Fréttablaðið - 17.11.2022, Síða 29
Á síðustu miss-
erum hefur
umhverfisvernd verið í æ
meiri brennidepli í
samfélaginu og engin
undantekning hefur
verið hjá okkur.
Hringrás – HP Gámar er
fjölskyldufyrirtæki og hefur
þjónustað viðskiptavini sína
í 20 ár. Hringrás hóf nýlega
samstarf við Súrefni kol-
efnisjöfnum sem hófst með
útreikningi á kolefnisspori
Hringrásar.
Hringrás tekur á móti öllum
málmum til endurvinnslu og HP
Gámar sinna daglegri sorphirðu
hjá fyrirtækjum og einstaklingum.
„Á síðustu misserum hefur
umhverfisvernd verið í æ meiri
brennidepli í samfélaginu og
engin undantekning hefur verið
hjá okkur. Að endurvinna er jú
lykilatriði í hringrásarhagkerfinu
og hefur sjálfbærni og umhverfis
vernd verið í forgangi hjá okkur,“
segir Geir Sigurður Gíslason,
rekstrarstjóri Hringrásar.
„Nýlegt samstarf við Súrefni
kolefnisjöfnun hófst með útreikn
ingi okkar á eigin kolefnisspori,
nánar tiltekið innan umfangs 1
og 2 er varðar beina losun tækja,
véla, f lutninga og krókbíla fyrir
tækisins, en einnig orkunotkun
félagsins. Frá sérfræðingum
ReSource International verkfræði
stofu fékkst vottaður útreikningur
á kolefnisspori félagsins sem því
næst var hægt að nýta til að hefja
vegferð Hringrásar að kolefnis
hlutleysi með Súrefni kolefnis
jöfnun.“
Geir segir að 100% af umfangi 1
og 2 hafi verið bundin í nýju verk
efni Súrefnis, Súrefnisskóginum,
og var gerður fimm ára samningur
til að binda losunina. Súrefnis
skógurinn er staðsettur á Suður
landi við Seljalandsfoss og hægt
er að sjá hann frá þjóðveginum og
heimsækja.
„Það var þó mikilvægt fyrir
okkur frá upphafi að gera þetta
rétt og fylgja reglunum sem tækni
forskrift Staðlaráðs um ábyrga
kolefnisjöfnun á Íslandi tók fram
í tjáningu og aðgerðum. Því stað
hæfum við að vegferð Hring
rásar og HP Gáma er hafin í átt að
kolefnishlutleysi en við erum ekki
orðið kolefnishlutlaust félag enn,“
útskýrir Geir.
„Í samstarfi við ReSource Inter
national höfum við þó áætlun um
minnkun kolefnisspors félags
ins, með tilliti þó til stækkunar
á umfangi félagsins. Sá hluti sem
ekki er hægt að koma í veg fyrir
skal áfram bundinn í áframhald
andi stækkun Súrefnisskógarins.“
Árið 2020 var tekin ákvörðun
um það hjá Hringrás og HP
Gámum að gróðursetja um 15.000
tré til að binda losun fyrirtækisins
og umfram það.
„Við áætlum að það þurfi að
gróðursetja um 10–15 þúsund
plöntur á ári á næstu fimm árum
svo undir lokin kemur til með að
rísa mikilfenglegur skógur. Við
teljum líklegt að í framtíðinni
tökum við þátt í einingasafni mis
munandi verkefna með Súrefni
til að kolefnisjafna bæði með
bindingu en einnig með forvarnar
verkefnum,“ segir Geir.
Ný verkefni og tækifæri
Sjálfbærni er enn í forgangi innan
veggja Hringrásar og HP Gáma og
þróunin hefur því haldið áfram.
Síðasta árið hafa gífurleg vinna
og fjármunir verið lögð í þróunar
verkefni í samstarfi við ReSource
International og Súrefni sem
snýr að því að bjóða viðskipta
vinum fyrirtækisins upp á ítarlega
útreikninga á kolefnisspori brota
járns.
„Við teljum þetta mikilvægt
fyrsta skref í rétta átt til upp
lýsingagjafar og til að auðvelda
viðskiptavinum okkar að taka
ábyrgar ákvarðanir um sinn
úrgang. Á nýja svæðinu okkar í
Hafnarfirði mun rísa rafmagns
tætari fyrir brotajárn. Hann mun
lækka kolefnisfótspor fyrir
tækisins til muna. Í beinu fram
haldi mun rafmagnspressa fyrir
brotajárn fara á starfstöðina okkar
á Akureyri,“ segir Geir.
Aðspurður um ástæðu þess að
Súrefni hafi orðið fyrir valinu sem
samstarfsaðili svarar Geir:
„Þegar við fórum að skoða
betur sjálfbærni og hver næstu
skref yrðu að vera fyrir Hringrás
þá rannsökuðum við markaðinn
og sáum að einungis örfá félög
á Íslandi voru að bjóða upp á
kolefnisjöfnun – en bara eitt félag
virtist leggja áherslu á að kol
efniseiningarnar sem nýttar yrðu
væru vottaðar frá upphafi. Það var
Súrefni. Það gaf auga leið að þetta
var eina félagið sem var með skýra
framtíðarsýn á hvernig markaður
kolefnisjöfnunar yrði á næstu
áratugum og við ákváðum því að
hefja samstarf með þeim.“
Geir segir þjónustuna hafa verið
til fyrirmyndar.
„Þjónustan er bæði skjót og per
sónuleg en jafnframt fagmannleg.
Það sem skiptir okkur mestu máli
í samstarfsaðilum okkar eru opin
ská og heiðarleg samskipti ásamt
góðum viðskiptaháttum og sann
gjörnu verði miðað við þjónustu
– en Súrefni tikkar í öll þau box,“
segir hann.
Að lokum segir Geir að sam
starfið hafi skilað aukinni umræðu
um umhverfisvernd innan fyrir
tækisins.
„Starfsfólkið er mjög ánægt
með gróðursetninguna. Kolefnis
jöfnun er hluti af aukinni áherslu
fyrirtækisins á umhverfismál og
minnkun kolefnisfótspors.“ n
Sjálfbærni í
forgangi hjá okkur
Geir Sig-
urður Gíslason
rekstrarstjóri
Hringrásar/
HP Gáma segir
samstarfið við
Súrefni kolefnis-
jöfnum hafa
skilað árangri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Samstarfið við Súrefni kolefnisjöfnun hófst með útreikningi á kolefnisspori er varðar beina losun tækja, véla,
flutninga og krókbíla fyrirtækisins. MYND/AÐSEND
kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2022 HREIN ORK A