Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 24
Ég mundi segja að
mesta stressið
snúist um að reyna að ná
vörunum áður en allt
verður uppselt.
Ragga Holm og Elma Val-
gerður eru duglegar að
nýta sér spennandi tilboð á
Singles’ Day. Þær undirbúa
sig vel og eru tilbúnar á mið-
nætti þegar veislan hefst.
starri@frettabladid.is
Reykja vík ur dótt ir in og plötu-
snúðurinn Ragga Holm og kærasta
hennar, Elma Valgerður, byrjuðu að
nýta sér tilboð á Singles’ Day árið
2019 og hafa varla stoppað síðan.
„Um leið og við fréttum af síðunni
1111.is byrjuðum við að nýta okkur
alls kyns góð tilboð,“ segir Ragga.
„Við vorum búnar að ákveða hvað
ætti að kaupa og af hvaða síðum
svo allt myndi ganga smurt fyrir
sig.“
Fyrstu kaupin voru jólagjafir
handa fjölskyldumeðlimum, segir
Elma. „Ef við munum rétt þá
keyptum við iittala-glös og skálar
handa systkinum og frændfólki
okkar. Það er ótrúlega þægilegt að
nýta sér þessi tilboð á netinu og
sleppa við traffíkina í búðum yfir
hátíðirnar, sleppa við raðir og finna
bílastæði og allt þetta vesen.“
Skiptast á óskalistum
Þær hafa undirbúið sig undanfarna
daga svo allt verði klárt þegar stóri
dagurinn rennur upp. „Við erum
mjög spenntar en það er eitthvað
svo fullkomið við það að byrja
snemma að kaupa inn jólagjafir svo
við séum ekki á síðasta snúningi á
Þorláksmessu að redda jólagjöfum
eins og hefur komið fyrir kannski
einu sinni eða tvisvar á undan-
förnum árum,“ segir Ragga.
Fyrir þessi jól segjast þær helst
vera að skoða úrvalið hjá verslun-
um á borð við Líf og list og öðrum
sambærilegum fagurkeraversl-
unum. „Við vitum af fleirum í fjöl-
skyldum okkar sem nýta sér þessi
góðu tilboð þannig að það kemur
alveg fyrir að við séum að senda
óskalista á milli um jólagjafir.“
Verða tilbúnar á miðnætti
En þótt Singles’ Day bjóði upp á
mikil þægindi og góð verð myndast
iðurlega smá stress enda mikið
í húfi. „Ég mundi segja að mesta
stressið snúist um að reyna að ná
vörunum áður en allt verður upp-
selt,“ segir Elma. „Undanfarin ár
hefur þetta verið svolítið þannig að
ég sé um kaupin á netinu og Ragga
er svo daginn eftir á þeytingi um
bæinn að sækja vörur hingað og
þangað. Svo eru auðvitað nokkur
frábær fyrirtæki sem senda vör-
urnar heim beint að dyrum.“
Þær verða því tilbúnar báðar
tvær á miðnætti þegar veislan
byrjar, bætir Ragga við. „Við
verðum báðar límdar við skjáinn
og byrjum á slaginu. Ef við náum
ekki að klára alla pakkana þá
fylgjumst við grannt með Black
Friday og Cyber Monday sem eru
síðar í þessum mánuði.“ n
Fullkomið að byrja snemma á jólagjafakaupum
Ragga Holm og Elma Valgerður eru duglegar að nýta sér tilboðin á Singles’ Day.
MYND/AÐSEND
Hægt er að gera frábær kaup á Singles’ Day. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Snyrtivöruverslunin Nola
selur mikið úrval af snyrti-
vörum sem ekki hafa verið
prófaðar á dýrum. Verslunin
hefur fengið verðlaun fyrir
að vera besta netverslunin
með snyrtivörur á Norður-
löndunum.
Nola selur mikið af dekurvörum
og hafa Gua Sha-steinar og -rúllur
verið sérlega vinsæl og voru mest
seldu vörur verslunarinnar í fyrra.
„Það eru stelpur allt niður í tólf
ára að koma og kaupa steinana hjá
okkur. En þeir eru alveg skaðlausir
og henta fyrir allan aldur,“ segir
Karin Kristjana Hindborg, eigandi
Nola.
„Við skildum ekki af hverju
svona ungar stelpur voru að koma
og kaupa steinana. Við vissum
ekki hvar þær höfðu séð þá. En
það kom í ljós að það var á TikTok.
Þegar mömmurnar komu og voru
að kaupa þá í jólagjöf fyrir dóttur
sína í fyrra fóru þær að spyrja um
steinana og vildu þá fá stein fyrir
sig líka. Steinarnir eru mismun-
andi, þetta eru kristallar en sumir
eru úr rósakvars [e. rose quartz],
aðrir úr ameþyst og aðrir eru úr
lapis. En steinarnir gefa frá sér mis-
munandi orku.“
Karin segir að vegna vinsælda
steinanna hafi þau hjá Nola búið
til kennslumyndband til að fræða
fólk um steinana og kenna því að
nota þá. Hægt er að finna mynd-
bandið með því að skanna með-
fylgjandi QR-kóða.
Tími fyrir dekur
„Okkur finnst mikilvægt að fólk
gefi sér tíma til að dekra við sig.
Hraðinn í þjóðfélaginu er svo
ótrúlega mikill að stundum er gott
að stoppa og spyrja sig: Númer
hvað er ég í goggunarröðinni? Við
viljum oft gleyma okkur sjálfum
og setja okkur í síðasta sæti. Gua
Sha-steinarnir eru einfalt og ódýrt
tól til að gefa sjálfum sér dekur-
tíma. Að nota steinana er góð leið
til nudda á sér andlitið, þannig fær
maður fyrirhafnarlausa og ódýra
andlitslyftingu. Þetta er aldagömul
kínversk nuddaðferð en hefur á
undanförnum árum komið sterkt
inn í snyrtivöruheiminn,“ segir
Karin.
„Nudd með steinunum virkjar
sogæðakerfið, kemur súrefni út í
blóðið og mýkir bandvef. Það er
mikill ávinningur af því að nota
steinana þeir geta minnkað bólgur
og bjúg í andliti, öxlum, herðum
og baki.“
Karin segir að steinarnir séu
viðkvæmir og að þær hafi því
látið framleiða fyrir sig óbrjótan-
lega Gua Sha úr ryðfríu stáli. „Þeir
brotna ekki og eru alltaf kaldir. Það
er gott ráð að taka þá með sér í bað
eða heitan pott og nudda auma
vöðva og mýkja bandvefinn með
honum.“
Skaðlausar vörur
Allar vörurnar í Nola eru fram-
leiddar án þess að skaða dýr, en
Karin segir að verslunin sé orðin
ein stærsta snyrtivöruverslunin á
Norðurlöndunum sem framleiðir
vörur án tilrauna á dýrum.
„Við fengum verðlaun í vor frá
Lux Life magazine fyrir að vera
besta vefverslunin sem selur snyrti-
vörur, á Norðurlöndunum. Við
seljum allar tegundir af snyrti-
vörum, fyrir andlit og líkama, förð-
unarvörur, þvottaefni, hárvörur og
alls konar fylgihluti,“ segir hún.
„Við skiljum að þetta geti verið
algjör frumskógur fyrir marga,
úrvalið er það mikið. Þess vegna
viljum við endilega fá fólk til
okkar svo við getum frætt það og
aðstoðað það við að velja réttu
vörurnar.“
Á Singles’ Day verður 20–40%
afsláttur af öllum vörum í netversl-
uninni allan sólarhringinn. Karin
segir að dagurinn sé einn af stærstu
dögum ársins hjá þeim, enda sé
mjög sjaldan afsláttur í búðinni.
„Mig langar líka að bæta við að
jóladagtalið okkar er komið í sölu,
en við vorum eitt af fyrstu fyrir-
tækjunum á Íslandi sem gerðum
okkar eigið jóladagatal. Dagatalið
er eina varan sem er ekki á afslætti
á morgun en í því eru ársbirgðir
af snyrtivörum í einum kassa á
góðu verði. Það má kaupa það sem
dagatal en það er líka vinsælt sem
jólagjöf.“ n
Valin besta vefverslunin með snyrtivörur
Karin Kristjana Hindborg, eigandi Nola, segir Singles’ Day vera einn stærsta dag ársins í versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hjá Nola fást fjölbreyttir Gua Sha-
steinar en þeir eru mjög vinsælir.
Við viljum oft
gleyma okkur
sjálfum og setja okkur í
síðasta sæti. Gua Sha-
steinarnir eru einfalt og
ódýrt tól til að gefa sér
sjálfum dekurtíma.
4 kynningarblað 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURSINGLES’ DAY