Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 17

Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2022 Blandar saman litríkum mynstrum svo jaðrar við siðrof Sólrún Hedda Benedikz söngkona leyfir sér fullkomlega ábyrgðarlaust flakk um tísku- söguna og tekst alltaf að vera skemmtilega klædd, sama hvert tilefnið er. Hún hefur mikið dálæti á finnskum fötum og hönnuðum og reynir að kaupa notuð föt og gömul vintage efni sem hún saumar úr þegar færi gefst. 2 Sólrúnu finnst gaman að blanda saman ólíkum mynstrum og litum. Ananasskyrtan er úr Uff Second Hand í Helsinki, buxurnar úr Curvy, fjólubláa úlpan úr Uff Second Hand í Turku og fölbleiku skórnir frá Vamsko í Tampere. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hér er verið að skrá heimsmet í hæð sandkastala. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Sérstakur heimsmetadagur Guinn­ ess heimsmetabókarinnar er í dag. Dagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2004 en þá var hann í fyrsta sinn til að fagna því að Heims­ metabók Guinness varð mest selda bók allra tíma sem enn var bundin höfundarrétti. Á heimsmetadeg­ inum hefur fólk verið hvatt til að setja alls kyns óvenjuleg heimsmet. Heimsmetin sem hafa verið slegin þennan dag hafa verið allt frá breik­ dansi til stórfenglegs heljarstökks aftur á bak. Ótrúleg met slegin Marokkóbúinn Ayoub Touabe sló met á heimsmetadeginum með því að fara í handahlaup aftur á bak á einum fæti. Honum tókst að klára 12 slík handahlaup á 30 sekúndum. Zhang Shuang frá Kína nýtti hæfileika sína til að standa lengi á höndum, til að slá heims­ met á heimsmetadeginum. Hann var 70 kíló þegar hann dró 1,35 tonna bíl 50 metra á 1 mínútu og 13,27 sekúndum, Hann dró bílinn gangandi á höndum. Venesúela­ búinn Laura Biondo hefur einnig slegið heimsmet á heimsmetadegi Guinness og ekki bara eitt heldur tvö. Hún gerði flestar æfingar sitjandi þar sem hún hélt fótbolta á lofti í 30 sekúndur og svo sló hún einnig met í að gera standandi æfingar með fótbolta þar sem hún hélt honum á lofti og lét fótleggina hringsnúast utan um boltann á meðan. Það verða örugglega fleiri ótrúleg heimsmet sett í dag. n Heimsmetadagur Guinness HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.