Fréttablaðið - 10.11.2022, Qupperneq 40
Þetta er svona kosm-
ískur fiðluheimur, ef
svo má segja, fiðlulaga
vídd.
Pétur Eggertsson
BÆKUR
Ofurvættir
Höfundur: Ólafur Gunnar
Guðlaugsson
Fjöldi síðna: 355
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Brynhildur Björnsdóttir
Bókin Ofurvættir er önnur í þriggja
bóka f lokki Ólafs Gunnars Guð-
laugssonar Síðasti seiðskrattinn en
fyrri bókin Ljósberi hlaut Íslensku
barnabókaverðlaunin í fyrra. Hér
höldum við áfram að fylgja eftir
unglingunum Hildi, Theódóru,
Baldri og Bjarna sem í síðustu
bók urðu ýmissa ofurkrafta sinna
áskynja og þurftu auk þess að
horfast í augu við þá staðreynd í
bókarlok að heimurinn er í hættu
og ekki bara okkar heimur heldur
allir heimar. Og það er undir þeim og
hæfileikum þeirra komið að bjarga
honum. Sagan er sem fyrr sögð í
fyrstu persónu frá sjónarhóli þeirra
hvers um sig og þannig flakkar les-
andinn um bæði sögusvið og hugar-
heima eftir því hvar sjónarhornið er.
Í fyrstu bókinni var áherslan á
Ísland, forna trú og hjátrú, hauga
og drauga en í þessari bók er farið
lengra á lendur annars konar fant-
asíu sem á minna skylt
við þjóðsagnaarfinn,
fleiri heimar kannaðir
og ferðast á milli þeirra
auk þess sem unnið er
með minnið um guð-
ina sem ofmetnast og
falla með skelfilegum
a f leiði ng u m f y r i r
mannkyn allt.
Flókinn söguþráður
S ö g u p e r s ó n u r n a r
eru komnar dýpra
inn á lendur furðu-
sögunnar og hvers-
dagsleikinn sem kom
á svo skemmtilegan hátt inn í fyrri
bókina er ekki eins áþreifanlegur,
tengingin við okkar heim minni.
Bókin hnikar sér því milli greina
innan furðusagnaflokksins, frá því
að vera úrvinnsla úr þjóð- og goð-
sagnaarfinum og yfir í heimasköpun
þar sem tengingin við okkar heim er
nánast aukaatriði.
Slík heimasköpun krefst mikillar
hugmyndavinnu og í bókinni er
stöðugt verið að kynna nýjar hug-
myndir, persónur og sögusvið til
sögunnar svo stundum
getur orðið ruglings-
legt að fylgja því eftir
auk dulspekipælinga
um eðli alheimsins
sem eru áhugaverðar
en flækjast aðeins fyrir
sög uþr æðinu m. En
þetta er alvanalegt með
miðjubækur í þríleikj-
um, þær þjóna í raun
því hlutverki að vera brú
milli upphafs og endis,
persónur þróast en ná
engum lausnum strax
og söguþráður flækist til
þess að hægt sé að leysa
hann farsællega í lokabókinni.
Heldur lesanda við efnið
Þessi hluti þríleiksins minnir á
köf lum á seinni bækurnar í þrí-
leik Philips Pullman um myrku
öflin (His Dark Materials), einkum
þó þegar kemur að flakkinu milli
heima og pælinga. Hugmyndin um
guðina sem eins konar ofurvætti
sem bera í sér alla möguleika og
breyskleika er skemmtilega útfærð
en síendurteknar upplifanir krakk-
anna á heildarskipulagi alheimsins
gegnum þriðju augun verða aðeins
tilbreytingarlausar til lengdar.
Bókin heldur samt lesandanum
við efnið enda búið að byggja vel
undir tengingar við persónurnar og
framvinduna í fyrstu bókinni. Per-
sónusköpun krakkanna er þó flat-
ari hér enda verða þau í raun tákn-
myndir sinna einstöku krafta frekar
en unglingar af holdi og blóði og það
er mikilvægt, ef ekki nauðsynlegt, að
hafa lesið Ljósbera til að fá samhengi
við persónur og framvindu.
Ofurvættir ætti að gleðja unn-
endur góðra fantasíubóka og þau
sem hrifust af Ljósberanum verða
ekki fyrir vonbrigðum með þetta
framhald. Það á þó eftir að hnýta
marga hnúta sem væntanlega gerist
ekki fyrr en að ári. n
NIÐURSTAÐA: Ágætis framhald
af Ljósberanum en framvindan
geldur aðeins fyrir hugmynda-
vinnu og heimssköpun.
Dulspekilegir hliðarheimar
n Listin sem
breytti lífi mínu
Gabríel
Benjamin
fyrrverandi
blaða- og verka-
lýðsmaður,
segir lesendum
Fréttablaðsins
frá listinni sem
breytti lífi hans.
„Ég hef verið
um 21 árs þegar að ég sá kvik-
myndina Children of Men eftir
Alfonso Cuarón, en hún er byggð
á samnefndri bók í heimi þar sem
börn hafa ekki fæðst í um tvo ára-
tugi. Auk ótrúlegrar kvikmynda-
töku tæklar hún mörg málefni
sem standa mér mjög nærri, eins
og uppgang fasisma í skugga
hræðslu og óvissu, og virði lífsins
og lista við endalok mannkynsins.
En það sem hafði mest áhrif var
hvernig myndin fjallaði um flótta-
fólk.
Útsendarar sterkra og alráða
stjórnvalda Bretlands elta uppi
og handsama flóttafólk. Ítrekað
dvelur linsa kvikmyndarinnar við
flóttafólk sem er rýmt úr húsa-
skjóli sínu, fangelsað í búrum og
misþyrmt af hervæddri lögreglu.
Í fyrstu fannst mér þetta vera
áhrifamikill vísindaskáldskapur,
en í ítarefni myndarinnar var
sýnt hvernig hervædd lögregla
misþyrmdi umsækjendum um
alþjóðlega vernd í Grikklandi og
sendi jarðýtur til að jafnaði flótta-
mannabúðir við jörðu. Þessi kvik-
mynd opnaði augu mín og ég hef
haldið þeim opnum síðan þá.
Skömmu síðar fór ég með Hauki
heitnum Hilmarssyni á FIT Hostel
þar sem íslenska ríkið lét flótta-
fólk grotna niður. Síðar meir sem
blaðamaður var ég óhræddur við
að nota dagskrárvald mitt til að
vekja athygli á óréttlæti í þessum
málaflokki, eins og í tilviki Tony
Omos og Evelyn Glory Joseph í
lekamálinu, og Chaplas Menka
sem var stunginn með eggvopni
af lögreglunni.
Frá útgáfu kvikmyndarinnar
höfum við séð bandarísk yfirvöld
aðskilja fjölskyldur og fangelsa
börn í búrum, og séð hérlenda
mannvonsku aukast er stjórn-
völd handsama flóttafólk á leið
í skóla nokkrum dögum áður
en mál þeirra er tekið fyrir af
dómstólum. Í Children of Men er
búið að normalísera ofbeldi gegn
flóttafólki. Það er hversdagslegt.
Að mótmæla því í raunheimi er
að berjast fyrir betri heimi en Alf-
onso Cuarón varaði okkur við.“ n
Í Children of Men er
búið að normalísera
ofbeldi gegn flótta-
fólki. Það er hversdags-
legt. Að mótmæla því í
raunheimi er að berjast
fyrir betri heimi en
Alfonso Cuarón varaði
okkur við.
Pétur Eggertsson og Gígja
Jónsdóttir bjóða áhorfendum
inn í fiðlulaga klúbbaveröld
á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins. Þau mynda teknófiðlu-
dúóið Geigen og unnu verkið
Geigengeist í samstarfi við
Íslenska dansflokkinn.
tsh@frettabladid.is
Fyrsta frumsýning Íslenska dans-
flokksins starfsárið 2022–2023 er
verkið Geigengeist eftir teknó fiðlu-
dúóið Geigen næsta föstudag. Geigen
samanstendur af tónskáldinu Pétri
Eggertssyni og danshöfundinum og
listakonunni Gígju Jónsdóttur. Frá
árinu 2018 hafa þau unnið saman að
því að útvíkka veröld fiðlunnar með
ýmsum gjörningum.
Gígja: „Við erum svolítið að
stækka okkar heim með þessu
verki og erum komin með átta fleiri
Geigen-verur inn í heiminn okkar
sem eru dansarar frá Íslenska dans-
flokknum. Þannig fáum við líkam-
leikann í gegn enn betur, við höfum
svolítið verið að fókusa á tónlistina
áður. Auðvitað er performansinn
alltaf sterkur en núna er líkaminn
að koma betur fram.“
Samruni fiðlu og raftónlistar
Að sögn Gígju er hugmyndafræði
og fagurfræði fiðlunnar í forgrunni
verksins sem rennur svo saman við
heim teknótónlistar og klúbba-
menningar.
Gígja: „Geigen-heimurinn er svo-
lítið samruni fiðlunnar og teknó-
raftónlistar, þannig að við erum líka
að skoða teknódansa.“
Pétur bætir því við að í Geigen-
geist megi einnig finna fagurfræði
barokk-listastefnunnar og vísinda-
skáldskapar. Spurður um hvort jafn
ólíkar tónlistarstefnur og teknó og
barokk eigi samleið segir hann:
Pétur: „Já, þær eiga klárlega sam-
leið og það er bara kominn tími til
að fiðlan fái aðeins að njóta sín í
öðru umhverfi. Hún er búin að vera
svolítið föst í einhverri staðalímynd
og klassískri birtingarmynd. Okkar
markmið með Geigen er að brjóta
algjörlega þessar staðalímyndir og
leyfa fiðlunni að njóta sín í nýju
umhverfi.“
Fiðlulaga vídd
Geigen er þýska orðið yfir fiðlur en
Pétur og Gígja stofnuðu Geigen-
dúóið í San Francisco haustið 2018,
þegar þau voru bæði í námi þar úti.
Spurð um hvað einkenni Geigen-
heiminn segja þau:
Pétur: „Þetta er svona kosmískur
fiðluheimur, ef svo má segja, fiðlu-
laga vídd.“
Gígja: „Við erum að nýta okkur
sögu og hefð fiðlunnar og setja hana
í samhengi við framtíðina. Þátttaka
hefur alltaf verið okkur mikilvæg.
Það eru engir stólar í rýminu, áhorf-
endur koma inn og við erum að búa
til einhvers konar klúbbaheim.“
Þau segja eitt markmið Geigen-
verkefnisins vera að blanda saman
ólíkum listgreinum en Gígja er með
menntun í samtímadansi frá Lista-
háskóla Íslands og Pétur lærði tón-
smíðar við sama skóla.
Gígja: „Þegar við vorum að byrja
þetta verkefni Geigen fyrir 4-5 árum
síðan, þá vorum við bæði í námi
úti í Bay Area í Kaliforníu, ég var í
myndlist og Pétur í tónlist. Við fött-
uðum að við spilum bæði á fiðlur og
ákváðum að leika okkur smá með
það. Svo vorum við bæði með þenn-
an áhuga á teknótónlist og langaði
að blanda því saman.“
Hafði aldrei snert fiðlu áður
Pétur og Gígja koma bæði fram
í verkinu auk átta dansara frá
Íslenska dansflokknum. Þau segja
samstarfið við dansflokkinn hafa
verið bæði þakklátt og lærdómsríkt.
Gígja: „Það er bara æðislegt að
einhvern veginn holdgera þennan
heim enn meira. Við höfum mikið
verið að skoða Geigen-veruna og
hvernig hún ber sig og hreyfir sig. Þá
er mjög áhugavert að skoða hreyfi-
efni út frá fiðlunni sem slíkri.“
Spila dansararnir þá á fiðlur?
Pétur: „Við erum tíu saman á
sviðinu og það eru tveir úr f lokkn-
um sem spila á fiðlu með okkur.
Annar þeirra hafði aldrei snert
fiðlu áður, þannig að við erum bara
búin að vera að þjálfa hann í því. Á
meðan er ég að þjálfast í dansi, ég
hef náttúrlega enga dansmenntun.“
Verkið er unnið í samstarfi við
Sean Patrick O’Brien listamann og
búningahönnuðina Tönju Huld
Levý og Alexíu Rós Gylfadóttur.
Pétur: „Við erum með þessa
dásamlegu búningahönnuði og
sviðsmyndahönnuð sem eru búin
að vera í miklu samstarfi við hvert
annað. Þau búa til algjöra galdra.“
Gígja: „Okkur fannst mjög mikil-
vægt að byrja ferlið á góðu samtali
á milli okkar listrænu aðstandend-
anna, þannig að þetta væri byggt
upp jafnfætis.“
Áhorfendum boðið að vera með
Verkið er þátttökuverk og að sögn
Gígju var markmið þeirra Péturs
frá upphafi að brjóta niður stigveldi
listarinnar og bjóða áhorfendur vel-
komna inn í Geigen-heiminn.
Gígja: „Það var markmiðið að
þeim liði eins og þau eigi heima
hérna með okkur í þessum heimi.
Við erum að byggja verkið upp
þannig að við fáum þau með okkur
í lið í lokin.“
Pétur: „Áhorfendur koma inn
og þeim er frjálst að vera hvar sem
þeim sýnist í rýminu því við tökum
burt alla stóla. En svo má auðvitað
vera passífur ef maður vill það.“
Eruð þið þá að skapa teknóklúbb
á Litla sviði Borgarleikhússins?
Pétur: „Það má segja það, ein-
hvers konar fiðlulaga klúbbaver-
öld.“ n
Kosmískur teknó- og fiðluheimur
Tónskáldið
Pétur Eggerts-
son og dans-
höfundurinn
Gígja Jóns-
dóttir stofnuðu
teknó fiðlu-
dúóið Geigen
í San Francisco
haustið 2018.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
24 Menning 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR