Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.11.2022, Blaðsíða 62
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is KVIKMYNDIR Black Panther: Wakanda Forever Smárabío og Sambíó Leikstjóri: Ryan Coogler Leikarar: Letitia Wright, Angela Bassett, Tenoch Huerta Benedikt Arnar Þorvaldsson Það er alltaf erfitt að fylgja eftir myndum sem slá í gegn, sérstaklega þegar um er að ræða mynd úr kvik- myndabálk Marvel. Eins og f lestir vita eru vinsælustu myndirnar á hverju ári ofurhetjumyndir, en sjaldan hefur kvikmynd haft jafn mikil áhrif og Black Panther frá árinu 2018. Því miður fyrir Wak- anda Forever, þá er hún alls ekki á sama kalíberi og forrennari hennar. Ég ætla ekki að spilla neinu í myndinni, en það ættu allir að vita að aðalleikari Black Panther, Chad- wick Boseman, lést 28. ágúst 2020 eftir baráttu við krabbamein. Hann sló í gegn sem T’Challa konungur í Black Panther og það kemur því í hlut Letitia Wright, sem leikur syst- ur hans, Shuri, að fylla í hans skarð sem aðalhetjan í framhaldsmynd- inni og henni tekst það ágætlega. Í Wakanda Forever fylgjum við fjölskyldu T’Challa og lífinu í Wak- anda án hans. Aðrar þjóðir heimsins eru að þjaka að leiðtogum Wakanda að deila auðlindum sínum, líkt og víbraníum-málminum sem finnst eingöngu í Wakanda og virðist stríð vera í aðssigi. En nýjar hættur birtast þegar týnd Talokan þjóð og konungur þeirra, Namor koma á sjónar- sviðið og gefur Shuri og leiðtogum Wakanda afarkosti, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alheimsins. n NIÐURSTAÐA: Wakanda Forever er í besta falli ágæt mynd. Hún, eins og flestar Marvel-myndir, er ótrúlega vel gerð með flottum tæknibrellum. Veikleiki myndar- innar er hversu löng og hæg hún er, með karakterum sem eru því miður ekki nógu áhugaverðir. Hins vegar stendur frammistaða Wright sem Shuri og Huerta sem Namor upp úr og það er spenn- andi að sjá karakterana þeirra í framtíðar Marvel-myndum. Bragðlaus framhaldssaga í Wakanda Söngkonan svarar rappar- anum 50 Cent fullum hálsi, enda er ekkert aldurstakmark á tískunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Poppstjarnan Madonna hefur kallað eftir því að netverjar hætti að hrella hana, eftir að 50 Cent hæddist að henni í nýlegri færslu á samfélags- miðlum. ninarichter@frettabladid.is Rapparinn og Íslandsvinurinn hefur áður gert grín að Madonnu opinberlega. Hann hæddist að myndasyrpu sem söngkonan birti á Instagram í fyrra þar sem hann lýsti henni sem „útbrunninni“ og bætti við að hún væri ellileg. Madonna hefur verið kölluð kam- elljón þegar kemur að tískunni og slær hvergi af þrátt fyrir að vera komin á sjötugsaldur. Eins og myndirnar sýna hefur hún alla tíð verið óhrædd við að prófa nýjan stíl og mun án nokkurs vafa halda því áfram. Í júní á þessu ári gagnrýndi 50 Cent Madonnu fyrir að deila munúðarfullum ljósmyndum á Instagram. Þá var haft eftir honum á samfélagsmiðlum: „Ég vona að hún hafi ekki látið börnin sín taka þessa mynd. 63 ára, getur einhver vinsamlegast beðið hana að slaka aðeins á?” Madonna birti á dögunum Tik- Tok-myndband þar sem hún hreyfði varirnar við rapplagið „Vent“ eftir Baby Keem. 50 Cent virtist gróf lega misboðið, en hann birti skjáskot úr myndbandinu og sagði að honum þætti aumk- unarvert og truflandi að sjá Madonnu reyna að hossa sér á rapptónlist á TikTok. „Ég sagði ykkur að amma væri í ruglinu. Eins og jómfrú, 64 ára,“ skrifaði hann. Madonna sva raði rapparanum á Insta- gram og skrifaði í pósti sem virtist beint að 50 Cent. „Hættið að hrella Madonnu fyrir að njóta lífsins.“ Hún hefur áður gefið í skyn að að hann sé einfald- lega afbrýðisamur vegna þess að hann muni ekki líta eins vel út og hún þegar hann verður kominn á hennar aldur. n Madonna svarar fyrir margbreytilegan stíl Sjónvarpsþáttaröð um fyrirtæki í iðnaði og hvernig þau nálgast markmið um kolefnishlutlaust Ísland. Guðmundur Gunnarsson er umsjónarmaður þáttanna. FIMMTUDAGA KL. 20.00 OG AFTUR KL. 22.00 GRÆN FRAMTÍÐ Hin 64 ára Madonna vakti athygli á dögun- um fyrir skemmti- legan bleikan hárlit. Söngkonan hefur alla tíð verið óhrædd við tískuna og hefur áratugi leikið sér að mismunandi stíl. 38 Lífið 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.