Fréttablaðið - 10.11.2022, Síða 42
Við horfum á Ísland
sem frábært dæmi um
samfélag sem grund-
vallast á jafnrétti.
Slagorðið leikhús fyrir
alla gildir ekki bara um
áhorfendur, að allir séu
velkomnir í leikhúsið.
Heldur alla sem koma
að leikhúsinu.
Sigríður Vala Jóhannsdóttir
Árið 1986 hófst
útflutningur á
drykknum góða til
Bretlands, og var Svali
fyrsti íslenski útflutti
drykkurinn.
ON sviðslistahópurinn frum-
sýnir í kvöld leikverkið Eyja.
Hópurinn samanstendur af
heyrnarlausu og heyrandi
listafólki og setur upp tví-
tyngdar sýningar. Eyja er
fyrsta leiksýning af þessu tagi
sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu.
ninarichter@frettabladid.is
Viðtalið fer fram við stórt borð á
efri hæðum Þjóðleikhússins, með
útsýni yfir Faxaflóann sem fáir hafa
séð. Viðmælendur eru döff sviðs-
listamenn, þau Uldis Ozols, Sigríð-
ur Vala Jóhannsdóttur og Hjördís
Anna Haraldsdóttir. Auk þeirra er
viðstaddur túlkur og síðan eru fleiri
heyrandi leikarar og framleiðendur
sýningarinnar inni í herberginu,
sem koma með viðbætur og athuga-
semdir ofan í orð túlksins. Þetta
viðtal er að einhverju leyti eins og
þátttökuleikhús, með fullt herbergi
áhorfenda.
Blaðamaður gerir klassísk mis-
tök og kveikir á upptökutækinu og
leggur á borðið fyrir framan við-
mælendurna. En viðmælendurnir
tala ekki hljóðmál heldur táknmál.
„Þú þarft ekkert að fara hjá þér,
þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þetta gerist,“ segir lettneski leik-
arinn Uldis Ozols og viðstaddir
hlæja. Uldis hefur haft brennandi
áhuga á leiklist síðan í æsku. „Svo
kom ég loksins inn í þennan hóp,“
segir hann. Uldis lærði ekki leiklist
en fór á námskeið í Tékklandi. „Þar
fór ég í eitt ár á námskeið. En ég hef
alltaf haft þetta svona með mér og í
mér í gegnum tíðina, að leika. Ég hef
líka unnið mikið með börnum í döff
skóla, og verið með leiklistarnám-
skeið. Við höfum haldið sýningar í
Lettlandi en ég er sjálfur fæddur þar
og sótti þar döff skóla.“
Hugmynd kviknaði í pásum
Hvað varðar senuna í Lettlandi
í samanburði við hina íslensku,
svarar Uldis: „Það er ekki hægt
að bera þetta saman. Það er ekki
búið að setja upp neinn vettvang
eða listrænan hóp í Lettlandi. Það
hafa í rauninni bara verið einhver
svona áhugafélög, leiklistardeildir
sem döff hafa getað verið í. Hingað
til hafa ekki verið leiksýningar eða
því um líkt.“
Andlit Sigríðar Völu Jóhanns-
dóttur er kunnuglegt. Hún vakti
athygli fyrir leik í sýningunni Það
sem við gerum í einrúmi sem sýnd
var í Tjarnarbíó í upphafi árs 2019.
Þá hefur hún komið fram í fjöl-
miðlum í tengslum málefni heyrn-
arlausra. „Það eru nokkur ár síðan
ég var í leikriti, en það var Það sem
við gerum í einrúmi. Þá var Adda
Rut túlkur fyrir mig. Við ræddum
þetta alltaf í pásum, að við vildum
gera leiklistarhóp þar sem áhersla
væri lögð á tvítyngi. Svo endaði það
með því að þessi hópur var stofn-
aður. Þetta þróaðist áfram og nú er
niðurstaðan þetta leikrit, Eyja.“
Brjóta niður veggi
Hvað varðar efni leikritsins svarar
Uldis: „Þetta er í rauninni leikrit
sem sýnir tvo heima, döff og svo
hinn heiminn. Getum við sagt eitt-
hvað meira?“ spyr hann og hlær,
smeykur við að spilla sýningunni
fyrir áhorfendum.
Sigríður Vala bætir við: „Við
sýnum tvö mál, íslenskt raddmál og
íslenskt táknmál og hvernig vantar
tengingu á milli þessara heima. Við
sýnum hvernig er hægt að brjóta
niður veggi,“ segir hún.
Þá liggur við að spyrja Sigríði Völu
hvort hún telji umræðu um stöðu
fatlaðra í sviðslistum á Íslandi vera
á réttri leið.
„Sviðslistahópurinn okkar er frá-
bær fyrirmynd fyrir aðra, sem geta
séð á okkar hópi að það geta allir
verið í sviðslistum. Það er hægt að
hafa jaðarhópa í sviðslistum, hvort
sem það eru döff eða aðrir. Eins og
þú sérð erum við döff hérna hluti
af hópnum og öllu ferlinu. Þann-
ig að við fylgjumst með að allt fari
rétt fram og sjónarhorn allra komi
fram. Það eru síðan döff leikarar
sem eru með hlutverk í leikritinu,“
segir hún. „Þessi umræða er búin að
vera svolítið heit síðustu daga, en ég
held að við getum bara lært af þessu.
Leikhúsið, leikhópar, listafólk getur
dregið lærdóm af þessari umræðu.
Hvernig er hægt að gera betur,
hvernig er hægt að gera þetta næst?“
Inngilding frá upphafi verks
Sigríður Vala segir að einnig þurfi að
huga að inngildingu fatlaðra í leik-
verkum frá fyrstu skrefum.
„Ef það er fatlaður leikari í leik-
riti, eða eitthvað slíkt, þá þarf að
huga að því fyrr í ferlinu. Hvernig
birtingarmynd þessa karakters er.
Það þarf að hugsa um sögu þessa
hóps og hafa bakgrunnsþekkingu.
Það þarf að gera þetta snemma
í ferlinu, hoppa inn og ekki gera
þetta á vanhugsaðan hátt,“ segir
Sigríður Vala.
Hjördís Anna Haraldsdóttir er
meðhöfundur verksins. Hún bætir
við að hér sé um að ræða góða
áminningu um að tímarnir séu að
breytast. „Það er vitundarvakning
og verið að hugsa um tilverurétt
fatlaðra í samfélaginu,“ segir hún.
„Við eigum að vera samfélag án
aðgreiningar og þetta var í rauninni
holl og þörf áminning. Að endur-
hugsa þennan hugsanagang, taka
nokkur skref til baka og taka með-
vitaðar ákvarðanir út frá þessari
umræðu sem hefur verið í gangi.“
Sigríður Vala tekur undir það.
„Þjóðleikhúsið er leikhús fyrir alla.
Slagorðið leikhús fyrir alla gildir
ekki bara um áhorfendur, að allir
séu velkomnir í leikhúsið. Heldur
alla sem koma að leikhúsinu.“ n
Tveggja heima
Eyja mætt á fjalir
Þjóðleikhússins
Uldis Ozols, Sigríður Vala Jóhannsdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir eru döff listamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ninarichter@frettabladid.is
„Við horfum á Ísland sem frábært
dæmi um samfélag sem grundvall-
ast á jafnrétti,“ segir Berta Herrero,
stjórnandi og stofnandi European
Leadership Academy, Evrópska leið-
togaskólans, sem er samstarfsverk-
efni Evrópska þjálfunarsjóðsins og
tæknifyrirtækisins Huawei. Berta
er stödd hér á landi í tengslum við
Heimsþing kvenleiðtoga sem fram
fór í Hörpu í vikunni. „Við mynd-
um gjarnan vilja bjóða íslenskum
þátttakendum að vera með, vegna
þess að í skólanum læra nemendur
ekki aðeins af okkur heldur kenna
okkur einnig. Nemendurnir mynda
félagslegt net framtíðarleiðtoga og
þessar konur eru leiðtogar á ýmsum
sviðum atvinnulífsins um gervalla
Evrópu.“
Sem stendur er skólinn ekki
aðgengilegur íslenskum nemend-
um. „Við getum bent á hraðalinn
Womens Innovation Incubator sem
Huawei á Íslandi stendur fyrir. Þar
eru konur studdar til góðra verka.
Þetta er líka lyftistöng og stökk-
pallur inn í atvinnulífið fyrir konur
í tæknigeiranum.“
Leiðtogaskólinn hefur að sögn
Bertu verið Evrópusambandsverk-
efni frá upphafi. „Þannig að þaðan
kemur stuðningurinn frá Evrópska
þjálfunarsjóðnum, European Tra-
ining Fund. Við höfum samt getað
boðið nemendum frá Úkraínu að
taka þátt í skólanum. Sem er frá-
bært.“ n
Segir Ísland
fyrirmynd í
jafnréttismálum
ninarichter@frettabladid.is
Íslenskir sælkerar hafa brugðist af
hörku við fréttum af því að svala-
drykkurinn Svali hætti í framleiðslu
eftir tæp fjörutíu ár. Þúsundir
manna hafa ritað nafn sitt við und-
irskriftasöfnun á síðunni Change.
org þar sem þess er krafist að Svali
haldi áfram í sölu og framleiðslu.
Drykkurinn kom fyrst á markað
árið 1982 og árið 1995 var upp-
skriftinni breytt lítillega þar sem
dregið var úr sykurmagni og safa-
magnið aukið. Drykkurinn inni-
heldur hvorki litarefni né rot-
varnarefni.
Árið 1986 hófst útf lutningur á
drykknum góða til Bretlands, og
var Svali fyrsti íslenski útf lutti
drykkurinn. Árið 1997 f lutti Svali
svo til Noregs og fékk hann nafnið
Kuli.
Coca-Cola á Íslandi greindi frá
því í fyrradag að hætta skyldi fram-
leiðslu á drykknum.
Í fréttatilkynningu frá Coca-Cola
á Íslandi segir að vegna breytinga
á þörfum og smekk neytenda hafi
fyrirtækið ákveðið að hætta fram-
leiðslu.
„Við höfum átt farsæla áratugi í
fylgd Svala en hann er engu að síður
barn síns tíma og við
erum á annarri veg-
ferð í dag. Kröfur neyt-
enda og smekkur fólks
þróast í sífellu og sam-
hliða því þurfum við
að fara yfir árangur
og stöðu vörumerkja
ok k a r reg lu lega ,“
er haft eftir Einari
Snor r a M a g nú s -
syni, forstjóra Coca-
Cola á Íslandi. Þá sé
stefna fyrirtækisins
að beina kröftum
sínu m að þeim
vörumerkjum sem
séu hvað vinsælust.
„Við k veðju m
því Svala að svo
búnu og þökkum
honum samfylgd-
ina,“ segir Einar
Snorri. n
Hin djúpu spor Svala í íslenskri menningarsögu
Berta Herrero er stödd á Íslandi í
tengslum við Heimsþing í Hörpu.
26 Lífið 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR