Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 46
Því er oft haldið fram með nokkrum rétti að opinber saga og háskólasagn- fræði séu úr tengslum hvor við aðra, gangi ekki í takt. Opinber saga og almenn sögukunnátta hvíla oft á einföldum söguþræði sem auðvelt er að muna, yfirleitt niðursoðinni stjórnmálasögu. Virðist gilda einu þótt slíkum söguskilningi sé hafnað í fræðilegri umræðu áratugum saman, hann er lífsseigur og hluti af rótfastri heimsmynd. Við tölum stundum um „söguskoðun sjálf- stæðisbaráttunnar“ í þessu sam- hengi, nútímahugmyndir um „þjóð“ og „frelsi“ sem fella aldalanga sögu, menn og atburði, í einfalt form sem þægilegt er að brjóta saman og hafa í rassvasanum. Þessi skilningur er gjarnan dreg- inn upp þegar ferðast er um leik- svið sögunnar, verður að landakorti sem vísar á sögufræga staði. Þangað leiðum við bæði okkur sjálf og gesti sem sækja okkur heim. Ferðalangar vilja heyra sögur, vita hvað sé merki- legt og þess virði að skoða. Ríkjandi söguskilningur ræður úrslitum um hvaða staðir og minjar teljast frá- sagnarverðir og minnisverðir, eru markaðir út úr hversdagsleika sínum með umgjörð og settir til sýnis. Þeir verða hluti af sérstakri atvinnugrein, menningartengdri ferðaþjónustu. Út er komin bók eftir Helga Þor- láksson, fyrrum prófessor í sagn- fræði og einn okkar helsta sérfræð- ing um Íslandssögu fyrri alda, sem fjallar um þetta merkilega fyrirbæri, íslenska sögustaði. Ein ástæða þess að opinber saga og háskólasagn- fræði ganga ekki í takt er vísast sú að fræðimenn taka ekki nógu oft og hávært til máls á almennum vett- vangi heldur skrifa frekar hátim- bruð sendibréf hver til annars innanhúss í fílabeinsturninum. Það er því rík ástæða til þess að vekja athygli á þessari snjöllu bók, Á sögu- stöðum, sem vekur til umhugsunar og endurmats á því hvernig við skilj- um fortíðina, hvernig við segjum frá henni og hvernig við leiðum okkur sjálf og aðra um leiksvið hennar. Öfugt við sendibréf fræðimanna er hún skrifuð í aðgengilegum og léttum stíl fyrir allt áhugafólk um sögu og menningartengda ferða- þjónustu, neytendur og veitendur. Helgi fjallar sérstaklega um sex sögustaði (Bessastaði, Skálholt, Odda, Reykholt, Hóla og Þingvelli) og sýnir hvernig sögulegt mikilvægi þeirra í nútímanum grundvallast á gömlum og um margt úreltum söguskilningi, líkt og sagan hafi verið „fryst“. Tilgátur og túlkanir eiga það til að verða viðtekin sann- indi með tímanum og að endingu grátheilagar staðreyndir. Til þess að vekja máls á öðrum valkostum er því nauðsynlegt að ræða gagn- rýnið um slík sannindi og ríkjandi viðhorf, skilja upp úr hvaða sögu- lega jarðvegi þau eru sprottin. Ástæða þess að ég drep niður penna um þetta er að bækur sem þessi eru vel til þess fallnar að bæta söguskilning og sögulæsi almenn- ings. Nú skellur jólabókaflóðið yfir og rennur mér blóðið til skyldunnar að hampa þessari skemmtilegu bók sem ég hef haft á náttborð- inu undanfarna daga í von um að hún týnist ekki í straumnum. Hún hvetur okkur til þess að halda áfram að ferðast á sögustaði en með nýjar hugmyndir í farteskinu. n Fræðin og ferðamennskan Nú stendur yfir undirbúningur að byggingu nýrrar háspennulínu, Holtavörðuheiðarlínu 3, sem mun liggja á milli Blöndustöðvar og nýs tengivirkis á Holtavörðuheiði. Línan er ein af fimm línum sem saman mynda fyrri hlutann í nýrri kynslóð byggðalínu, og munu ná frá Hvalfirði og austur á land. Framkvæmdum hraðað Upphaflega stóð til að framkvæmd- ir við Holtavörðuheiðarlínu 3 hæf- ust árið 2028 en vegna stöðunnar í raforkukerfinu hefur framkvæmd- inni verið f lýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins f ljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Nú þegar eru tvær línur af nýrri kynslóð þegar fullbúnar og komnar í rekstur. Þær eru Kröf- lulína 3 og Hólasandslína 3 sem mynda samfellda tengingu á milli Fljótsdalsstöðvar og Akureyrar. Línurnar hafa nú þegar sannað gildi sitt í óveðrum nú í haust þar sem að skemmdir urðu á gömlu byggðalínunni á þessari leið án þess að raforkunotendur á svæðinu urðu varir við truf lanir á af hendingu. Eins er þegar hafin atvinnuupp- bygging á Akureyri sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Hinar þrjár eru Blöndulína 3 frá Akureyri að Blöndustöð og Holtavörðuheiðarlínur 1 og 3 sem ná frá Hvalfirði til Blöndu með við- komu í tengivirkinu á Holtavörðu- heiði. Þær eru nú allar í komnar í undirbúningsfasa en eru mislangt komnar í undirbúningnum. Samtal við hagsmunaaðila Und irbú ning u r að byg g ing u háspennulína er langt og vanda- samt ferli og náið samráð haft við hagsmunaaðila, landeigendur og aðra íbúa svæða sem línur munu ná yfir. Landsnet hefur síðustu ár verið að móta sína verkferla varðandi undirbúning línuframkvæmda og hefur það skilað sér í styttri undir- búningstíma og meiri sátt um nauð- synlega innviðauppbyggingu. Þjóðhagslegur ávinningur Með byggingu línunnar næst fram mikið hagræði fyrir raforkukerfið í heild sem m.a. stuðlar að bættri nýtingu virkjana á norður- og austurhluta landsins auk þess sem f lutningstöp og líkur á af lskorti munu minnka. Þetta stafar af því að með tilkomu hennar greiðist úr f löskuhálsi í f lutningskerfinu sem hefur afmarkast af línum í vestur af Blöndustöð og í austur af Fljóts- dalsstöð. Með Holtavörðuheiðar- línu 3 munu Norðurland vestra og Vestfirðir færast undir áhrifasvæði virkjana á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi sem eykur nýtingu þeirra og minnkar rennsli um yfir- fall lóna á svæðinu með tilheyrandi orkutapi. Sveitarfélögin á Norðvesturlandi í eftirsóknarverðri stöðu Línuleiðin hefur ekki verið ákveðin ennþá en nokkrir valkostir verða teknir til skoðunar í umhverfis- matsferlinu. M.a. valkostir sem snúa að því að minnka vegalengdina á milli endapunkta línunnar og val- kostir þar sem línan verður lögð í nágrenni núverandi f lutningslína á svæðinu. Áætlanir um þróun f lutnings- kerfisins gera ráð fyrir því að núverandi línur, þ.e. Laxárvatns- lína 1 og Blöndulína 1 verði áfram í rekstri og muni þá öðlast nýtt hlut- verk sem felst í því að fæða lands- hlutann með raforku frá megin- f lutningskerfinu. Með því munu sveitarfélögin á svæðinu verða í eftirsóknarverðri stöðu þar sem tvær 132 kV f lutningslínur munu fá það hlutverk að fæða svæðið raf- orku með flutningsgetu á við upp- sett afl Blönduvirkjunar með tvö- földu afhendingaröryggi. Mun það auka möguleika svæðisins til vaxtar og orkuskipta til muna , enda um margföldun á tiltækri afhendingar- getu orku að ræða frá því sem nú er. Munu þá íbúar Norðvesturlands loksins geta notið nálægðarinnar við Blönduvirkjun að fullu, en það hefur verið takmörkunum háð fram að þessu vegna flutningstakmark- ana á gömlu byggðalínunni. Til að viðhalda þeirri stöðu svæðisins þarf einnig að huga að endurnýjun núverandi kerfis en Laxárvatns- lína 1 og Blöndulína 1 voru teknar í rekstur árið 1977 og nálgast því fimmtugt. Þær hafa því verið settar á endurnýjunaráætlun Landsnets og stendur til að endurnýja þær á næsta áratug. Munu þær þá verða endurnýjaðar sem loftlínur á sterk- um stálröramöstrum sem þola verri veður en tréstauralínur og/eða sem jarðstrengir, eftir því sem tæknilegt svigrúm leyfir. Hvert svigrúm til jarðstrengs- lagna í flutningskerfi raforku verður í einstökum landshlutum fer eftir þróun raforkukerfisins á næstu árum og áratugum, en auknar styrk- ingar kerfisins og uppbygging orku- vinnslu auka almennt möguleika á að leggja línur á háum spennu- stigum í jörðu. n Styrkingar raforkukerfisins á Norðvesturlandi Aðfaranótt 29. nóvember 1671 varð Þormóður Torfason fornfræðingur manni að bana í gistihúsi á Sámsey norður af Fjóni. Þangað var hann kominn með séra Lofti Jósefssyni, Sigurði Ásgeirssyni og Torfa Hákon- arsyni á leið til Kaupmannahafnar. Þeir höfðu siglt frá Skagaströnd tveimur mánuðum fyrr og gekk ferðin greiðlega til Amsterdam en í næsta áfanga urðu þeir skipreka við Skagen nyrst á Jótlandi. Þeir héldu landleiðina til Árósa og kom- ust í bát sem í óveðri leitaði skjóls við þorpið Stavns á Sámsey. Sam- skipa voru þrír Danir sem hétu svo mikið sem Hans Pedersen Holbek, Hans Jørgensen og Sisse Peders- datter. Atburðarás um nóttina má greina í yfirheyrslum í dómabók sem danski fræðimaðurinn Steffen Hahnemann nýtti fyrstur í bók- inni Tormoder Torfeus på Samsø 1671–1672 (2017). Þar er á ferðinni blendingur af fræðimennsku og skáldskap, segir höfundur sjálfur, sem til dæmis tekur fram að frá- sögn af siglingunni frá Amsterdam sé frá honum komin. Hann eykur líka við því sem hann kallar „emo- tionelle spændinger, vel i nogen grad af erotisk karakter“ og birtast í meintri samkeppni Þormóðs og Hans Holbek um hylli Sisse. Nú hefur Bergsveinn Birgisson lýst sömu atburðarás í bók um Þor- móð sem er auglýst sem ævisaga og er ætlunin að afstýra því að minn- ingin um hann þurrkist algerlega út (Þormóður Torfason. Dauðamaður og dáður sagnaritari, bls. 12). Berg- sveinn styðst við dómabókina sem hann telur að „ætti að gefa skýr- ari mynd“ en önnur gögn (195) og að sögulokum klykkir hann út: „Nokkurn veginn þannig gerðist þetta samkvæmt vitnaleiðslum frá 13. desember 1671“ (206). Þýðandi bókarinnar úr norsku fullyrti í athugasemd við lofsamlega umsögn um verkið á fésbók 13. nóvember að um manndrápið á Sámsey byggði Bergsveinn „á nýfundnum heim- ildum – og vitnar samviskusamlega til þeirra eins og annarra heimilda.“ Hvort tveggja er rétt en það dugir skammt að vísa til heimilda og síðan segja eitthvað allt annað en þar kemur fram. Líkt og Hahnem- ann lætur Bergsveinn Íslendingana og Danina hittast á skipsfjöl í Amst- erdam. Hann lýsir ekki strandinu við Skagen en gerir sér í hugar- lund „að Þormóður hafi átt vingott við Sisse hina ungu“ sem svo varð honum fráhverf og laðaðist „að hinum ljóshærða landa sínum, Hans Holbeck“ (198). Ekki eru tilgreindar heimildir fyrir þessu – enda eru þær ekki til – en um atburði næturinn- ar er áréttað: „Út frá vitnaleiðslum þessara sjö ferðalanga getum við endurgert hluta af þeirri atburða- rás sem varð þessa nótt á gistihús- inu á Sámsey“ (201). Við yfirheyrslur hafi Torfi Hákonarson sagt að Hans Holbek hafi beðið Þormóð um að fara að sofa og telur Bergsveinn að hann hafi þannig ætlað að losa sig við keppinaut um ástir Sisse. Þor- móður fór á nærfötunum inn í her- bergið til Sisse sem neitaði að fara út þrátt fyrir beiðni húsfreyju sem svo læsti að utan þegar Þormóður óskaði eftir því að fá að vera einn. Þá var Hans nóg boðið; hann ærðist og braut upp dyrnar „með braki og brestum.“ Þormóður rak upp skelfingaróp og tók fram hníf sinn: „Hann sér blóðugt andlit frammi fyrir sér, afmyndað af afbrýðisemi og reiði: „Hún er MÍN,“ getur Þor- móður lesið úr trylltu augnaráðinu. Hans Holbeck snýst gegn Þormóði, einnig með hníf í hendi, hann víkur sér undan en er lokum eins og afkróað dýr“ (204–205). Á vefsetri ríkisskjalasafns Dan- merkur eru skannaðar örfilmur dómabóka og þar er Sámseyjar- bókin 1667–1672 (Vef. www.sa.dk). Samanburður við þann texta sem þar gefur að líta leiðir í ljós að frá- sögn Bergsveins um morðið er ein- skær tilbúningur litaður kynórum sem hvergi sér stað í yfirheyrslum. Þar birtast drykkjulæti og slags- mál gesta sem Þormóður reyndi að komast undan af ótta við að vera drepinn, með þeim afleiðingum að hann stakk Hans Holbek í kviðinn þegar hann réðst að honum. Þetta útskýrði ég í ritdómi um norska gerð bókarinnar í vorhefti tímarits- ins Sögu í fyrra; hún heitir Mannen fra middelalderen. Historikeren og morderen Tormod Torfæus (2020). Í þýðingunni er dómsins ekki getið en tekið tillit til fáeinna smáatriða sem ég benti á og afskræmingunni að öllu leyti haldið til streitu. Það sama á við um rangfærslur um að Þormóður hafi verið rekinn úr starfi þýðanda árið 1664 og sendur til Noregs. Þetta veldur því að bókinni er ekki treystandi sem fræðilegu framlagi eða ævisögu og þá duga hvorki 779 neðanmálsgreinar né 18 blaðsíðna ritaskrá. Þetta er miður því byggt er á viðamikilli rannsókn og fyrirliggjandi fræðimennska er nýtt af miklu hugviti. Skáldlegir sprettir hér og þar koma ekki að sök því ýmist varar Bergsveinn við eða tilþrifin eru svo augljós að engum dettur í hug að tekið sé mið af heimildum. Allt er það innan skekkjumarka en ekki blekkingar sem vísvitandi ganga á sveig við heimildir sem þó er vísað til. n Morðinginn Þormóður Torfason Hvort tveggja er rétt en það dugir skammt að vísa til heimilda og síðan segja eitthvað allt annað en þar kemur fram. Eins er þegar hafin atvinnuuppbygging á Akureyri sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Tilgátur og túlkanir eiga það til að verða viðtekin sannindi með tímanum og að endingu grátheilagar staðreyndir. Már Jónsson sagnfræðingur Gnýr Guðmundsson yfirmaður grein- inga og áætlana í raforkukerfinu hjá Landsneti Viðar Pálsson sagnfræðingur 22 Skoðun 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.