Fréttablaðið - 17.11.2022, Qupperneq 60
Ýmsir
mögu-
leikar eru
í boði
fyrir þá
sem vilja
kynna sér
aðra texta-
bundna
samfélags-
miðla en
Twitter.
Twitter er
miðlægur
vettvangur
sem rekinn
er af einu
einstöku
fyrirtæki
sem lýtur
stjórn eins
manns,
Elons
Musk.
Frá og
með árs-
byrjun
2022 er
61 pró-
sent nýrra
notenda
Tumblr, og
næstum
helmingur
virkra
notenda
undir 24
ára aldri.
Framtíð samfélagsmiðilsins
Twitter er óráðin og nýr
eigandi, Elon Musk, hefur
gefið til kynna að mögulega
sé fyrirtækið á barmi gjald-
þrots. Á miðlinum er öflugt
samfélag íslenskra notenda
sem hugsanlega eru að skima
eftir staðgengli fuglaforritsins
svokallaða.
@ninarichter@frettabladid.is
Opinberar persónur hafa nýtt
sér Twitter og sömuleiðis hafa
blaðamenn verið með dyggustu
notendum forritsins. Bláa merkið
svokallaða hefur hingað til tryggt
öryggi notenda sem geta staðfest
hverjir þeir eru í raun. Þetta er sér-
lega mikilvægt þegar frægt fólk
er annars vegar sem er útsett fyrir
kennistuldi. Nýr eigandi hefur hins
vegar gert öllum notendum kleift að
kaupa sér vottunina á átta dollara. n
Hvað er Twitter?
Twitter er örbloggs- og samfélagsnetþjónusta
í eigu bandaríska fyrirtækisins Twitter, Inc., þar
sem notendur eiga samskipti í formi skilaboða
sem kallast „tíst“.
Skráðir notendur geta þar sent inn, líkað við
og endurtíst tístum, á meðan óskráðir notendur
hafa aðeins möguleika á að lesa opinber tíst.
Notendur nota Twitter í gegnum vafra eða
smáforrit. Þangað til í apríl 2020 var forritið
einnig aðgengileg með SMS. Tíst voru upphaf-
lega takmörkuð við 140 stafi, en stafafjöldi var
tvöfaldaður í 280. Ástæðan þess var að koma til
móts við kínversku-, japönsku- og kóreskumæl-
andi notendur. Breytingin fór í gegn í nóvember
2017. Þá er einnig hægt að tísta smáum hljóð- og
myndskrám.
Twitter var stofnað í mars árið 2006 af fjórum
Bandaríkjamönnum, Jack Dorsey, Noah Glass,
Biz Stone og Evan Williams. Höfuðstöðvar
fyrirtækisins eru í Kaliforníu en Twitter rekur
rúmlega 25 útibú á heimsvísu, þó að þessar tölur
gætu hafa breyst á dögunum í kjölfar fjöldaupp-
sagna. Í byrjun árs voru fleiri en 330 milljónir
virkra notenda á Twitter mánaðarlega en gögnin
segja að flest tístin séu skrifuð af litlum hluta
notenda. Ýmsir aðrir möguleikar eru í boði fyrir
þá sem vilja kynna sér aðra textabundna sam-
félagsmiðla eða sjá fram á að neyðast til þess
ef stjórnendur Twitter loka miðlinum. Nú hefur
nokkur fjöldi fært sig yfir á samfélagsmiðilinn
Mastodon.
Hvað er Tumblr?
Bandarískir miðlar sögðu frá því
í byrjun árs að svokölluð Gen
Z-kynslóð hefði hreinlega
flykkst á Tumblr í heims-
faraldri. Gögnin styðja það,
en frá og með ársbyrjun 2022
er 61 prósent nýrra notenda
Tumblr og næstum helmingur
virkra notenda undir 24 ára aldri. Tumblr hefur
að sögn talsmanns fyrirtækisins fleiri
virka notendur á mánuði en systurmiðillinn
Wordpress, sem er önnur risaeðla sem er þú-
saldarkynslóðinni vel kunnug.
Tumblr er samfélagsmiðill sem er eins konar
millistig milli Twitter og bloggsins sáluga. Tumblr
miðar að því að deila og senda texta, myndir, GIF
og stutt myndbönd. Hægt er að fylgjast með
bloggum annarra notenda, endurbirta færslur
annarra og skrifa athugasemdir við þær.
Hvað er Reddit?
Reddit er samfélagsmiðill sem byggir á því að
deila og ræða textabundið efni. Reddit er skipt
í svokölluð subreddits, sem eru undirsíður sem
vinna út frá ákveðnum áherslum í efnistökum.
Hægt er að gerast áskrifandi að ákveðnum subred-
dits, eða umræddum undirsíðum. Hægt er að kjósa
með eða á móti færslum inni á síðunum. Hver færsla
safnar stigum á sama tíma og Reddit telur saman heildarstigafjölda
frá hverjum notanda yfir allt notkunartímabilið.
Þó að Reddit sé textamiðaður vettvangur eru þó sum subreddit
sem byggja á hlekkjum, myndefni og fleiru. Takmarkað eftirlit er á
síðunni og því er nokkuð um gróft efni inni á Reddit, til dæmis má
finna þar áróður öfgasamtaka og klám.
Hafi fólk áhuga á því að færa sig út fyrir textafókusinn er hægt
að skoða eldri miðil sem gekk í endurnýjun lífdaga í heimsfaraldr-
inum, Tumblr.
Hvað er Mastodon?
Að forminu til
er Mastodon
örbloggs-
miðill og
þannig
nokkuð líkur
Twitter. Þegar
notandi hefur sett
upp Mastodon birtist honum
kunnuglegt heimasvæði með
virkni sem er nokkuð keimlík
fuglaforritinu.
Þar er hægt að fylgjast
með öðrum notendum,
fylgja þeim og þeir geta
fylgt manni á móti. Hægt er
að birta færslur á tímalínu.
Tístið á Mastodon heitir
„toot“ og endurtístið eða
„retweet“ af Twitter heitir
„boost“. Þá ættu hugtökin að
vera á hreinu.
Það sem greinir Masto-
don helst frá Twitter er það
hvernig fyrirtækið er byggt
upp. Twitter er miðlægur
vettvangur sem rekinn er
af einu einstöku fyrirtæki
sem lýtur stjórn eins manns,
Elons Musk, sem jafnframt
er einn af virkustu not-
endum forritsins um þessar
mundir.
Einhverjir hafa líkt Masto-
don við eldri tækni á borð við
tölvupóst þar sem hver sem
er getur sett upp og keyrt
tölvupóstþjón en notendur
tölvupósta geta allir talað
saman óháð þjóni.
Á vissan hátt minnir virkni
Mastodon á áhugamálamið-
aða samfélagsmiðilinn Red-
dit, eða jafnvel Facebook-
grúppur. Helst að því leytinu
að þar finnast mismunandi
samfélög áhugafólks sem
gegna mismunandi reglum
sem umsjónarmenn við-
komandi samfélags sjá um
að fylgja eftir. Þó er Reddit,
líkt og Twitter, stjórnað af
einu fyrirtæki, á sama hátt og
Facebook.
Valmöguleikar
falli fuglaforrit
í valinn
36 Lífið 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ