Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 58
Að spila á hljóðfæri er
miklu miklu stærri
hluti af mínu sjálfi en
ég vil nokkurn tímann
viðurkenna. Ég hef
samið og æft og ruglað
á hljóðfæri í þrjátíu og
eitt ár.
Magnús Trygvason Eliassen
Maggi trommari er á snerti
fleti við flesta kima íslensks
tónlistarlífs. Hann er jafn
framt meðlimur djassbands
ins ADHD og einn stofnmeð
lima hinnar gríðarvinsælu
sveitar Moses Hightower.
Síðarnefnda sveitin fagnar
um þessar mundir tíu ára
afmæli útgáfu Annarrar
Mósebókar.
ninarichter@frettabladid.is
Önnur Mósebók með Moses High
tower var valin plata ársins 2012
af Fréttablaðinu, komst á Kraums
listann, fékk Menningarverðlaun
DV og hlaut Íslensku tónlistarverð
launin fyrir lagasmíðar og texta
gerð auk tilnefninga fyrir plötu, lag,
söngvara og upptökustjóra ársins.
Magnús Tryg vason Eliassen
mætir á Hressingarskálann á gráum
haustdegi. Hann er með derhúfu og
strákslegt yfirbragð og hefur ekki
breyst mikið síðan undirrituð sá
hann fyrst spila á tónleikum árið
2005. Maggi trommari, eins og hann
er gjarnan kallaður, er alinn upp á
Vatnsenda í Norðlingaholti. „Það
er alveg jafn langt þangað í dag, en
bara fleiri hús á milli,“ segir hann.
„Algjört sveitalíf,“ segir hann.
Móðir hans er fyrrverandi leik
skólastýra og deildarstjóri á leik
skóla í dag. Faðir hans er Norð
maður, fyrrverandi yf irmaður
leikmunadeildar Þjóðleikhússins.
Þaðan kemur nafnið, Trygvason
Eliassen með einu gi.
Spilaði á Magnúsi mánaðarins
Það ganga bransasögur af Magga, að
hann hafi spilað með nánast öllum
íslenskum böndum sinnar kyn
slóðar. Magnúsi mánaðarins var
slegið upp, svolítið furðulegri og
skammlífri tónlistarhátíð þar sem
Maggi kom fram með einu þessara
banda mánaðarlega. „Þetta voru alls
konar verkefni sem ég var, eða er í.
Ég hef nú aðeins minnkað við mig,“
segir hann.
Aðspurður um ástæður vinsæld
anna, hvort hann sé svona góður
trommari eða einfaldlega svona
þægilegur í samvinnu, hlær Maggi
við: „Þú þarft að taka viðtöl við alls
konar fólk um það. En örugglega
bara bæði. Það er nú samt alls konar
gott fólk annað til. Það var fyndið
að halda svona sjálfshátíð í nokkra
mánuði en svo er þetta pínu flókið.“
Það á sér dökka hlið að vera jafn
u p p t e k i n n
og raun ber
vitni og Maggi
g l í m d i v i ð
kulnun árið
2018. „Þá var
ég að f lytja
alla búslóð
ina mína yfir
í nýtt hús. Ég
var að túra með ADHD þá, við
vorum í smá Evrópureisu. Svo bara
gat ég ekki meir og var bara sendur
heim. Mér var alltaf ógeðslega illt í
maganum, ég var kvíðinn og stress
aður og mér bara leið ömurlega.“
Maggi vann sig út úr kulnuninni
með hvíld og endurhæfingarferli.
„Svo hitti ég sálfræðing reglulega
og talaði mikið við vini mína.“
Aðspurður hvaða áhrif slíkt hafi
haft á sjálfsmyndina, að koma ekki
lengur fram, svarar hann: „Ég gat
alveg sest og spilað, en það var eins
og óöryggi varðandi allt annað
hefði grillað mig að innan,“ segir
hann. Maggi er faðir og fjölskyldu
maður og gegnir því ýmsum hlut
verkum í lífinu eins og gerist. „Að
fara á Evróputúr viku eftir að maður
flytur á nýjan stað er sennilega það
heimskulegasta sem ég hef látið mér
detta í hug. Samt gerir maður þetta,
maður er alltaf að þessu. Að spila
tónleika þó að maður þurfi helst að
vera í jarðarför, afmæli og að sinna
börnunum á sama tíma.“
Maggi segir að fæstir tónlistar
menn geri sér grein fyrir því hversu
stór hluti af sjálfinu tónlistin er. „Að
spila á hljóðfæri er miklu miklu
stærri hluti af mínu sjálfi en ég vil
nokkurn tímann viðurkenna. Ég hef
samið og æft og ruglað á hljóðfæri
í þrjátíu og eitt ár,“ segir hann og
bendir á að í samanburði séu börnin
hans sjö og ellefu ára gömul.
Allir í greiningu, alla leið, alltaf
Maggi er meðlimur djasssveitarinn
ar ADHD og talandi um sjálfsmynd
má spyrja hvernig ADHDgreining
spilar inn í annað eins vinnuálag.
„Ég hef aldrei fengið greiningu en
ég er núna í ferli. Ég er að vinna í
pappírunum,“ segir hann. „Allir í
greiningu, alla leið, alltaf. Og það
mætti stytta biðtímana líka,“ bætir
hann við.
Í beinu framhaldi minnist Maggi
á þá merkilegu staðreynd að síðan
viðtalið hófst hafi Önnur Móse
bók verið á fóninum á kaffihúsinu.
„Þetta er fimmta lagið í röð,“ segir
hann hugsi. „Kannski ætti ég að
biðja þau að slökkva á þessu,“ segir
hann. „Nei. Djók.“
Vissirðu að platan yrði hittari?
„Nei. Það hefur alltaf komið
mér mikið á óvart þegar lög með
Moses verða rosa vinsæl,“ svarar
Maggi. „Ég veit ekki af hverju.“ Hann
segir að sennilega snúist það að ein
hverju leyti um hljóðfæraleikinn.
„Sumir vilja meina að þessir textar
hafi djúpa og mikla meiningu.“
Undirrituð samsinnir því.
„Steini og Andri skrifa þá að
mestu leyti. Ég hef lagt til hugmynd
ir. Einu sinni kom út lag sem heitir
Lyftutónlist með þessari ágætu
sveit. Steina vantaði innblástur og
ég lagði til lyftuferð. Þá varð þetta
til. En þeir eiga þessa texta með húð
og hári.“
Maggi á sér ekkert uppáhaldslag á
Annarri Mósebók. „Mér finnst Stutt
skref mjög gott lag og mér heyrist
þau vera að rúlla plötunni í gegn,“
segir Maggi um tónlistina sem ómar
í bakgrunni.
Maggi en ekki Mark Forster
„Heyrðu, eitt! Það er sko maður.
Heldur takti á
tíu ára afmæli
Mósebókar
Maggi upplifði
ofurálag og lenti
í kulnun árið
2018 og tók sér
hlé til að byggja
sig upp. Hann
slær upp tón
leikum ásamt
félögum sínum í
Moses High
tower í Hörpu
26. nóvember.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
benediktarnar@frettabladid.is
Þjóðargersemin Þórhallur Sigurðs
son, betur þekktur sem Laddi, hefur
slegið í gegn í myndlistarheiminum
og heldur hann sína þriðju sýningu
næstkomandi föstudag. Laddi segir
að hann hafi alltaf langað að vera
listmálari en hann hafði aldrei
neinn tíma til að sinna áhugamál
inu. Nú þegar hann er kominn á
elliárin, þá málar hann næstum því
alla daga.
„Ég er með málverkasýningu í
Smiðjunni listhúsi. Þetta er mín
þriðja sýning þar og ég er að selja
málverk á striga og teikningar á
pappír,“ segir Laddi.
Spurður hvort listin hafi tekið
yfir lífi hans segir hann svo vera.
„Bara gjörsamlega. Þetta stóð
nú alltaf til alveg frá því að ég var
unglingur, það var bara aldrei neinn
tími til þess að fara að mála. Ég lenti
í öðru, hljómsveit og svo í
skemmtibransanum og öllu
þessu, þá varð þetta bara
að bíða til elliáranna. Nú
er komið að þeim og það
verður ekki aftur snúið,“
segir Laddi, sem málar alla
daga eins og vitleysing
ur að eigin sögn.
Á málverkum
Ladda má sjá
alls kyns fígúr
ur, hálfgerða menn og álfa, sem eru
hans hugarfóstur. „Þetta eru alls
konar súrrealískar myndir sem ég
er að mála,“ segir hann.
Laddi segir að viðtökurnar við
myndum hans hafi verið góðar.
„Á þessum tveimur sýningum
sem ég hef haldið þá seldist allt
upp. Þannig það hefur gengið
ágætlega,“ segir Laddi.
Sýning Ladda verður opnuð
föstudaginn 18. nóvember í
Smiðjunni listhúsi klukkan 18. n
Laddi slær í gegn á nýju sviði
É g æ t l a
að sýna þér
my nd.“ Hann
rek ur símann upp
að andlitinu og á skjánum er ljós
mynd af manni með skegg, húfu
og gleraugu. „Eru mikil líkindi með
okkur?“
Maðurinn á myndinni heitir
Mark Forster og er þýskur tónlistar
maður, poppstjarna reyndar.
„Ég hef verið hundeltur af fólki á
götum Þýskalands sem heldur að ég
sé þessi maður. Taka myndir og elta
mig á klósettið,“ segir hann. „Það
var kona með dóttur sinni sem sá
mig labba inn á almenningssal
erni og þær hlupu á eftir mér. Ég
var á leiðinni í f lug. Svo vildu þær
ekki trúa því að ég væri ekki þessi
maður. Á sama flugvelli var fólk að
taka myndir í leyni.“
Móses Hightower heldur afmæl
istónleika útgáfunnar í Hörpu 26.
nóvember næstkomandi. n
Laddi hefur tileinkað sér
myndlist á efri árum og
hefur slegið í gegn á
nýju sviði.
Eitt af súrr
ealísku verkum
Ladda sem verð
ur til sýningar
á föstudaginn
næstkomandi.
Mark Forster
34 Lífið 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGUR