Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 2
Svo safnast alltaf upp í
það aftur og svo þarf
að halda áfram að
tappa af.
Guðmundur Freyr Sveinsson
Því miður hefur ýmsu
verið haldið fram í
þessari umræðu sem
stenst enga skoðun.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra
Ný mathöll í gamla pósthúsinu
Glæsileg ný Mathöll verður opnuð í gamla pósthúsinu í miðbænum klukkan 5 á föstudag. Níu veitingastaðir opna dyr sínar fyrst um sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
ómissandi með steikinni
kristinnpall@frettabladid.is
AUSTURLAND Umhverfis- og fram-
kvæmdaráð Múlaþings samþykkti
í vikunni beiðni frá lögreglustjór-
anum á Austurlandi um leyfi vegna
uppsetningar eftirlitsmyndavéla við
þrjár aðalleiðir inn á Austurland.
Sveitarfélagið var hins vegar ekki til-
búið til að taka þátt í að greiða fyrir
vélbúnaðinn. Af sjö nefndarfull-
trúum samþykktu fimm tillöguna,
einn sat hjá og einn var mótfallinn.
Í bókun ráðsins kemur fram að
það sé tilbúið að veita heimild fyrir
uppsetningu vélanna á tilgreindum
stöðum en bent er á að hugsanlega
þurfi að sækja um frekari leyfi.
Þegar kom að kostnaðarliðunum
var áréttað að sveitarfélagið myndi
ekki taka þátt í kostnaði við upp-
setningu né rekstur vélanna og að
þær yrðu ekki hluti af eignarhaldi
sveitarfélagsins. n
Munu fjölga
myndavélum
á Austurlandi
Lögreglan mun setja upp eftirlits-
vélar á þremur meginleiðum.
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra segir skýrslu Ríkis-
endurskoðunar vel unna og mikil-
vægt plagg. Í henni komi fram efnis-
legir annmarkar við framkvæmd á
sölu Íslandsbanka sem sé það sem
þurfi að takast á við.
Kristrún Frostadóttir, formaður
Samfylkingarinnar, sakaði Katrínu
um að fórna prinsippunum.
„Í allri þessari umræðu hef ég lagt
áherslu á gagnsæi og að allt sé uppi
á borðum,“ segir Katrín. Bersýnilega
þurfi að endurskoða fyrirkomu-
lagið. Vegna gagnrýni Kristrúnar
segir forsætisráðherra: „Ég veit ekki
hvaðan formaður Samfylkingar
hefur þá kúnstugu túlkun að ég telji
málið snúast um hagkvæmni í ríkis-
rekstri. Því miður hefur ýmsu verið
haldið fram í þessari umræðu sem
stenst enga skoðun."
Hvað varðar umræðu um skipun
rannsóknarnefndar telur Katrín
hana ótímabæra. Stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd sé að hefja vinnu
við að fara yfir efni skýrslunnar
og kalla til sín gesti. Hluti fram-
kvæmdarinnar er til skoðunar hjá
Fjármálaeftirlitinu. Mikilvægt sé að
bíða eftir þeim niðurstöðum. n
Rannsóknarnefnd sé ekki tímabær
Séra Matthildur Bjarnadóttir og Guðmundur Freyr Sveinsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Að ala upp börn í sorg er flók-
ið verkefni og börn sem missa
foreldri takast á við missinn
og sorgina með mismunandi
hætti. Séra Matthildur Bjarna-
dóttir segir mikilvægt að börn
og foreldrar sem upplifi missi
geti speglað sig með öðrum í
svipaðri stöðu.
helenaros@frettabladid.is
SAMFÉLAG Guðmundur Frey r
Sveinsson missti barnsmóður og
eiginkonu sína til sautján ára, Guð-
rúnu Birnu Kjartansdóttur, árið
2017 og ári síðar var Örninn, minn-
ingar- og styrktarsjóður, stofnaður
af þeim Heiðrúnu Jensdóttur og
séra Jónu Hrönn Bolladóttur. Þar er
boðið upp á samveru fyrir börn og
aðstandendur þeirra sem misst hafa
náinn ástvin.
„Það var gríðarlega mikilvægt
fyrir þau að fá að vera í jafningja-
hópi með fagaðila sem handleið-
ara,“ segir Guðmundur Freyr en
börnin hans hafa tekið þátt í starfi
Arnarins frá upphafi. Hann segir
að þrátt fyrir að þau hafi öll verið
að missa Guðrúnu Birnu sína þá
hafi hann verið að missa maka en
börnin móður sína. „Það er ekki
það sama og þau voru líka á mis-
munandi aldri og þroska. Þau eiga
mismikið af minningum og staða
þeirra er ólík innbyrðis þannig að
það var svo gott fyrir þau að vera
með jafningjum, hvert á sínum for-
sendum,“ segir Guðmundur Freyr
og bætir við að börnin hafi myndað
einstakan vinskap innan veggja
Arnarins.
Dagur barna í sorg er haldinn í
annað sinn í dag og í tilefni dagsins
fer fram málþing um sorg barna í
Vídalínskirkju. Þar verður fjallað
um þau úrræði og bjargráð sem
eru í boði í dag fyrir börn í sorg og
aðstandendur þeirra. Eitt af þeim
er Örninn og segir séra Matthildur
Bjarnadóttir, verkefnastjóri Arnar-
ins, tilgang dagsins vera að ef la
vitundarvakningu um börn í sorg
og aðstandendur þeirra. Málþingið
verður í beinu streymi á fésbókar-
síðu Vídalínskirkju. Að ala upp börn
í sorg er f lókið verkefni að sögn
Matthildar og því er mikilvægt að
einstaklingar sem þurfa að takast á
við slíkt geti speglað sig með öðrum
í svipaðri stöðu.
Aðspurður segir Guðmundur
Freyr börnin hafa tekist á við sorg-
ina og missinn með mismunandi
hætti. Þau sem yngri eru geti oft átt
auðveldara með að tala um sorgina
og þann sem þau misstu án þess
að það hafi of mikil áhrif. Það geti
þó reynst erfiðara fyrir þau sem
eldri eru. „En maður græðir alltaf
á samtalinu, þótt maður fari ofan
í sorgina og verði sorgmæddur og
gráti þá líður manni alltaf betur á
eftir. Það einhvern veginn þarf bara
að tappa af þessu sorgarlóni annað
slagið og hleypa úr því. Svo safnast
alltaf upp í það aftur og svo þarf að
halda áfram að tappa af,“ segir Guð-
mundur Freyr einlægur.
Aðalmarkmiðið fyrir alla þá sem
eftir lifa sé að halda áfram og njóta
lífsins. Það sé dýrmætt og eina ósk
foreldra og þeirra sem hafi látist að
börnin geti notið lífsins sem þau
gáfu þeim. n
Nánar á frettabladid.is.
Nauðsynlegt að tappa af
sorgarlóninu annað slagið
2 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ