Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 22
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Aldís Rún Lárusdóttir er nýr sviðs- stjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en hún hóf störf 1. september. Á forvarnasviði starfa 12 manns með mismunandi bakgrunn en tæpur helmingur starfsfólksins er slökkviliðsmenn í grunninn. „Forvarnasvið skiptist í hönn- unareftirlit og eldvarnaeftirlit. Hönnunareftirlitið felst í því að við förum yfir teikningar og brunahönnun í tengslum við umsókn um byggingarleyfi þar sem við erum umsagnaraðili hjá byggingarfulltrúa. Eldvarnaeftir- litið tekur svo við þegar bygg- ingarnar eru teknar í notkun og fylgir því eftir að brunavörnum sé viðhaldið í samræmi við lög og reglur,“ útskýrir Aldís Rún. „Eldvarnaeftirlitið hjá okkur felst í auknum mæli í skjalfestingu öryggis. Það eru eldvarnafulltrúar í stærri byggingum, þeir skila inn gögnum fyrir hönd eigenda um að ákveðin atriði hafi verið yfirfarin og séu í lagi. En við erum líka enn að fara sjálf í fjölmargar hefð- bundnar eldvarnaskoðanir þar sem gengið er um húsið, ákveðin atriði skoðuð og skrásett, en það er allt skráð rafrænt hjá okkur í dag.“ Forvarnir fyrir almenning Aldís Rún segir að í forvörnum fyrir almenning sé mest áhersla lögð á að fólk hafi reykskynjara í vistarverum sínum, einnig segir hún að slökkvitæki og eldvarna- teppi séu öryggisbúnaður sem ætti að vera sýnilegur á hverju heimili. „Við setjum reykskynjara í fyrsta sæti. Þeir bjarga mannslíf- um. Þetta er ódýrt tæki sem getur skipt sköpum ef upp kemur eldur. Það er mikilvægt að reykskynjarar séu í öllum helstu rýmum íbúða. Sérstaklega þar sem eru raftæki og þar sem fólk sefur,“ segir hún. „Í f lestum reykskynjurum þarf að skipta um rafhlöðu árlega en í dag er líka farið að selja reyk- skynjara með rafhlöðum sem hafa lengri endingartíma. Það er mikilvægt að fólk skoði vel hvaða búnað það er með og yfirfari hann reglulega.“ Ungt fólk þarf að bæta sig Kannanir sem Gallup hefur gert fyrir Eldvarnabandalagið sýna að almennt eru heimilin að efla eldvarnir. „Þessar niðurstöður sannfæra okkur um gildi þess að halda uppi reglulegri fræðslu um eldvarnir. Sífellt f leiri eiga nauðsynlegan eldvarnabúnað eins og reykskynj- ara, slökkvitæki og eldvarna- teppi. Þó eru því miður ákveðnir hópar sem við höfum áhyggjur af. Könnun Gallup sýnir til dæmis að ungt fólkið á aldrinum 25–34 ára þurfi að bæta sig. Það væri þess vegna f lott að bæta reykskynj- urum, slökkvitæki og eldvarna- teppi á jólagjafalistann fyrir ungt fólk,“ segir Aldís Rún. Eldvarnaátak Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkra- f lutningamanna stendur árlega fyrir eldvarnaátaki og Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins tekur þátt í því. „Þar sem eld- varnaátakið er nú haldið í 30. sinn má búast við því að fólk sem var í fyrstu árgöng- unum sé jafnvel komið með börn sem fá þessa fræðslu í grunnskólunum í dag. Eldvarnaátakið er fræðsla fyrir börn í þriðja bekk í grunn- skóla um eldvarnir í því skyni að efla eldvarnir og öryggi á heimilum þeirra. Skólarnir eru heimsóttir og farið er yfir fræðslu- efni,“ segir Aldís. Aldís Rún segir mikilvægt að minna fólk á að hlaða raftæki, eins og til dæmis snjalltæki, síma eða rafhlaupahjól í öruggu umhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er mikilvægt að fólk skoði vel hvaða búnað það er með og yfirfari hann reglulega. Það er mikilvægt að hafa kertin í öruggu umhverfi og víkja ekki frá þeim. „Í fræðslunni er lögð áhersla á að kynna helstu atriði í eld- vörnum og kenna þeim að nota neyðarnúmerið 112, ef þau þurfa aðstoð. En slökkviliðin heimsækja einnig leikskólabörn þannig að þegar þau eru komin í 3. bekk þekkja þau nokkuð til,“ segir hún og bætir við að það hafi sýnt sig að fræðslan skilar sér inn á heimilin. „Börnin fara heim og spyrja: Hvað erum við með marga reyk- skynjara? Hvar er slökkvitækið okkar? Þetta ýtir við foreldrunum og hvetur þá til að gera betur.“ Krakkarnir fá fræðsluefni með heim og geta svo tekið þátt í Eldvarnagetrauninni þar sem spurningum úr fræðsluefninu er svarað. Lausnum er skilað inn raf- rænt og svo er dregið úr innsend- um lausnum og verðlaun afhent á 112-deginum, sem er 11. febrúar ár hvert. Örugg hleðsla Núna þegar jólin nálgast er meira um að fólk hafi kveikt á kertum, en Aldís hvetur fólk til að fara sérstaklega varlega í kringum kertaljós. „Það er mikilvægt að hafa kertin í öruggu umhverfi og víkja ekki frá þeim. En það er ekki bara í kringum jól sem þarf að fara var- lega. Það þarf alltaf að huga að eldvörnum,“ segir hún. „Hleðsla á raftækjum hefur verið mikið í umræðunni núna. Það er mikilvægt að minna fólk á Slökkvi- tæki og eld- varnateppi ættu að vera til á hverju heimili og reykskynj- arar ættu að vera í öllum her- bergjum. Við þökkum stuðninginn Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna færir eftirtöldum bestu þakkir fyrir stuðninginn við Eldvarnaátakið: 112, HMS, SHS, Eignarhalds- félaginu Brunabótafélagi Íslands, Eldvarnamiðstöðinni og slökkviliðunum í landinu. að hlaða raftæki, eins og til dæmis snjalltæki, síma eða rafhlaupa- hjól í öruggu umhverfi. Það þarf að hafa þau í hleðslu í rými þar sem er reykskynjari og tækin má aðeins hlaða með búnaði sem ætlaður eru til hleðslu á þeim. Látið rafhlöðuna eða hleðslu- tækin vera á f lötu tregbrennan- legu undirlagi og passið að breiða ekki yfir tækin, því þá geta þau ofhitnað. Auk þess ætti ekki að hlaða tæki þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar og alls ekki nota skemmda rafhlöðu.“ Ef eldur kemur upp Aldís segir mikilvægt að fólk kunni að bregðast við er eldur kemur upp. „Þá er aðalatriðið að vera með þennan grunnöryggisbúnað sem við ræddum áðan, reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi, og beita þeim ef það er óhætt. Einnig viljum við leggja áherslu á að fólk komist út, þekki f lóttaleiðirnar og kunni að opna þær,“ segir hún. „Það er mikilvægt að bæði börn og fullorðnir kunni að bregðast við. Viti hvert þau ætla að fara og hvar þau ætla að hittast fyrir utan. Eldvarnahandbók heimilisins var gefin út fyrir nokkrum árum og hún stendur fyrir sínu. Þar er farið yfir helstu atriðin. Handbókin er aðgengileg á vef Eldvarnabanda- lagsins á íslensku, ensku og pólsku en Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins vísar líka í hana á sínum vef og eflaust f leiri.“ n 2 kynningarblað A L LT 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.