Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 74

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 74
72 c. HEYDALSÁ Lendingin er niður undan búð, sem stendur við sjóinn í svokallaðri Nautavik. Sunnan til í víkinni eru grynningar og flúðir, og verður þess vegna að halda norð- arlega inn víkina, en þegar klettur sá, sem er suðaustur af búðinni, ber í hana, þá er beygt upp i lendinguna. Milli klettsins og búðarinnar er ca. 8 m. — Lending þessi er talin slæm. d. SMÁHAMRAR Lendingin er vogur beint niður af bænum Smáhamrar. Leiðarmerki eru hjallur með járnþaki, sem stendur við sjóinn, og skal stefna á innra norðurhorn hans. Varast skal að lenda að austanverðu við flúð þá, er gengur fram að austanverðu við lendinguna og myndar svokallaðan Ytrivog, heldur skal fara upp með flúðinni, að norðanverðu, og nær henni en vesturtanganum, því að við hann er flúð ofantil í vogsmynninu. e. HVALSÁ Lendingin er niður undan Hvalsárdranga, sem stendur undir höfðahorninu, fyrir norðan bæinn. í lendingunni er stórgert malargrjót, og klappir báðum megin. Þegar farið er inri sundið, skal gæta þess, að fara sem næst eystri flúðinni, því straumur liggur frá henni og ber norður. Norðaustur frá lendingunni og alllangt frá landi er boði (Hvalsárboði), sem brýtur á. Leiðarmerki eru: Vatnshornstangi um Smáhamratanga. 60. Fellshreppur. 61. Óspakseyrarhreppur. 62. Staðarhreppur. 63. Kirkjuhvammshreppur. 64. Þverárhreppur. 65. Vindhælishreppur. 66. SKEFILSSTAÐAHREPPUR a. HRAUN Lendingin er í svokallaðri Hraunsvík, spölkorn út frá bænum Hraun, niður undan fiskhúsi er stendur ofan við malarkampinn. Stefna hennar er SSA. i.eiðar- merkin eru: Hóll (svonefndur Kolluhóll) sem er ca. 2 km. frá sjó, á að bera vestan- halt yfir sauðahúsin á Hrauni, þau standa upp frá suðurhorni víkurinnar. Stefna merkjanna er SSV. Eftir þessum merlcjum er haldið þar til komið er inn fyrir boðann (það er Hraunsmúlahornið) að austanverðu, og er þá haldið upp í lend- ingu, þar er möl og grjót (rudd vör). Engin blindsker eru á leiðinni, bezt að lenda með hálfföllnum sjó. Lendingin ekki talin góð. b. KELDUVÍK Lendingin er í vík samnefndri bænum, og stendur bærinn rétt við suðvestur- horn víkurinnar. Stefna hennar er SV. Leiðarmerkin eru: Varða sem er ca. 180 m. frá víkinni, á að bera rétt vestan við búðarhús, sem stendur eitt sér við suðaustur- horn víkurinnar. Stefna þessara merkja er SSV. Eftir þessum merkjum er farið þar til Drangeg er komin að Húnsnesinu, þá er beygt og stefnl á Keldnvíkurbæinn, þar til komið er inn fyrir Flöguna, og er þá komið upp að lendingu. Roðar eru báðum- megin leiðarinnar, en leiðin sjálf er hrein, Lendingin er talin góð.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.