Fréttablaðið - 17.11.2022, Side 4

Fréttablaðið - 17.11.2022, Side 4
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Það er ekki ljóst hvernig þetta fer. Sigurður Snævarr, sviðs- stjóri hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga Leikskóla- gjöldin hækka en dekka sífellt minni rekstrar- kostnað. MYND/AÐSEND Útlit er fyrir umtalsvert meiri gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna um áramót en undanfarin ár. Algengar hækkanir eru á bilinu 5 til 10 prósent. kristinnhaukur@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL Útlit er fyrir að gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga verði á bilinu 5 til 10 prósent í f lest- um f lokkum. Í faraldrinum voru þær f lestar ekki hærri en 2,5 pró- sent. Tillögur um hækkanir gætu þó breyst í ljósi breyttrar verð- bólguspár Hagstofunnar og kjara- viðræðna. „Það er ekki ljóst hvernig þetta fer,“ segir Sigurður Snævarr, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fljótt á litið sýnist honum gjald- skrárhækkanir vera á bilinu 5 til 10 prósent en sambandið hefur ekki nákvæma yfirsýn yfir það. Fjárhagsáætlanir hafa verið lagðar fram en ekki samþykktar og gætu breyst. „Þessar hækkanir eru byggðar á eldri spám Hagstofunnar frá því í júní. Síðan hefur komið ný spá með verri verðbólguhorfum,“ segir Sigurður. „Það hafa líka komið kröfur frá verkalýðshreyfingunni um að bæði ríki og sveitarfélög stilli gjaldskrárhækkunum í hóf.“ Hjá Reykjavíkurborg eru algeng- ar gjaldskrárhækkanir í kringum 5 prósent. Þetta á meðal annars við leikskólagjöld, frístundaheimili og árskort í sund. Þetta eru minni hækkanir en víða annars staðar en á móti kemur að fasteignagjöldin hækka að meðaltali um 20 pró- sent þar sem álagningarhlutfallið verður óbreytt, það er 0,18 prósent Hóflegar gjaldskrárhækkanir fyrri ára að koma í bakið á sveitarfélögum af fasteignamati heimila og 1,6 pró- sent af atvinnuhúsnæði. Í Kópavogi verða almennar gjaldskrárhækkanir 7,7 prósent og í Hafnarfirði er algeng hækkun 9,5 prósent. Svo sem á heimaþjónustu, leikskólagjöldum, tónlistarskóla og fæðisgjaldi í skólum. Sorphirðu- gjald í Hafnarfirði hækkar hins vegar um 31,5 prósent. Akureyrarbær hefur boðað 10 prósenta hækkanir á velferðarsviði, svo sem í félagslegri heimaþjónustu og heimsendum mat. Annað hækk- ar um 7 til 10 prósent. Í Skagafirði hefur til dæmis verið boðuð 6 prósenta hækkun leik- skólagjalda og 7,7 prósenta hækkun fæðisgjalds, bæði í grunn- og leik- skólum. Hækkanir eru hófsamari í Fjarðabyggð, tæp 5 prósent í f lest- um flokkum svo sem vatns- og hita- veitu, leikskóla og frístund. Í faraldrinum gaf Samband íslenskra sveitarfélaga út tilmæli, vegna Lífskjarasamninganna, um að gjaldskrárhækkanirnar yrðu ekki meiri en 2,5 prósent. Sigurður segir að hóflegar hækkanir séu að koma í bakið á sveitarfélögunum, sem glími mörg hver við erfiðleika. Vandinn nær hins vegar lengra aftur í tímann. „Yfir lengri tíma séð hafa gjaldskrár sveitarfélaga alls ekki haldið í við verðbólgu eða lífs- kjör almennings,“ segir Sigurður og nefnir leikskólana sem dæmi. Það er að í upphafi aldarinnar hafi leik- skólagjöld dekkað um 25 til 30 pró- sent rekstrarkostnaðar. Þetta hlutfall var rúmlega 9 pró- sent í fyrra og miðað við aukinn fyrirséðan rekstrarkostnað munu þær gjaldskrárhækkanir sem boð- aðar hafa verið ekki ná að halda í við hann. n benediktboas@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, ráðlagði í síðustu viku ein- staklingi, sem sagðist ekki hafa efni á því að fara í Klíníkina í Ármúla í liðaskiptaaðgerð, að fara til útlanda í aðgerð. „Það er ömurlegt að segja við mann að fara til útlanda og það kostar þrisvar sinnum meira,“ sagði Guðmundur í ræðustól á Alþingi. Guðmundur var þar til að ræða biðlista í heilbrigðiskerfinu. Sagði hann að biðlistarnir sköðuðu fólk andlega og líkamlega svo það byði varanlegan skaða af. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra sagðist binda vonir við vinnu aðgerðahóps sem hann skip- aði á dögunum. Þessum hóp var falið að ná heildrænt utan um þá áskorun sem felst í að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum. n Mælti með að fara í aðgerð erlendis Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit sótti auglýsingaskiltið sem íslenska ferðaþjónustan skaut upp í geim í gær. Með aðstoð veður- loftbelgs sveif auglýsingaskiltið um heiðhvolfið með skilaboðin „Ice- land. Better Than Space.“ Skiltinu var skotið á loft skammt frá Kleifarvatni, fór upp í 35 þúsund metra hæð og sveif austur. Tveimur tímum síðar lenti það við Mývatn. Fjöldi fólks er á biðlista fyrir geimferðalög með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í slíkri ferðaþjónustu. „Við höfum séð auknar vinsældir geimferðalaga undanfarin tvö ár, og sumir telja jafnvel að þetta sé fram- tíðaráfangastaður hinna ofur-ríku. Við viljum setja þessa tískubylgju í samhengi og benda á að það er hægt upplifa ójarðneska fegurð hér á Íslandi og margt annað sem er ein- stakt í heiminum,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. n Mývetningar sóttu geimskilti odduraevar@frettabladid.is DÝRAVERND Birta Flókadóttir er meðal þeirra sem standa fyrir söfn- un til þess að bjarga hestum, sem hafa verið vanræktir í Borgarfirði, frá sláturhúsi. Hún segir að hópurinn hafi safnað fyrir sex hrossum en von- ast eftir því að geta bjargað fleirum. Mál búfénaðar á Nýja-Bæ hefur verið til umfjöllunar síðustu vikur. Í síðasta mánuði voru 13 illa hirtir hestar af bænum sendir í slátur- hús. Spurð hvers vegna hún standi í þessu segir Birta að hún sé hesta- kona og dýravinur. „Og fannst rosa- lega leiðinlegt að sjá hrossin sem höfðu verið innilokuð í sumar og horuð losna út en enda svo samt í sláturbílnum. Þetta eru upprenn- andi reiðhestar sem er bara synd að lendi í sláturhúsinu og ég veit að það eru margir sem eru sama sinnis.“ Hægt er að styrkja söfnunina á vefsíðunni soshestar.com en 26 hestar eru enn á bænum og tíu Vilja bjarga hestunum í Borgarfirði frá slátrun metnir viðkvæmir. „Það væri frá- bært að geta bjargað f leirum en sex,“ segir Birta sem jafnframt hefur stofnað Facebook-hóp þar sem hægt verður að fylgjast með hvernig hrossunum mun reiða af í kjölfarið. „Við áætlum að það kosti um 30 þúsund á mánuði að framf leyta hrossunum, hús og fóður í vetur til að koma þeim til heilsu,“ segir Birta. Þeir sem það geri geti fengið upplýsingar um hrossin og hvernig þeim líði. nBirta er hestakona og dýravinur. 4 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.