Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 28
Að ein-
hverju leyti
er ég alltaf
að skrifa
um, ekki
beinlínis
sjálfan mig,
heldur
bara mitt
innra líf.
Jón Kalman
Akkúrat
núna þá
erum við
svona í
logninu á
undan
storm-
inum. Við
erum enn
þá í skjóli,
má segja.
Sigríður Hagalín
Rithöfundahjónin Jón Kal-
man Stefánsson og Sigríður
Hagalín Björnsdóttir eru bæði
með bók í jólabókaflóðinu
en ætla ekki að keppa um
sæti á metsölulistum. Þau eru
einkar samheldin í listinni og
lífinu og segjast vera fyrstu
lesendur hvort annars.
Skáldin og hjónin Sigríður
Hagalín Björnsdóttir og Jón
Kalman Stefánsson sendu
bæði frá sér bækur í vik-
unni. Sigríður sína fjórðu
skáldsögu sem heitir Hamingja
þessa heims og Jón sína fjórtándu
skáldsögu sem heitir Guli kafbátur-
inn. Blaðamaður settist niður með
hjónunum yfir kaffibolla á heim-
ili þeirra á Bjarkargötu í miðbæ
Reykjavíkur.
Hvernig er stemningin á heimil-
inu, eruð þið spennt fyrir komandi
jólabókaf lóði?
Sigríður: „Akkúrat núna þá erum
við svona í logninu á undan storm-
inum. Við erum enn þá í skjóli, má
segja. En þetta er alltaf alveg ægilega
gaman, ég er náttúrulega ekki búin
að vera eins lengi að og Jón Kalman.
Mér finnst þetta alltaf eins og jólin.“
Jón Kalman: „Þær eru komnar
nokkrar bækurnar og þetta er ekki
alveg eins núna og þegar maður var
að gefa út fyrstu bækurnar, eðli-
lega. En það er alltaf spenna og til-
hlökkun. Annars hreinlega hugsa
ég ekkert svo mikið um það, ég hef
alltaf einhvern veginn verið þannig
að ég læt það koma sem kemur.“
Sum öfl ræður maður ekki við
Jón Kalman og Sigríður kynntust
fyrir nokkrum árum í gegnum sam-
eiginlegt forlag sitt Benedikt. Sigríð-
ur segist alltaf hafa vitað af Jóni sem
kveðst einnig hafa þekkt til hennar.
Jón Kalman: „Auðvitað vissum
við af hvort öðru og hún er náttúru-
lega af höfundaætt, langafi hennar
Guðmundur G. Hagalín var þekktur
höfundur og ég las hans bækur.“
„Nú, var það þess vegna?“ segir
Sigríður kímin og bæði skella upp
úr.
Jón Kalman: „Hlutir gerast eins og
Fyrstu lesendur
hvort annars
Sigríður og Jón
Kalman hafa
komið sér upp
fallegu heimili
á Bjarkargötu
ásamt börnum
sínum frá fyrri
hjónaböndum
og köttunum
Tómasi Hagalín
og Snældu Kal-
man.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
þeir gerast og sum öfl eru þannig að
þú ræður ekkert við þau.“
Skáld skiptast í tvo hópa
Spurð um hvort þau hjálpist að við
ritstörfin segir Jón Kalman þau
hjónin vera fyrstu lesendur hvort
annars og fari yfir handritin á ólík-
um stigum í gegnum ferlið.
Sigríður: „Það er líka bara alveg
ótrúlega gott að hafa einhvern
heima til þess að tala við. Maður
verður svo manískur og skrýtinn
þegar maður er í þessu ferli og ég
hef of boðslega þörf fyrir að tala
um það sem ég er að lesa og gera. Þú
tekur þessu af miklu jafnaðargeði og
umberð mig alveg í maníunni.“
Jón Kalman: „Það er bara ægilega
gaman að fá þessa maníu yfir sig.“
Ert þú þá meira prívat?
Jón Kalman: „Stundum er sagt að
það megi gróflega skipta höfundum
í tvennt hvað þetta varðar. Annars
vegar eru þeir sem hafa þörf fyrir að
tala um það sem þeir eru að vinna að
og svo hinir sem af ýmsum ástæðum
eru hikandi við það og ég er þar.
Ég veit ekki hvort það er hjátrú en
stundum finnst manni að ef maður
talar mikið um það þá missi maður
einhvern veginn tökin á því.“
Sigríður: „Ég held að það geti líka
verið vegna þess að þú ert vanur að
vinna einn og ég er vön að vinna
inni á stórri ritstjórn þar sem allir
eru með nefið ofan því sem maður
er að gera.“
Fréttamaður og rithöfundur
Sigríður Hagalín er landsmönnum
löngu orðin kunn sem fréttamaður
á Ríkisútvarpinu. Hún hefur einn-
ig vakið mikla athygli fyrir bækur
sínar sem eru orðnar fjórar talsins.
Sú nýjasta, Hamingja þessa heims,
er söguleg skáldsaga sem gerist bæði
í nútímanum og á miðöldum.
Sigríður: „Þetta er bók um 15.
öldina sem er öldin sem segja má
að hafi týnst í Íslandssögunni. Við
vitum alveg óskaplega lítið um
hana. Öll sagnaritunin og þetta
stöðuga upplýsingaf læði sem við
höfum frá miðöldum dettur að
mestu leyti niður eftir að svarti-
dauði kemur til landsins 1402.
Þetta er alveg ótrúlega heillandi og
áhugaverður tími og verður merki-
legri eftir því sem maður kafar betur
ofan í hann.“
Hvað var það sem kveikti áhuga
þinn á því að fjalla um þetta tíma-
bil?
Sigríður: „Það kom til mín í
gegnum Ólöfu ríku Loftsdóttur
sem er sennilega valdamesta kona
sem hefur verið uppi á Íslandi. Hún
fór með hirðstjórnarvald, var hálf-
gerður landstjóri Íslands, að því er
talið er, á tímabili eftir að maður
hennar dó. Hún rataði til mín fyrir
tilviljun, hlassaði sér í fangið á mér
ef svo má segja, en á endanum skrif-
aði ég bókina meira um 15. öldina
heldur en Ólöfu sjálfa, þótt hún sé
þarna alls staðar. Ég geri það annars
vegar í gegnum sagnfræðiprófessor
í nútímanum sem er sendur í hálf-
gerða útlegð í Dölunum og rekst
þar á gamalt handrit, og hins vegar
í gegnum sögumann sem var hirð-
skáld og hermaður í þjónustu Ólafar
ríku.“
Draumar fjarskyldrar frænku
Hamingja þessa heims á sér nokkuð
dularfullan aðdraganda því Ólöf
ríka kom til Sigríðar með króka-
leiðum í gegnum drauma fjar-
skyldrar frænku. Vorið 2020 höfðu
þau Jón Kalman verið í Dölunum
við skriftir þegar Sigríður rakst á
áhugaverða grein um Ólöfu ríku
eftir Helgu Kress bókmenntafræð-
ing. Hún hafði samband við Helgu
Þorvaldur S.
Helgason
tsh
@frettabladid.is
og daginn eftir fékk hún vinabeiðni
á Facebook frá fjarskyldri frænku á
Jökuldal sem kvaðst hafa dreymt
bæði Sigríði og Helgu.
„Í fyrri draumnum varstu að segja
mér að þú værir lesbísk. Ég varð eig-
inlega forvitin að vita hver kærastan
væri en sá hana aldrei en mér fannst
þú segja mér að hún héti Helga
Kress. Í seinni draumnum komstu
til mín ægilega sæl og sagðist ætla að
kynna mig fyrir kærastanum þínum
sem var mjög sætur karlmaður með
mikla útgeislun. Ég giska á að þú sért
komin með snilldarhugmynd að
bók sem þú munt verða mjög ánægð
með,“ skrifaði frænkan sem kvaðst
ekki kunna nein deili á Helgu Kress,
önnur en þau að hún tengdist bók-
menntum.
Síðar meir komst Sigríður að því
að hún er beinn afkomandi Ólafar
ríku í 16. ættlið í kvenlegg og það í
gegnum Jökuldalinn.
Sigríður: „Hún er sumsé sam-
eiginleg formóðir okkar frænku
minnar, sem dreymdi þennan
skrýtna draum. Ég er ekki hjátrúar-
full, en þetta eru staðreyndir máls-
ins, skjalfestar og óvéfengjanlegar.
Og mér fannst blasa við að sú gamla,
Ólöf ríka, vildi fá bók.“
Á valdi skáldskaparins
Jón Kalman hefur um áraraðir verið
einn fremstu rithöfunda Íslands.
Eins og áður sagði er Guli kaf-
báturinn hans fjórtánda skáldsaga
en bókin sver sig í ætt við tvær fyrri
skáldsögur Jóns, Ýmislegt um risa-
furur og tímann og Snarkið í stjörn-
unum, sem voru nýlega endurút-
gefnar hjá Benedikt bókaútgáfu.
Þetta er persónuleg bók sem
ferðast víða um í tíma. Ertu að skrifa
um sjálfan þig og þitt líf?
Jón Kalman: „Að einhverju leyti
er ég alltaf að skrifa um, ekki bein-
línis sjálfan mig, heldur bara mitt
innra líf. Það finnur sinn farveg á
mismunandi stöðum og mismun-
andi tímum. Það hefur einhvern
veginn þróast þannig hjá mér
eiginlega frá minni fyrstu skáld-
sögu, Skurðir í rigningu, að ég nota
þræði úr mínu lífi og spinn síðan út
frá þeim. Ég spyrni mér upp frá
26 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ