Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 34

Fréttablaðið - 10.11.2022, Side 34
Vandamál Portúgal er kannski Cristiano Ronaldo. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur 10 HM KARLA Í FÓTBOLTA DAGAR Í Mánaðar knattspyrnuveisla fer af stað í Katar eftir aðeins tíu daga þegar Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu fer af stað. Mótið er í fyrsta sinn haldið að vetri til en vegna veðurfars í Katar reyndist ógjörningur að spila mótið að sumri til. Í H-riðli eru þrjár sterkar þjóðir og Suður-Kórea er svo til alls líkleg. hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Ætla má að hinn 37 ára gamli Cristiano Ronaldo sé á leið inn á sitt síðasta Heimsmeistara- mót. Hann kemur kaldur inn í mótið eftir erfiða tíma hjá Manc- hester United en vonast til að ná f lugi. Portúgal er með gríðarlega vel mannað lið og er til alls líklegt á þessu móti. Fernando Santos, þjálfari Portúgal, hefur lengi verið í starfi en liðið varð Evrópumeistari árið 2016 undir hans stjórn. Nokkur endurnýjun hefur átt sér stað í lið- inu og margir telja að það geti náð alla leið. „Portúgal er með svakalegt lið, mér finnst þeir hafa gleymst í umræðunni fyrir mót. Vanda- mál Portúgal er kannski Cristiano Ronaldo, hann er ekki að spila eins mikið og hann er vanur og er ekki ánægður. Það var pirr- ingur með hann í Portúgal í síðasta glugga, þar er byrjað að tala um sömu hluti hjá United. Að hann sé ekki að hlaupa nóg og sinna varn- arvinnu. Það er það sem ég hef mestar áhyggjur af hjá þeim, ef hann mætir með bros á vör og nær saman við liðsfélaga sína þá verða þeir öflugir,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur Fréttablaðsins um Heimsmeistaramótið í Katar. Hrafnkell minnist á að Bern- ardo Silva og Bruno Fernandes séu svo stjörnur liðsins í dag. „Þeir eru mjög öflugir til baka, Ruben Diaz stjórnar hlutunum þar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig bakvarðarstöðurnar verða, Fernando Santos, þjálfari liðsins, gæti farið sömu leið og Guardiola og sett Joao Cancelo í vinstri bakvörðinn og Diogo Dalot í hægri bakvörðinn. Dalot hefur verið gjörsamlega frábær hjá United í ár. Þarna er svo auð- vitað Nuno Mendes hjá PSG en ég er ekki viss um að Santos treysti honum alveg.“ Bruno Fernandes virðist ekki blómstra þegar Ronaldo er á vell- inum, það hefur sést hjá United Síðasti dans Ronaldo á stærsta sviðinu Heimsmeistaramótið 2022: H-riðill Innbyrðis viðureignir 24. nóv. 28. nóv. 28. nóv. 24. nóv. 2. des. 2. des. Leikjadagskrá Heimild: FIFA Mynd: Getty © GRAPHIC NEWS Leikmaður til að fylgjast með: Son Heung-min KÓR 001 404 611 001 111 100 Gana Úrúgvæ Suður-Kórea Portúgal Suður-Kórea Úrúgvæ TapJafnt.Sigur og með Portúgal. „Bruno hættir að taka skotin sín og verður allur stífari þegar Ronaldo er með. Hann fer að leita að Ronaldo og fer meira í öryggið. Bruno er hann sjálfur þegar Ronaldo er ekki á svæðinu. Svo er bara spurning með miðjumenn- ina en hann hefur mest viljað nota William Carvalho og Ruben Neves. Þetta er hrikalega spennandi lið.“ Partí gæti orðið hjá Partey Það snýst allt um Thomas Partey hjá Ghana en þessi miðjumaður Arsenal er skærasta stjarna liðsins. Mohammed Kudus miðjumaður Ajax er svo með honum en hann gæti sprungið út á þessu móti. „Við höfum séð Kudus gjörsamlega frá- bæran með Ajax og það verður gaman að sjá hann á þessu stærsta sviði fótboltans. Ghana hefur verið að sækja í leikmenn sem hafa tengingu v ið landið og þar má nefna Tareq L a m p t e y b a k v ö r ð Brighton. Þó áhugafólk um enska boltann hafi ekki mikið álit á Daniel Amar- tey, varnarmanni Leicester, þá er hann öf lugur þarna. Þetta snýst svo auðvitað allt um Thomas Par- tey sem er andlit liðsins. Við sáum hann á Laugardalsvelli árið 2018 og hann stjórnar bara umferðinni. Kamaldeen Sulemana er svo spennandi leik- maður sem kom upp í gegn hjá Nordsjæl land og hefur gert vel í Frakk- landi,“ segir Hrafnkell. Gamlir og góðir Gömlu karlarnir frá Úrúgvæ eru mættir á stóra sviðið en liðið er með mikla reynslu, stjörnur liðsins eru í fremstu víglínu en um er að ræða Luis Suarez og Edinson Cav- ani. Nýjar hetjur eru svo að taka við en Darwin Núñez, framherji Liverpool, og Federico Valverde, miðjumaður Real Madrid, eru að fá kef lið. „Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann nær að blanda þess- um gömlu körlum og ungu mönn- unum saman. Fær Darwin Nunez traustið eða fer hann í öryggið og byrjar með Luis Suarez og Cavani? Þeir eru algjörir kóngar þarna í heimalandinu. Það verður fróðlegt að sjá hlut- verk Valverede, hann er einn heit- asti leikmaður Evrópu. Hann hefur verið frábær á hægri kantinum þar en það bendir allt til þess að hann verði á miðjunni þarna í stóru hlut- verki. Lið Úrúgvæ er alltaf eins, þeir berjast eins og brjálæðingar og eru skipulagðir varnarlega. Þeir eru svo beittir fram á við, það verður ekk- ert nýtt þarna,“ segir Hrafnkell. Máta sig við Ísland Í Suður-Kóreu er Son Heung-min maðurinn sem allt snýst um, þessi framherji Tottenham hefur hins vegar verið meiddur. Vonir standa til að Son nái heilsu fyrir mótið og verði klár í slaginn. Verði hann fjarverandi verður lítið að frétta hjá liðinu. Liðið hefur hafið undir- búning fyrir mótið og mætir Íslandi í æfingaleik á morgun. „Það snýst allt um Son, hann dregur þetta lið áfram. Þessi lið frá Asíu eru ólseig, það eru f leiri leikmenn sem geta hjálpað Son. Kim Min-jae hjá Napoli hefur vakið athygli og er sterkur varnarmaður. Þetta er skemmti- legur riðill, minni liðin gætu strítt Portúgal og Úrúgvæ. Í þessum riðli erum við með lið frá fjórum heimsálfum, þetta gætu orðið mjög skemmtilegir leikir,“ segir Hrafn- kell. n Ronaldo er ekki alltaf í sínu besta skapi þegar á móti blæs. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Heimir fékk ótrúlegar móttökur í Krikanum í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson var í fyrrakvöld ráðinn þjálfari FH í Bestu deild karla. Heimir er fjórði þjálfari FH-liðsins á árinu 2022. Ólafur Jóhannesson byrjaði árið með FH en þegar lítið var búið af Íslands- mótinu ákvað FH að reka hann úr starfi. Eiður Smári Guðjohnsen tók við starfinu en í byrjun október steig hann til hliðar vegna persónulegra mála. Sigurvin Ólafsson tók þá við starfinu í stuttan tíma. Heimir er nú mættur aftur til FH eftir að hafa verið rekinn 2017 úr þessu sama starfi. Sigurvin verður aðstoðarmaður hans. Frá því að Heimi var vikið úr starf- inu hefur FH sex sinnum skipt um þjálfara. „Það hefur verið allt of mikil rótering á hlutunum, það þarf að koma með festu inn í hópinn og stöðugleika. Finna þessi gömlu góðu gildi sem FH hefur staðið fyrir frá byrjun þessarar aldar. Það er það sem þarf að gera líka,“ segir Heimir um málið. n Tíð þjálfaraskipti eftir að Heimir fór Þjálfarar FH: 2018–2020 Ólafur Kristjánsson 2020 Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson 2021 Logi Ólafsson 2021–2022 Ólafur Jóhannesson 2022 Eiður Smári Guðjohnsen Sigurvin Ólafsson Heimir Guðjónsson Frá því að Heimi var vikið úr starfinu hefur FH sex sinnum skipt um þjálfara. 18 Íþróttir 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.