Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 5

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 5
Til athugunar. Vitanöfnin eru fyrir aðalvilana prentuð með stóru, feitu letri (REYKJANES), fyrir siglingavitana með venjulegu, feitu letri (Vatnsnes), cn fyrir innsiglingavit- ana með skáletri (Varaós). Þeir vitar, sem eru undir ríkisrekstri, eru auðkenndir með stjörnu fyrir framan nafnið. /í vitunnm er tjós að minnsta kosti frá Vi klst. eftir sólarlag til Vn klst. fyrir sólaruppkomu. Á aðal- og siglingavitunum, sem eru fyrir sunnan ca. 65° 30' (Bjarg- tanga og Dalatanga), er látið loga frá 15. júlí til 1. júní, en á þeim, sem eru þar fyrir norðan, frá 1. ágúst til 15. maí. Breidd og lengd er tiltekin ýmist með 1" nákvæmlega eða V<\ Lengdin er talin fyrir vestan Greenwich. Einkenni. Stöðug tjós (fixed light, Festfeuer, feu fixe, Fast Fyr) eru talin þau ljós, er hafa ætíð sama ljósmagn, hvort heldur hvítt, rautt eða grænt. Blossavitar (revolving or flashing light, Blinkfeuer, feu á éclats, Blinkfyr) eru taldir þeir vitar, er sýna blossa, sem endurtaka sig með ákveðnum dimmum, jöfnum millibilum, enda sé Ijóstíminn jafnlangur eða styttri en myrkvatíminn, en lengri en 1 sek. Leifturvitar (flashing light, Blitzfeuer, feu á éclats, Blinkfyr) eru blossavitar nefndir, þá er blossinn er 1 sek. éða styttri. Samblossavitar og samleifturvitar (group flashing, Gruppen-Blinkfeuer, feu á éclats groupés, Gruppeblink) eru taldir þeir vitar, er sýna blossa eða leiftur, 2 eða fleiri saman, með stuttu millibili. Titrandi Ijós (flashing light) er talið það 1 jós, sem kemur og hverfur mjög fljótt, 60 sinnum á mínútu eða meira. Myrkvavitar (occulting light, Unterbrochenes Feuer, feu á occultations, Fyr med Formörkelser) sýna stöðugt ljós, sem hverfur snögglega með ákveðnum jöfnum milli- bilum, enda sé ljóstíminn lengri en myrkvatíminn. Sammyrkvavitar (group occulting, Unterbrochenes Feuer, feu á occultations groupés, Fyr med Gruppeformörkelser) eru taldir þeir vitar, er sýna stöðugt ljós, er hverfur snöggiega með mismunandi millibili. Ljósmagnið og Ijósmálið er talið í sjómílum (1 sm. = 1852 m.). Ljósmagnið er miðað við þá fjarlægð, sem ljósið sést í meðalgóðu skyggni, að því tilskildu, að það standi nægilega hált, en miðað er við, að augað sé 5 m. yfir sjó. Ljósmálið telur, hve langt ljósið sést í meðalgóðu skyggni, þegar augað er 5 m. yfir sjó, miðað við að hásjávað sé. — Þegar lágt er i sjó, mun ljósmálið verða meira, allt að því sem svarar Ijósmagninu, i hlutfalli við sjávarhæðarmismuninn. Sbr. töfluna hér á eftir. Hæð logans yfir sjó er talin í metrum, og miðað við meðalflóð, en nákvæmni þessara hæðartalna er ekki meir en sem svarar allt að 10% af hæðinni, enda eru töl- urnar tilfærðar aðeins til þess að gefa farmönnum hugmynd um aðstöðu vitanna, en ekki sem nákvæmt mál, er nota megi við mælingar. Allar áttirnar eru gefnar réttvisandi frá skipinu og taldar frá norðri til austurs i kring, þannig að 0° er norður, 90° austur o. s. frv. (360° = 0°).

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.