Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 12
Artemis-áætlunin er
nefnd í eftir Artemis,
hinni forngrísku gyðju
tunglsins.
© GRAPHIC NEWSHeimildir: NASA, Aerojet Rocketdyne *Alþjóðlega geimstöðin
Verkefnið áætlar
að koma geim-
förum aur
til tunglsins
fyrir 2025
Orion hylkið
(ögurra manna
áhöfn)
Flugið út:
8-14 dagar
Flugið heim:
9-19 dagar
Efri hlutinn
RL10 hreyll
Megin-
geymsla
Eldaugar
RS-25
hreyar
10
smágervi-
hnettir
með í för
6-19 dagar
á sporbaugi
Tunglsins
E2056 E2045
E2058 E2060
Saga RS-25 hreyana
Áreiðanlegir, prófaðir. Uppfærðir frá
fyrri geimferðaáætlunum.
E2045: 12 ug (þar á meðal John Glenn)
E2056: 4 (þ.m.t. viðgerðir á Hubble)
E2058: 6 ug til ISS*
E2060: 3 (þ.m.t. seinasta geimskutluferðin)
98
.2
m
Inn/út um sporbaug
Tunglsins
Artemis I er ómannað tilraunarug sem hefur það verkefni að
kanna hagkvæmni nýja SLS geimskotakersins og Orion áhafnarhylkisins.
Þetta verður fyrsta skreð í endurkomu NASA til tunglsins.
Artemis I – Aur til Tunglsins
kristinnhaukur@frettabladid.is
LÝÐHEILSA Alþjóðleg rannsókn
sýnir að sæðistala karla úti um allan
heim hefur helmingast á undan-
förnum fjörutíu árum. Fyrri rann-
sókn sama teymis, frá árinu 2017,
sýndi að sæðistalan hefði lækkað í
hinum vestræna heimi. Það er Evr-
ópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu.
Framhaldsrannsóknin, sem birt var
í tímaritinu Human Reproduction
hjá Oxford-háskóla, sýnir sömu nið-
urstöðu í Afríku, Asíu og Rómönsku
Ameríku.
Fyrir um hálfri öld mældist að
meðaltali 101 milljón sáðfruma
í hverjum millilítra af sæði en nú
aðeins 49 milljónir. Reiknað er með
að sæðistalan hafi að meðaltali
fallið um 1,16 prósent á ári frá árinu
1972. Lækkunin er hins vegar sífellt
að aukast og ef litið er til tímans frá
aldamótum er lækkunin 2,64 pró-
sent á ári.
„Þessi lækkun sýnir augljóslega
minnkandi getu mannkyns til að
fjölga sér,“ sagði Hagai Levine, pró-
fessor við hebreska háskólann í
Jerúsalem, sem leiddi rannsóknina,
við breska blaðið The Guardian.
Ekki er að fullu vitað hvað það er
sem veldur hinni lækkandi sæðis-
tölu karla, en í rannsókninni var
tekið tillit til hluta eins og aldurs
karla og hversu langur tími hafði
liðið frá síðasta sáðláti.
Líkur hafa verið leiddar að því að
umhverfislegir þættir geti spilað inn
í þróunina og hafi áhrif á karla allt
frá því í móðurkviði. Þá hafa lífs-
tílsþættir einnig verið nefndir sem
orsök, svo sem ofþyngd, hreyfingar-
leysi og neysla vímuefna af ýmsum
toga. n
Sæðistala karla
heimsins lækkar
Fyrsta geimfarinu á vegum
Artemis-áætlunarinnar var
skotið á loft í gær eftir nokk-
urra mánaða tafir. Eldflaugin
sem ferjaði geimfarið er sú
öflugasta í sögunni og er
verkefninu ætlað að undirbúa
mannaða áhöfn sem mun fara
til tunglsins í fyrsta sinn síðan
1972.
helgisteinar@frettabladid.is
GEIMVÍSINDI Rétt fyrir klukkan sjö í
gærmorgun að íslenskum tíma var
geimfarinu Artemis-1 skotið á loft frá
Canaveral-höfða í Flórída og er þetta
fyrsta geimskotið af þremur sem
NASA hefur skipulagt fyrir næstu
þrjú árin í Artemis-áætluninni.
Eldflaugin flutti með sér ómann-
aða geimhylkið Óríon og um borð
sitja þrjár gínur sem hafa það verk-
efni að skynja og mæla lífsmörk fyrir
framtíðargeimfara.
Geimfarið mun fljúga hring um
sporbaug tunglsins áður en það snýr
aftur til jarðar. Áætlað er að geimfar-
ið muni lenda í Kyrrahafinu skammt
frá San Diego að loknu 25 daga ferða-
lagi sínu þann 11. desember.
Artemis-áætlunin er nefnd eftir
Artemis, gyðju tunglsins sem var
tilbeðin í Grikklandi hinu forna.
Geimskotið átti upprunalega að eiga
sér stað í ágúst en miklar tafir urðu
á verkefninu þegar upp komst um
eldsneytisleka.
Svipað vandamál hrjáði svo verk-
efnið á ný þegar seinna flugtakið átti
að fara fram snemma í september.
Um borð í geimfarinu eru einn-
ig ýmsir skynjarar sem munu mæla
titring, hröðun og geislun innan-
borðs í hylkinu.
Markmiðið er að meta hvernig
Óríon-geimhylkið muni standa sig
árið 2024 þegar Artemis-2 ferjar sína
fyrstu áhöfn á sporbraut um tunglið.
Ári seinna mun Artemis-3 lenda
mönnuðu geimfari á yfirborð tungls-
ins í fyrsta sinn síðan 1972.
Fyrsta tungllendingin átti sér
stað árið 1969 og geimfararnir Neil
Armstron og Buzz Aldrin stigu
fyrstir manna á yfirborð tunglsins.
Geimkapphlaupið á milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna hafði
þá staðið yfir í meira en áratug og
kepptust þessi tvö voldugustu ríki
jarðar um yfirburði í könnun geims-
ins.
Áhugi á geimrannsóknum fór
dvínandi með tímanum. Þegar
kalda stríðið byrjaði að fjara út
breyttu stjórnvöld um stefnu og
juku sparnað.
Artemis-áætlunin mun ekki
aðeins koma mannkyninu aftur til
tunglsins, heldur markar áætlunin
mikil tímamót í sögu geimferða.
Space Launch System eldflaugin sem
bar Artemis-1 út í geim er öflugasta
eldflaug sögunnar og mun áætlunin
einnig ferja fyrsta kvenkyns geim-
fara sem mun ganga á tunglinu. n
Mannkynið snýr aftur til tunglsins
Tímalína geimkapphlaupsins mikla og ferðalaga manna til tunglsins
Geimfarar í fjórðu tungllendingunni
dvelja þar í 3 daga og nota tungljeppa
í fyrsta sinn. Fyrstu litmyndirnar frá
tunglinu eru birtar.
1957 1961 1969 1970 1971 1972
Sovéska geim
farið Spútnik 1
verður fyrsta
geimfar sem
sett er á braut
um jörðu. NASA
er stofnað í
kjölfarið.
Sovéski geimfarinn Júrí Gagarín verður
fyrsti maðurinn til að fara út í geim.
John F. Kennedy Bandaríkjaforseti lofar
að senda bandaríska
geimfara til tungls
ins fyrir 1970.
Apollo 11 geimfar
ið lendir á tunglinu
þann 24. júlí. Neil
Armstrong og Buzz
Aldrin verða fyrstir
manna til að stíga
fæti á tunglið.
Geimfarar Apollo
13 lifa af spreng
ingu í þjónustu
farinu. Geimfarinn
Jack Swigert gerir
setninguna „Hous
ton, we have a
problem“ fræga.
Apollo 17
verður sjötta
og seinasta
mannaða
tungllendingin
og er síðan
hætt við fleiri
tungllendingar
í sparnaðar
skyni.
Geimfarið Artemis1 tekur á loft á Canaveralhöfða í Flórída í átt til tunglsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAGeimfarinn Buzz Aldrin gengur á tunglinu.
MYND/NEIL ARMSTRONG
Lækkun sæðistölu mælist nú í öllum
heimsálfum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ragnarjon@frettabladid.is
BANDARÍKIN Donald Trump, fyrr-
verandi forseti Bandaríkjanna,
hefur tilkynnt að hann muni bjóða
sig fram til embættis forseta í þriðja
skiptið árið 2024. Þetta tilkynnti
hann á Mar-a-Lago setrinu fræga í
Flórída sem hefur orðið að höfuð-
stöðvum forsetans.
Trump stígur fram undir þrýst-
ingi frá f lokksbræðrum sínum og
-systrum og Repúblikanar vilja
margir meina að slæmt gengi
þeirra í nýafstöðnum kosningum
sé honum að kenna.
Þegar Joe Biden, núverandi for-
seti Bandaríkjanna, var spurður
hvort hann hefði skoðun á framboði
Trumps sagði hann „nei, í rauninni
ekki“ en hann er nú staddur á G20-
leiðtogafundinum sem fram fer á
Balí. n
Trump býður sig
fram til forseta í
þriðja skiptið
Forsetakosningarnar eru árið 2024.
12 Fréttir 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ