segjast ekki hafa ætlað að hindra fréttaflutning af brottvísun
gar@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Niðu r fell ing
greiðslna fyrir aukavaktir voru
gagnrýndar á fundi Læknafélags
Íslands með Willum Þór Þórssyni
heilbrigðisráðherra í október.
Þetta kemur fram í Læknablað-
inu þar sem vitnað er til orða Stellu
Rúnar Guðmundsdóttur, umsjónar-
læknis með sérnámi á lyflækninga-
sviði. Eftir að greiðslur fyrir auka-
vaktir hafi dottið út sé ekki hægt að
manna aukavaktir. „Plís, plís mættu,“
sagðist hún biðja en starfsfólkið segi
nei. n
Mæta ekki þótt
hún þrábiðji
Willum Þór
Þórsson heil-
brigðisráðherra
8 Fréttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ