Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Blaðsíða 74

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Blaðsíða 74
72 c. HEYDALSÁ Lendingin er niður undan búð, sem stendur við sjóinn í svokallaðri Nautavik. Sunnan til í víkinni eru grynningar og flúðir, og verður þess vegna að halda norð- arlega inn víkina, en þegar klettur sá, sem er suðaustur af búðinni, ber í hana, þá er beygt upp i lendinguna. Milli klettsins og búðarinnar er ca. 8 m. — Lending þessi er talin slæm. d. SMÁHAMRAR Lendingin er vogur beint niður af bænum Smáhamrar. Leiðarmerki eru hjallur með járnþaki, sem stendur við sjóinn, og skal stefna á innra norðurhorn hans. Varast skal að lenda að austanverðu við flúð þá, er gengur fram að austanverðu við lendinguna og myndar svokallaðan Ytrivog, heldur skal fara upp með flúðinni, að norðanverðu, og nær henni en vesturtanganum, því að við hann er flúð ofantil í vogsmynninu. e. HVALSÁ Lendingin er niður undan Hvalsárdranga, sem stendur undir höfðahorninu, fyrir norðan bæinn. í lendingunni er stórgert malargrjót, og klappir báðum megin. Þegar farið er inri sundið, skal gæta þess, að fara sem næst eystri flúðinni, því straumur liggur frá henni og ber norður. Norðaustur frá lendingunni og alllangt frá landi er boði (Hvalsárboði), sem brýtur á. Leiðarmerki eru: Vatnshornstangi um Smáhamratanga. 60. Fellshreppur. 61. Óspakseyrarhreppur. 62. Staðarhreppur. 63. Kirkjuhvammshreppur. 64. Þverárhreppur. 65. Vindhælishreppur. 66. SKEFILSSTAÐAHREPPUR a. HRAUN Lendingin er í svokallaðri Hraunsvík, spölkorn út frá bænum Hraun, niður undan fiskhúsi er stendur ofan við malarkampinn. Stefna hennar er SSA. i.eiðar- merkin eru: Hóll (svonefndur Kolluhóll) sem er ca. 2 km. frá sjó, á að bera vestan- halt yfir sauðahúsin á Hrauni, þau standa upp frá suðurhorni víkurinnar. Stefna merkjanna er SSV. Eftir þessum merlcjum er haldið þar til komið er inn fyrir boðann (það er Hraunsmúlahornið) að austanverðu, og er þá haldið upp í lend- ingu, þar er möl og grjót (rudd vör). Engin blindsker eru á leiðinni, bezt að lenda með hálfföllnum sjó. Lendingin ekki talin góð. b. KELDUVÍK Lendingin er í vík samnefndri bænum, og stendur bærinn rétt við suðvestur- horn víkurinnar. Stefna hennar er SV. Leiðarmerkin eru: Varða sem er ca. 180 m. frá víkinni, á að bera rétt vestan við búðarhús, sem stendur eitt sér við suðaustur- horn víkurinnar. Stefna þessara merkja er SSV. Eftir þessum merkjum er farið þar til Drangeg er komin að Húnsnesinu, þá er beygt og stefnl á Keldnvíkurbæinn, þar til komið er inn fyrir Flöguna, og er þá komið upp að lendingu. Roðar eru báðum- megin leiðarinnar, en leiðin sjálf er hrein, Lendingin er talin góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.