Fréttablaðið - 10.11.2022, Page 20

Fréttablaðið - 10.11.2022, Page 20
Félag tískuhönnuða í Bandaríkjunum, CFDA, hélt sína árlegu verðlaunahátíð á mánudagskvöldið í New York. Þangað mætti margt þekktra andlita og má með sanni segja að klæðaburður- inn hafi verið óvenju frumlegur. elin@frettabladid.is Félagið heitir The Council of Fashion Designers of America og hefur verið starfandi frá árinu 1962. Á hátíðina mætir tískuelítan og á gestalista eru stór- stjörnur og áhrifavaldar. Núna voru Kardashian-systur áberandi og ekki síður söngvar- inn Lenny Kravitz en hann vann titilinn tískufyrirmynd ársins en undanfarið hafa stórstjörnur á borð við Jennifer Lopez fengið þann titil. Lenny sem er 58 ára gamall rokkari viðurkennir að hafa oft gert mistök í klæðavali. „Ég hef lært að vera ég sjálfur,“ sagði hann og blaðið USA Today hefur eftir honum. Það var leikarinn Bradley Cooper sem afhenti verðlaunin. CFDA leiðir saman helstu hönnuði í Bandaríkjunum auk þess að halda verðlaunahátíð þar sem skapandi hæfileikar í faginu fá viðurkenningu. Þá hafa verið veittir námsstyrkir til þeirra sem skara fram úr í greininni. Í stjórn félagsins eru flestir þekktustu tískuhönnuðir Bandaríkjanna og má þar meðal annarra nefna Veru Wang, Michael Kors, Ralph Lauren, Tommy Hilfiger, Marc Jacobs, Donnu Karan og Calvin Klein. Á hátíðinni mátti sjá söngkon- una Cher sem er 76 ára og hefur nýlega opinberað samband sitt við Alexander Edwards tónlistarstjóra sem er 36 ára. Fjörutíu ára aldurs- munur hefur vakið mikla athygli á Instagram. Cher hefur sagt að aldur skipti ekki máli. „Við erum hamingjusöm og það varðar engan um samband okkar.“ Á hátíðinni var Virgil Abloh minnst en hann lést á síðasta ári. Hann var listrænn stjórnandi Louis Vuitton. Anna Wintour, aðalritstjóri Vogue, sagði við þetta tækifæri að missirinn væri þungur í hjörtum margra. Virgil var áhrifamikill í tísku- heiminum og ruddi brautina á mörgum sviðum tískuiðnaðar. n Tískugoðið Lenny Kravitz sló í gegn Lenny Kravitz var útnefndur tísku- fyrirmynd ársins á CFDA-verðlauna- hátíðinni 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Ofurfyrr- isætan Gigi Hadid var frekar frjálsleg í klæðavali á hátíðinni. Hin 76 ára söng- díva Cher var pínu rokkuð í útliti. Hún hefur nýlega opin- berað samband sitt við 40 ára yngri mann. Julia Fox fyrir- sæta, leikkona og fatahönnuður er ekkert smeyk við að sýna líkamann. Khloe Kar- dashian mætti í kjól frá LaQuan Smith á hátíðina og studdi þar systur sína, Kim, sem fékk ný- sköpunarverð- laun. Kylie Jenner er sem kunnugt er hálfsystir Kardashian- systra. Kylie með næst- flesta fylgjendur af öllum á Instagram. Hágæða bætiefni með einstakri virkni og góðri upptöku á næringarefnum. Tími fyrir góðar venjur K AV IT A www.goodroutine.is GOOD ROUTINE afsláttur 11.11 20% “singles” Í vefverslun með kóðanum: 4 kynningarblað A L LT 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.