Fréttablaðið - 10.11.2022, Page 16
Þegar ég var í framhaldsnámi í sál-
fræði skrifaði ég ritgerð um leiðir
sálfræðinnar til að uppræta einelti.
Ég lá yfir rannsóknum á sviðinu
og varð nokkurs vísari. Þegar ég
heyri af alvarlegum eineltismálum
spyr ég mig hvort þessi þekking
hafi komist til skila. Mér er málið
hugleikið því margir sem leita sér
meðferðar við kvíða og þunglyndi
á fullorðinsárum hafa orðið fyrir
einelti í æsku. Þeir sem leggja aðra í
einelti eru auk þess mun líklegri en
aðrir að leiðast út í vímuefnaneyslu
og afbrot. Tilhneigingin til að ganga
á rétt annarra heldur áfram að verða
mörgum þeirra til óþurftar fram á
fullorðinsár. Á grundvelli þess sem
ég hef lært, meðal annars af skrifum
Dans Olweusar, miklum fræði-
manni á sviðinu, fara hér fimm ráð
til að draga úr einelti. Margir skólar
og foreldrar eru vafalaust til fyrir-
myndar í þessum efnum en þó er
oftast svigrúm til framfara.
1. Skýr stefna skólans
Skóli þarf að marka sér skýra stefnu
í eineltismálum og kynna stefnuna
fyrir foreldrum. Mikilvægt er að
einn einstaklingur innan skólans
beri ábyrgð á að stefnunni sé fram-
fylgt og fundi reglulega með ein-
eltisteymi skólans. Teymið kemur
kennurunum til aðstoðar þegar
upp koma eineltismál, fylgir málum
eftir og metur árangurinn. Umbuna
þarf kennurum sérstaklega fyrir að
leggja á sig aukna vinnu á þessu
sviði. Annars er hætt við að þeir
gefist smám saman upp enda hafa
þeir í mörg horn að líta.
2. Kannanir meðal nemenda
Innan við helmingur nemenda
sem lagðir eru í einelti greina full-
orðnum frá ástandinu. Því er mikil-
vægt að leggja nafnlausar kannanir
fyrir með reglulegu millibili þar
sem nemendur eru beðnir um að
tilgreina gerendur og þolendur
eineltis. Nemendur þurfa að geta
treyst því að svörin verði ekki rakin
til þeirra persónulega.
3. Bekkjarreglur um einelti
Kennarar og nemendur koma sér
saman um örfáar reglur um einelti
í bekknum. Dæmi um slíkar reglur
sem eru:
n Við leggjum aðra nemendur
ekki í einelti.
n Við hjálpum nemendum sem
lagðir eru í einelti.
n Við sjáum til þess að enginn sé
skilinn út undan.
Mikilvægt er að reglurnar taki líka
á óbeinu einelti, sem sé útilokun frá
hópnum. Nemendur mega gjarnan
taka þátt í því að ákvarða viðurlög
við brot á reglunum. Viðurlögin
þurfa að hafa tilætluð áhrif, þ.e.
vera eitthvað sem nemendum þykir
virkilega leiðinlegt eins að sitja fyrir
framan skrifstofu skólastjóra í frí-
mínútum eða sitja kennslustund
með yngri nemendum. Mikilvægt
er að hluti viðurlaga sé að foreldrar
verði upplýstir um stöðuna svo þeir
fái færi á að taka á málum heima
fyrir. Fylgja þarf viðurlögum eftir
í öllum tilvikum, að öðrum kosti
læra börnin að ekkert sé að marka
hótanirnar. Gerendur þurfa nefni-
lega sjaldnast að taka afleiðingum
eineltisins og finnst oft að eineltið
styrki stöðu þeirra meðal félaga,
auki sjálfstraust þeirra og dragi úr
neikvæðni annarra í garð þeirra.
Þeir fá oft athygli, aðdáun og ótta-
blandna virðingu félaganna, auk
þeirra forréttinda sem því fylgir
að vera foringjar hópsins. Því er
kjarninn í f lestum inngripum við
einelti að fyrirbyggja að gerendum
sé umbunað með þessum hætti fyrir
eineltið. Koma þarf þeim skilaboð-
um áleiðis að það sé „zero tolerance“
fyrir einelti.
4. Æskileg hegðun styrkt
Fræða þarf börn um af leiðingar
eineltis því þau hafa ekki þroskann
til að skilja til fulls afleiðingar eigin
gjörða. Þetta má gera með því að
sýna myndbönd í tímum um ein-
elti og ræða eftir á. Koma þarf því
til skila að það að grípa ekki inn í
einelti sé þátttaka í eineltinu. Æfa
má með hlutverkaleikjum hvað eigi
að gera og segja þegar orðið er vitni
að einelti en við erum líklegri til að
bregðast rétt við höfum við æft það
fyrir fram. Svo þarf að verða þol-
endum eineltis úti um bandamenn
innan skólans. Er þá samið við
nokkra nemendur sem hafa sterka
félagslega stöðu að standa með við-
komandi þegar á reynir. Hrósa þarf
nemendum markvisst fyrir vin-
gjarnlega og hjálplega hegðun og
fyrir að fylgja bekkjarreglunum,
til dæmis að eiga frumkvæði að því
að draga einangraða nemendur inn
í leikinn. Til dæmis má láta nem-
endur halda dagbók þar sem þeir
skrá hjá sér það sem þeir eru stoltir
af í samskiptum yfir daginn, og fá
svo hrós fyrir. Sérlega mikilvægt er
að hrósa árásargjörnum nemendum
fyrir að bregðast ekki við með ein-
elti í aðstæðum þar sem þeir gera
það venjulega.
5. Viðbrögð foreldra
Við foreldrar berum ábyrgð á börn-
um okkar og þurfum að varast að
fara í vörn verði þau uppvís að ein-
elti. Sýna þarf í verki að slík hegðun
verði ekki liðin, hafi afleiðingar og
að við stöndum með skólanum í
agamálum. Mikilvægt er að ræða
áhrif eineltis því þeir sem leggja
í einelti geta átt erfiðara en aðrir
með að setja sig í spor annarra. Við
þurfum sjálf að vera góð fyrirmynd
og styrkja vingjarnlega og hjálplega
hegðun. Sérlega mikilvægt er að
hafa eftirlit með því sem börnin eru
að gera því að því meira sem eftir-
litið er, hvort sem um ræðir á skóla-
lóð eða á netmiðlum, því minna er
eineltið. Veltu því fyrir þér hvort þú
setjir skjátíma viðunandi mörk og
fylgist með því sem börnin þín gera
þar. Síðast en ekki síst er mikilvægt
að vera vakandi fyrir því að börnin
okkar geta sætt einelti eða lagt
aðra í einelti án þess að við höfum
hugmynd um það. Þess ber einnig
að geta að skilin milli gerenda og
þolenda geta verið óljós því sumir
þeirra sem leggja í einelti hafa sjálfir
orðið fyrir einelti og öfugt. n
Fræða þarf börn um
afleiðingar eineltis því
þau hafa ekki þrosk-
ann til að skilja til
fulls afleiðingar eigin
gjörða.
Norðurlandaráð kom saman í Hels-
ingfors í lok október og fagnaði 70
ára gjöfulu samstarfi, en markaði
um leið stefnuna fyrir næstu 70 ár.
Norðurlönd eru allt annar staður
í dag en þau voru árið 1952, en eitt
atriði er óbreytt: lítil ríki eru sterk-
ari saman. Við græðum líka mest á
því að þróast saman.
Nú þegar Finnar eru gestgjafar
Norðurlandaráðsþings er það í
skugga óróatíma fyrir stöðu örygg-
ismála heimsins. Umsóknir Svía
og Finna um aðild að NATO opna
möguleika á fleiri sviðum norræns
samstarfs. Nú er það bara eitt svið
sem út af stendur: innviðamál.
Við á Norðurlöndum lítum á
okkur sem brautryðjendur í hinum
grænu umskiptum. Norrænu for-
sætisráðherrarnir hafa einnig sett
fram þá framtíðarsýn að Norður-
lönd verði sjálf bærasta og sam-
þættasta svæði heims. Forsætisráð-
herrarnir hafa það að markmiði að
minnka koltvísýringslosun okkar
um 50% fyrir árið 2030.
Það eru háleit markmið en orðin
ein duga ekki til. Bretta þarf upp
ermarnar ef þessi markmið eiga að
nást.
Í formennskuáætlun Noregs
í Norrænu ráðherranefndinni
árið 2022 stendur eftirfarandi: Í
tengslum við Framtíðarsýn 2030
er nauðsynlegt að ef la samstarf
í samgöngumálum enn frekar. Á
formennskutíma Noregs verður
leitast við að koma á fót varanlegu
og markvissu norrænu samstarfi í
samgöngumálum.
Á komandi formennskuári sínu í
Norðurlandaráði vill Noregur fylgja
þessu eftir og skrifar í formennsku-
áætluninni fyrir árið 2023: „Norður-
lönd eiga að vera í fararbroddi hvað
varðar endurnýjanlega orku, í lofti,
á láði og legi. Sinna þarf innviðum á
milli Norrænu landanna. Þetta eru
forgangsverkefni formennskuáætl-
unar Noregs árið 2023. Við viljum
ráðherranefnd um innviði sem
vinnur að grænum lausnum í flutn-
ingageira og auknum hreyfanleika.
Fyrrum varnarmálaráðherra
Finnlands, Jan-Erik Enestam, gerði
skýrslu fyrir Norrænu ráðherra-
nefndina þar sem hann bendir á
að aukið samstarf um innviði sé
grundvallaratriði fyrir aðfanga-
öryggi í sífellt róstusamari heimi.
Norðurlandaráð hefur í bráðum
fjögur ár beitt sér fyrir því að nor-
rænu ríkin skuli auka samræmingu
á stórum verkefnum á sviði innviða
í sérstakri ráðherranefnd um inn-
viði hjá Ráðherranefndinni í Kaup-
mannahöfn.
Betri samhæfing er grundvöllur
þess að Norðurlönd nái markmið-
um forsætisráðherranna fyrir árið
2030. Þau markmið krefjast sam-
hæfðrar stefnumótunar á milli nor-
rænu landanna svo hægt sé að skapa
sjálfbærar lausnir fyrir f lutninga á
sjó, í lofti og á landi. Hér er átt við
rafvæðingu hafna og siglinga, raf-
væðingu loftfara, sjálf bæra vöru-
f lutninga og norræna áætlun um
háhraðalestir.
Í byrjun nóvember hittust nor-
rænir ráðherrar samgöngumála á
óformlegum fundi. Það er von Norð-
urlandaráðs að ráðherrarnir vilji
taka þátt í hinu norræna samstarfi
með formlegri hætti. Við skulum
saman efla þann samkeppniskraft
sem býr í norrænu samstarfi. n
Nýjar áskoranir kalla
á nýjar lausnir
Ef við Íslendingar ætlum að ná
loftslagsmarkmiðum okkar er
algerlega nauðsynlegt að f lýta
orkuskiptum eins og kostur er.
En þótt við framleiðum mikið af
grænni orku þá þurfum við að
gera enn betur. Við f lytjum enn
inn olíu fyrir 100 milljarða króna
á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga
að ganga eftir þurfum við að herða
okkur í virkjun vindorku, jarðhita
og fallvatna – að sjálfsögðu með
almenn umhverfissjónarmið að
leiðarljósi.
Meiri græna orku
Orkuskiptin ein og sér kalla á 80%
meiri framleiðslu grænnar orku.
Verkin verða að tala. Innlendir
umhverfisvænir orkugjafar eru á
allan hátt betri fyrir umhverfið og
efnahaginn, enda virðist samstaða
meðal þjóðarinnar um að framtíð
Íslands sé best borgið með áherslu
á sjálf bærni, græna atvinnuupp-
byggingu og nýsköpun. Fy rir
liggur að fjöldi tækifæra er til að
skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi.
Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og
nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið
hafa upp á síðustu árum treysta á
græna orku. En til þess að þau megi
dafna þarf að virkja orkuna.
Umhverfisvæn
atvinnuuppbygging
Hreinleiki Íslands og græn orka
á samkeppnishæfu verði, veita
okkur mikið forskot í alþjóðlegri
samkeppni og tækifæri til að auka
enn verðmætasköpun og bæta lífs-
kjör. Spurning er ekki hvort, heldur
hvenær, allar samgöngur á Íslandi
verða umhverfisvænar. Grænni
tækni í samgöngum f leygir fram
um allan heim. Við höfum séð
byltingu í framboði á grænum val-
kostum þegar kemur að bifreiðum.
Áður en við vitum af verður stór
hluti nýrra skipa og f lugvéla gerður
fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá
verðum við að vera tilbúin með
grænu orkuna.
Orka og sjálfstæði þjóðarinnar
Ef við ætlum að ná markmiðum
okkar um græna framtíð og kol-
efnishlutleysi verðum við að herða
okkur í framleiðslu umhverfis-
vænnar orku. Það liggur ljóst fyrir.
En það eru ekki bara umhverfis-
sjónarmiðin sem knýja á um að
við beislum meira af grænni orku.
Nýleg þróun alþjóðamála hefur
sýnt okkur svart á hvítu að það er
skynsamlegt að stefna á orkusjálf-
stæði Íslands eins hratt og auðið er.
Til þess að svo megi verða þurfum
við nánast að tvöfalda innlenda
orkuframleiðslu á næstu árum. n
Orkusjálfstæði Íslands
Einelti tekið á sálfræðinni
Anders Eriksson
formaður norrænu hagvaxtar- og
þróunarnefndarinnar
Stein Erik Lauvås
varaformaður norrænu hagvaxtar- og
þróunarnefndarinnar
Kristina Háfoss
framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs
Sóley Dröfn
Davíðsdóttir
yfirsálfræðingur
við Kvíðameð-
ferðarstöðina
Svavar
Halldórsson
stjórnmála- og
stjórnsýslu-
fræðingur
16 Skoðun 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ