Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 18

Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 18
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þess vegna líður Fam- sóknar- flokknum vel. Hann þarf minnst að gefa eftir, svo til ekkert, ef út í það er farið, en situr bara á sinni sessu. Stjórnvöld hér þurfa því áfram standa sína vakt til að tryggja áframhald- andi sterka stöðu landsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is gar@frettabladid.is Öllu neitað á Skype Sakborningar fjórir í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar virtust ekki eiga heimangengt og mega vera að því að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem þingfestar voru ákærur á hendur þeim vegna málsins. Í staðinn svöruðu þeir dómara málsins í gegn um forritið Skype frá núver- andi dvalarstöðum sínum á Litla-Hrauni og fangelsinu á Hólmsheiði. Fjórmenning- arnir neituðu allir sök. Hafði dómarinn á orði að þegar með- ferð málsins hæfist fyrir alvöru síðar yrðu þeir að mæta í eigin persónu. Vonandi verða þeir ekki mjög uppteknir þá. Leifar úr Covid Fyrirkomulagið í héraðsdómi í gær virðist vera einhvers konar leifar úr Covid-tímanum þegar fólk mátti ekki hittast og jafn- vel meintir sakamenn í varð- haldi þurftu ekki að ómaka sig úr húsi til að standa reiknings- skap gjörða sinna. Kostir við þetta fyrir sakborninga eru auðvitað margir. Þeir sleppa til dæmis við að koma fyrir augu almennings í gegn um linsur fjölmiðla, losna við áreynsluna af því að ganga út í bíla lög- reglumanna sem fylgja þeim ofan af heiðum og yfir heiðar í dómsal og geta bara almennt séð slappað miklu betur af. n Á mínu æviskeiði hefur efnahagsþróun einkennst af miklum vexti í alþjóðaviðskiptum þjóðríkja sem hefur drifið áfram velferð. Lífskjör hundraða millj- óna fólks hafa batnað. Heimsviðskiptin hafa þurft að takast á við stórar áskoranir undanfarið vegna heimsfaraldurs, stríðsátaka og orkukrísu, viðskipta- stríða og verndarstefnu og aukinna umsvifa alræðis- stjórna. Þessi veruleiki hefur meðal annars birst í hækk- andi verðbólgu um heim allan. Marg ir seðlabank- ar hafa brugðist við auk inni verðbólgu með því að herða taum hald pen inga stefn unn ar með því að draga úr fé í um ferð og með vaxta hækk un um eftir tímabil lágra vaxta. Í kjöl farið hef ur mynd ast svo kölluð lífs kjara- kreppa (e. Cost of Li ving Cris is) víða um heim og finnast þess merki í raunhagkerfinu. AGS hefur nýlega spáð því að hagvaxtarhorfur verði dekkri en um árabil. Venju sam kvæmt eru það fá tæk ustu rík in og íbú ar þeirra sem helst finna fyr ir því þegar róður inn þyng ist í heims bú skapn um og í fyrsta sinn í áratugi hefur fátækt aukist. Aðgerðir seðlabanka hafa þegar höggvið skarð í fjár mála markaði og bú ast má við áfram hald andi óróa á fjár mála mörkuðum. Íslend ing ar þekkja bet ur en aðrar þjóðir hvaða af- leiðing ar það get ur haft. Þessi þróun í heimsmálunum mun óneitanlega hafa hér áhrif enda er Ísland með opnari hagkerfum. Samt sem áður eru horfur hér á landi tiltölulega bjartar í samanburði við mörg önnur ríki og spáð er 6 prósenta hag vexti í ár sem sýn ir þrótt inn í hag- kerf inu. Meg in skýr ing in á því að hag vöxt ur er meiri en gert var ráð fyr ir er hraðari bati í ferðaþjón ustu og einka neysla. Hér á landi mælist verðbólga 9,4 prósent, en það er næst minnsta verðbólga í Evr ópu. Aðeins Sviss mæl ist með lægri verðbólgu. Okkur hefur því tekist vel til við stjórn efnahagsmála, enda ber staða ríkisfjármála, erlend staða þjóðarbúsins og lífskjör þess vitni. Eins og nýleg dæmi frá Bretlandi sýna er markaðurinn óvæginn ef stjórnvöld misstíga sig. Stjórnvöld hér þurfa því áfram standa sína vakt til að tryggja áframhaldandi sterka stöðu landsins. n Ísland í heimi áskorana Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Pólitíska sundurgerðin við ríkis- stjórnarborðið blasir æ betur við eftir því sem lengra líður frá því að heimsfaraldurinn ætlaði hér allt um koll að keyra, eins og raunar víðar um veröldina. Skjólið sem stjórnin hafði af pestinni á síðasta kjörtímabili, einmitt eftir að hveiti- brauðsdögum hennar var lokið, kom sér afar vel fyrir hana, enda má segja að hún hafi verið í aukahlutverki þjóðmálanna um margra missera skeið, frá því hún eftirlét vísindunum völdin. Heita má að allan fyrri hluta síðasta kjör- tímabils hafi stjórnin lifað á nauðsyn þess að sætta pólitískar öldur í landinu, í nafni stjórn- málastöðugleika, sem margir þáðu vísast fegins hendi eftir vandræðaganginn í vald- stjórnunum þar á undan, sem var ærinn. Og einmitt þegar það jafnvægi var komið á, skaut veiran upp sínum ótótlega kolli og tók yfir allt stjórnmálasviðið, svo og aðrar senur landsins. En verndin af vitinu því arna er að baki. Það er engu þríeyki lengur fyrir að fara. Stjórnin stendur eftir á berangri. Og það fer henni ekki vel. Æ betur kemur í ljós hversu nöturlegt það hlutskipti er fyrir Vinstri græna að halda Sjálfstæðisflokknum að völdum með ráðum og dáð – og ekki er það síður vandræðalegt að sjá hversu háður hægriflokkurinn er því að vinstrif lokkurinn vísi honum ekki á dyr. Og brestir síðustu daga og vikna hafa sýnt ólíka f lokka, hvorn á sínum væng stjórnmál- anna, standa vörð hvor um annan. Mitt þar á milli lúrir Framsóknarflokkurinn í hægindi sínu og hefur það barasta fínt. Af ríkisstjórnarflokkunum þremur ber hann minnstan skaða af samstarfinu, jafnt í bráð og lengd. Forkólfar hans vita sem er að ysta vinstrið og íhaldið á hinum enda pólitíska litrófsins þurfa að gefa ríkulega eftir af stefnu- málum sínum til að halda stjórninni saman. Og allar þær eftirgjafir enda á einum stað, á miðjunni, nákvæmlega. Þess vegna líður Framsóknarflokknum vel. Hann þarf minnst að gefa eftir, svo til ekkert, ef út í það er farið, en situr bara á sinni sessu og tekur á móti málamiðlunum á milli klukk- an níu og fimm á virkum dögum. Og akkúrat af þessum sökum má ætla að f lokkurinn á miðjunni komi best út úr þessu undarlega stjórnarsamstarfi sem varð til í sínum pólitíska ómöguleika fyrir fimm árum, einmitt í þessum mánuði. Og hann mun nýta sér það. n Á berangri MANNAMÁL FIMMTUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.