Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 36
Víða skín sólin
vikum og mán-
uðum saman og nánast
biður um að vera virkj-
uð.
Kolviður hefur frá árinu
2006 tekið að sér að gefa
fyrirtækjum, stofnunum
og einstaklingum kost á að
kolefnisjafna mengun vegna
eldsneytisbruna.
Þetta gerir Kolviður með því að
planta trjám á móti kolefnislosun.
Reynir Kristinsson, stjórnarfor
maður Kolviðar, segir stöðugt fleiri
einstaklinga kjósa að kolefnisjafna
lífsstíl sinn.
„Kolviður er í eigu Skógræktar
félags Íslands og Landverndar.
Sjóðurinn er ekki hagnaðardrifinn
og því fara allar tekjur hans í skóg
ræktarverkefnin,“ segir Reynir
og bætir við að Kolviður þjónusti
nú um 200 stór og smá fyrirtæki
með bindingu kolefnis í skógrækt.
„Einnig eru fjölmargir einstakling
ar innlendir og erlendir sem vilja
binda losun sína vegna ferðalaga
og heimilishalds.“
Meðalheimilið losar 12 tonn
af koltvísýringi á hverju ári
Hann segir fólk og fyrirtæki orðin
meðvitaðri um skaðann sem
kolefnisútblástur veldur. „Við
teljum að fréttaflutningur af nátt
úruhamförum geri fólk meðvitað
um skaðann en ekki endilega um
hvernig það getur lagt hönd á plóg.
Samkvæmt kolefnisreikni OR og
Eflu losar meðalheimili um 12
tonn af koltvísýringi árlega og til
að binda það þyrfti að planta um
120 trjám á ári. Samkvæmt gjald
skrá Kolviðar kostar það um 30
þúsund krónur.“
Nú eru sextán ár síðan sjóður
inn tók til starfa og Reynir segir
fyrstu trén sem plantað var farin
að gera sitt gagn. „Fyrstu trén eru
núna milli 150 og 200 cm á hæð og
er þegar farið að muna um framlag
þeirra til hreinsunar andrúms
loftsins. Í ár var plantað um 390
þúsund trjám og við stefnum að
um 500 þúsund plöntum á næsta
ári. Við erum með um 180 þúsund
tonn í bindingarferli sem er bara
brotabrot af heildarlosun landsins
og við getum því gert mun betur.“
Hann segir kolefnisbindingu taka
tíma. „Vöxtur skógar er eins og
vöxtur mannsins, fer hægt af stað
og nær fullum vexti eftir 40–50
ár en það er sá tími sem Kolviður
reiknar sér til kolefnisbindingar.
Fyrirtæki og einstaklingar eru
með kaupum sínum á kolefnis
bindingu að setja af stað ferli sem
hefst með gróðursetningu og fer
síðan að skila árangri árlega. En
öll kolefnisbinding tekur tíma
og það eina sem hefur bein áhrif
samstundis er að hætta losun.
Einstaklingur sem notar hjól, fer
ekki í f lug, borðar grænmeti og
er með hóflega neyslu losar um
4 tonn CO2 á ári. Einstaklingur
sem á bíl, fer í eitt f lug innanlands
og eitt erlendis, borðar kjöt og
er með meðalneyslu losar um 10
tonn CO2 á ári. Það sýnir sig því
að það er hægt að hafa heilmikil
áhrif með því að breyta venjum
sínum.“
Kolviður er nú með loftslags
skógaverkefni á Geitasandi,
Úlf ljótsvatni, Skálholti, Reykholti
og á Húsavík og að sögn Reynis
er áhersla lögð á að vanda vel til
verka við val á landi, plöntum og
við framkvæmd verkefna í sátt
við umhverfið. „Landeigendur og
sveitarfélög ákveða hvar má vera
skógur og hvar ekki og svo þarf
að velja plöntur sem henta stað
setningunni. Skógar hafa áhrif
á ásýnd rétt eins og öll mann
virki, til dæmis nýr vegur, nýtt
hús eða nýtt tún. Valið stendur
á milli slæmra loftslagsáhrifa og
jákvæðra áhrifa skóga þó sumum
finnist þeir skyggja á útsýni eða
breyta landslagi um of.“
Hann segir þessi jákvæðu
áhrif gríðarleg. „Hlutverk skóga
í kolefnishringrásinni er að fjar
lægja úr andrúmsloftinu kol
tvísýring sem losnað hefur, til
dæmis við rotnun lífrænna efna
eða vegna bruna jarðeldsneytis
og skila súrefni á móti þannig að
skógarnir bæði binda kolefnið og
bæta andrúmsloftið. Skógurinn
hindrar einnig uppblástur og
verður aðsetur fyrir fugla og aðrar
lífverur. Þá skapa skógar einn
ig skjól og útivistarmöguleika
og þegar skógur er fullvaxinn er
hann mikilvægt framlag til sjálf
bærni byggingarefna úr timbri. Þá
skapa skógar mikinn fjölda starfa
svo það er sveitarfélögum í hag að
fá skóga á sitt svæði. Landeigendur
eignast skóginn að binditímanum
liðnum og eignast þá bindingu
sem þá er eftir og ættu að geta
selt timbur úr skóginum. Landið
verður þannig mun verðmætara
með skógi en án hans.“ Kolviður
vinnur að alþjóðlegri vottun verk
efna sinna. n
Nánari upplýsingar um starfsemi
Kolviðar má finna á kolvidur.is
og hægt er að reikna eigið kol-
efnisfótspor á kolefnisreikninum
https://www.kolefnisreiknir.is.
Fyrstu trén farin að skila árangri
Kolviður stefnir að því að planta 500 þúsund trjáplöntum á næsta ári.
MYND/AÐSEND
Hér undirrita Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, og Róbert A. Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis fast-
eignaþróunarfélags, samning um kolefnisbindingu íbúðabyggingarverkefnis á Héðinsreit. MYND/AÐSEND
Fyrirtæki og ein-
staklingar eru með
kaupum sínum á kol-
efnisbindingu að setja af
stað ferli sem hefst með
gróðursetningu og fer
síðan að skila árangri
árlega.
Reynir Kristinsson
Íslendingar nýta sannarlega
tækifærin þegar kemur að
hreinni orku enda af nægum
orkugjöfum að taka, bæði
í vatnsföllum, jarðhita og
blessuðu rokinu sem gleður
okkur svo mjög.
brynhildur@frettabladid.is
Minna fer fyrir því að við nýtum
sólarorku enda standa sólar
stundir hérlendis trauðla undir
mikilli virkni svona almennt þó
að einstöku sumar á Norðurlandi
gæti knúið nokkrar ljósaperur. En
annars staðar á jarðkringlunni skín
sólin vikum og mánuðum saman
og nánast biður um að vera virkjuð.
Hér á eftir fylgja nokkrar áhuga
verðar staðreyndir um sólarorku.
Hugmyndin um að nýta sólar
orku til raforkuframleiðslu er fjarri
því að vera ný af nálinni. Árið 1839
fann Alexandre Edmond Becquerel
út hvernig hægt væri að nýta sólar
geisla sem orku og árið 1941 fann
Russel Ohl upp sólarselluna. NASA
var svo fyrst til að nota sólarorku á
fimmta áratug síðustu aldar en þar
var hún notuð um borð í gervi
hnettinum Vanguard sem í dag er
elsta gervitungl á braut um jörðu.
Andfætlingar okkar í Ástralíu
njóta mun fleiri sólarstunda en við
hér á Fróni. Sólarorka er enda orð
inn stærsti hreini orkugjafi Ástralíu
en hún tók fram úr vindorku árið
2020 þegar fjölmörg heimili settu
upp sólarrafhlöður til heimilis
nota. Nú er í byggingu risasólarraf
hlöðugarður í NýjaEnglandi sem
mun spanna 2.700 hektara lands
í þremur aðskildum einingum og
framleiða um 720 MW þegar hann
verður fullkláraður.
Hægt er að geyma sólarorku í
salti en sú tækni kallast „molten
Sól, sól skín á mig
Í suðlægum löndum eru gríðarstór landsvæði lögð undir svokallaða sólarbúgarða enda nægt framboð af sólar-
geislum til að virkja. Hér má sjá einn stærsta sólarbúgarð í heimi sem rís í Gonghe í Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
salt technology“ eða „molten
salt energy storage“ (MSES) sem
útleggst sem saltbráðartækni. Þar
er sólarljós magnað upp þannig að
það bræði salt við 131 gráðu á Cel
sius. Saltið er síðan geymt í vökva
formi í einangruðum geymslutanki.
Ef einangrunin er nægilega góð er
hægt að geyma orku með þessum
hætti í allt að eina viku. Þegar síðan
þarf að nota orkuna er sjóðandi
bráðnu saltinu dælt inn í venjulega
gufuvél til að búa til ofurgufu sem
knýr svo venjulega túrbínu eins og
þær sem eru notaðar í öðrum orku
verum sem notast við kol, olíu eða
kjarnorku. Flest sólarorkuver nýta
nú þessa tækni.
Nokkur risastór sólarorkuver
eru ýmist nýtilbúin eða í bygg
ingu um allan heim. Þar má nefna
nýrisið sólarorkuver í eyði
mörkinni í Gonghe í Kína sem
spannar 5.000 hektara lands. Það
tók aðeins tvö ár í byggingu og
þar eru framleidd 2.200 MW af
sólarorku. Meðal annarra risa
sólarorkuvera má nefna Bhadla
Solar Park á Indlandi sem hefur
framleiðslugetu allt að 2.245 MW
og nær yfir 14.000 hektara lands
sem gerir það að stærsta sólarorku
veri heims. Annað er Benban Solar
Park í Egyptalandi. Það er stærsta
sólarorkuver Afríku og það fjórða
stærsta í heimi. Stærsta sólar
orkuver Bandaríkjanna er Copper
Mountain Solar Facility sem er
staðsett í Nevadaeyðimörkinni
þar sem er enginn skortur á sól
skini. Verið hóf starfsemi sína árið
2010 og hefur framleiðslugetu allt
að 802 megavöttum.
Sólarorkan er þó ekki bara
strandir og sleikjó því margir hafa
bent á ýmsa galla hennar, meðal
annars mikil umhverfisáhrif af
framleiðslu sólarsella, óáreiðan
leika sólskins sem við Íslendingar
þekkjum mætavel og hversu pláss
frekar þær eru. Þá er líftími þeirra
kringum 20 ár sem þýðir að þær
fyrstu eru farnar að daprast og
ekkert skipulag er kringum endur
vinnslu eða nýtingu á þeim.
Þrátt fyrir þetta er sólarorka
mun umhverfisvænni en jarð
efnaeldsneyti og því fyrirsjáanlegt
að hún muni leysa það að hólmi
allvíða á næstu áratugum. n
Hægt er að safna sólargeislum af þakinu til að knýja heimilið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
12 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A