Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 20
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
En merki-
legustu
sinnaskipti
flokksins
eru í
utanríkis-
málum.
Við lestur
neyðumst
við til að
einbeita
okkur að
orðunum
og sögunni
sem veldur
því að við
slökum á.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Sögur hafa fylgt manninum frá örófi alda.
Ódysseifur og Egill Skallagrímsson. Arnald
ur og Yrsa. Svo virðist hins vegar sem máttur
þeirra sé langtum meiri en talið var.
Skáldskapur var löngum umdeildur. Árið
1797 birtist grein í bresku tímariti undir
fyrir sögninni: „Lestur skáldsagna gerir
konur siðspilltar.“ Ári síðar var fullyrt í
bandarísku blaði að „ekki aðeins eitruðu
skáldsögur hug ungra stúlkna“ heldur gæfu
þær þeim „ranga mynd af lífinu“. Manns
ævi síðar hafði álit á skáldskap lítið breyst.
„Skáldsagnalestur er háskalegur siður,“
ritaði dr. John Harvey Kellogg, skapari
morgunkornsins vinsæla, árið 1882. „Komist
hann upp í vana verður lesandinn jafnháður
honum og áfengi og ópíum.“
Michael Mosley er breskur læknir sem
hefur helgað sig heilbrigðisfræðum. Síðustu
ár hefur Mosley leitað einfaldra leiða til
að auka hreysti. Ef við gerðum aðeins eina
breytingu á lífi okkar, hvað bætti heilsu
okkar mest? Í útvarpsþáttum á BBC og í
nýrri bók leggur Mosley til athafnir sem
sýnt hefur verið fram á vísindalega að skili
sér í betri líkamlegri og andlegri líðan.
Það gerir okkur gott að gera armbeygjur
í morgunsárið, fara í kalda sturtu, raula
stutt lag, dansa í nokkrar mínútur á dag,
fara í göngutúr fyrir morgunmat, hreyfa
okkur stutt en oft, prófa nýja hluti, borða
heimagert súrkál og dökkt súkkulaði, taka
lúr eftir hádegismat og skreyta með stofu
plöntum. Ein heilsubót á lista Mosley vakti
sérstaka eftirtekt.
Samkvæmt rannsóknum er lestur kvíða
stillandi og hann minnkar stress. „Þegar
við erum kvíðin beinist athyglin inn á við,“
hefur Mosley eftir sérfræðingi í tauga
vísindum við Háskólann í York. „Við lestur
neyðumst við til að einbeita okkur að
orðunum og sögunni sem veldur því að við
slökum á.“ Talið er að lestur geti jafnframt
dregið úr þunglyndi og minnkað líkam
legan sársauka. Ný rannsókn, sem gerð var í
Brasilíu meðal alvarlega veikra barna, sýndi
að ef skemmtikraftur læsi fyrir börnin sögu
fyndu þau síður til en ef skemmtikrafturinn
hefði ofan af fyrir þeim með öðrum hætti.
Lífeðlisfræðilegar mælingar á börnunum
sem lesið var fyrir sýndu langtum minna
magn af stresshormóninu kortísól en hjá
þeim sem ekki var lesið fyrir og meira magn
af hormóninu oxytósín sem veldur vellíðan.
En lestur gerir meira en að veita stundar
fró. Vísindamenn við Stanfordháskóla
skoðuðu í heilaskanna heilastarfsemi fólks
sem las Jane Austen og komust óvænt að
því að lestur eykur blóðflæði um heilann
allan. Þegar við lesum og ímyndum okkur
sögusvið, lykt og bragð – lesum orð eins og
„kanill“ eða „sápa“ – virkjast ekki aðeins
þær heilastöðvar sem tengjast tungu
málinu heldur einnig þær sem valda því
að við finnum lykt og bragð. Fjöldi rann
sókna sýnir að lestur getur haldið aftur af
hrörnun heilans og heilabilun og hægt á
elliglöpum.
Auknar lífslíkur
Það hefur varla farið fram hjá neinum að
íslenska jólabókaflóðið er hafið. Jólabóka
flóðið rekur upphaf sitt til síðari heims
styrjaldarinnar. Vegna samgönguerfiðleika
við útlönd á stríðsárunum ríkti vöruskortur
í landinu. Bækur urðu því vinsælar til gjafa
og þóttu henta einkar vel í jólapakka.
Bækur eru af þreying og þær eru gjafa
vara. Ljóst er að þær eiga sér enn annað
hlutverk. Þær eru heilsurækt.
Rannsókn við Yaleháskóla sýnir að þeir
sem lesa skáldskap hálftíma á dag lifa að
meðaltali tveimur árum lengur en aðrir.
Slíkur ávinningur sást ekki við lestur á öðru
efni, svo sem á dagblöðum eða tímaritum.
Vanti einhvern afsökun til að hlamma sér
niður í sófann og hefja lestur jólabókanna
snemma, er hún hér með komin. n
Ópíum jólanna
Vandi Sjálfstæðisflokksins, sem held
ur nú landsfund sinn eftir margra
ára bið, er ekkert endilega fólginn í
forystu hans, heldur miklu fremur í
stefnunni, sem er jafn óljós og hún
hefur afvegaleiðst í pólitískri framkvæmd.
Það er af sem áður var þegar flokkurinn gekk
fram fyrir skjöldu og galt varhug við æ stærra
bákni sem þendist út að óþörfu, en í valdatíð
flokksins á síðustu áratugum hefur stofnana
veldið vaxið verulega og það sem meira er,
ríkisstarfsmenn leiða nú launaþensluna í sam
félaginu, einkafyrirtækjum til tjóns og vansa.
Þá hefur skattastefna flokksins í reyndinni
verið heldur í átt til þyngri byrða fyrir lands
menn, en nú síðast, svo dæmi sé tekið, á að
hækka áfengisgjaldið umtalsvert, þvert á orð
sjálfs fjármálaráðherra sem hefur opinber
lega goldið varhug við auknum álögum á þeim
pósti.
En merkilegustu sinnaskipti flokksins eru
í utanríkismálum. Enginn flokkur talaði jafn
duglega fyrir vestrænni samvinnu og Sjálf
stæðisflokkurinn á síðustu öld. Enginn flokkur
varði jafn rækilega gildi skoðanafrelsis og
frjálsræðis í samskiptum fólks og þjóðvelda.
Á því sviði var flokkurinn upp á sitt besta – og
átti raunar senuna, en hjáróma raddir annarra
flokka í þeim samanburði voru á tíðum ámát
legar.
Núna er flokkurinn kominn inn í eigin skel í
þessum efnum. Hann talar þvert á það sem allir
aðrir hægriflokkar í Evrópu boða, um mikil
vægi samstöðunnar og samstarfsins innan
álfunnar. Gamli íhaldsflokkurinn á Íslandi
er meira að segja búinn að lauma sér hægra
megin við öfgasinnaða þjóðernisflokka Evrópu
í þessum efnum. Og það er auðvitað sláandi
að á meðan allt öfgahægrið í álfunni áttar sig á
því að sameinuð Evrópa er kjarni tilveru okkar,
situr Sjálfstæðisflokkurinn við sinn keip – og
hatast út í Evrópusambandið.
Svíþjóðardemókratar, AfD í Þýskalandi,
flokkur Le Pen í Frakklandi og meira að segja
nýnasistaflokkur Gorgiu Meloni á Ítalíu, hafa
allir látið af andstöðu sinni við Evrópusam
bandið og lagst á sveif með því á seinni árum.
Og það eru út af fyrir sig stórtíðindi að svona
þjóðernissinnaðir hægriflokkar skuli yfirleitt
skipta um skoðun í þessu efni.
En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að vera sér
á báti í þessum efnum. Í Evrópumálum ætlar
hann að vera hægra megin við öfgahægrið í
Evrópu. Hann langar helst að vera heilagri en
Miðflokkurinn í þessum efnum.
Og uppsker eftir því. n
Hægra hægrið
HEIMA ER BEZT
MÁNUDAGA KL. 19.00
OG AFTUR KL. 21.00
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR