Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Blaðsíða 84
c. VATNSFJARA
Frá lendingunni sést enginn bær, en næsti bær er Krossanes. Leiðarmerki eru
engin. Að utanverðu við lendinguna er klappartangi, en að innanverðu er klöpp.
Nokkuð fyrir innan lendinguna er sker. Upp í lendinguna er haldið þráðbeint, mitt
á milli tangans og klapparinnar.
d. SANDBÁS
Lendingin (Sanclbás) er 250 m. fyrir innan og neðan bæinn Karlskála; stefna
er beint upp í vör. Fyrir utan lendinguna eru háir klettar, en upp undan henni eru
klettabelti. Leiðarmerki eru ekki önnur en stór steinn í miðjum básnum, og er farið
aðeins árafrítt við hann, að innanverðu. Bezt er að lenda með hálfföllnum sjó.
Lending þessi er aðal-þrautalending á Karlskála og sjálfsagt fyrir ókunnuga að lenda
þar, heldur en í lendingunni, sem er niður frá bænum, og oft er notuð af heima-
mönnum.
99. Eskifjarðarhreppur.
100. Reyðarfjarðarhreppur.
101. FÁSKRÚÐSFJARÐARHREPPUR
a. BERUNES
Berunes er að sunnanverðu við Reyðarfförð, lendingin er í vík milli svo-
nefndrar Grímu að austan og Griplialdatanga að vestan, sem Griphaldahúsið stendur
á. Leiðin er hrein, og engir boðar eða grynningar á henni. Lenda skal í möl fyrir
neðan fiskhiis sem þar stendur. Bærinn Berunes sést ekki frá lendingunni. Hún
er talin bezta lendingin að sunnanverðu við Beyðarfförð.
b. HAFBANES
Hafranes er að sunnanverðu við Beyðarfförð. Lendingin er niður i Hafranes-
tanganum vestantil við ibúðarhúsið á Hafranesi. Norðaustan við tangann er blind-
sker. Leiðarmerki eru engin. Lenda skal í malarfjöru milli bryggjanna, sem liggja
fram af fiskhúsunum, eða innanvert við húsið.
c. VATTARNES
Lendingin er vestan við Vattarnestangann sem vitinn stendur á, sbr. viti nr.
81, lenda skal i víkinni austan við bryggju, sem er fram af fiskhúsi, er stendur þar.
Blindsker eru mörg á höfninni, og er leiðin fremur hættuleg í miklu brimi, sér-
staklega í norðaustan átt, en í sunnanátt er ágætt. Svonefndur Flesjaboði er inn af
tanganum að vestanverðu, um 200 m. frá Flesinni. Beltaboðinn er hér um bil beint
vestur af vitanum, en vestur af honum er Króahraunsboði, leiðin inn á höfnina er
á milli þessara tveggja siðast nefndu boða.
d. SKÁLAVÍK
Lendingin er í vík milli Skálavíkurtanga að austan og Skötntanga að vestan.
Lenda skal austast í víkinni, eins nærri og hægt er klöpp þeirri, sem liggur með-
fram allri víkinni að austanverðu. Leiðarmerki eru engin. Vestanverðu við höfn-
ina er Hvalnesboði, og Gunnarsboði fram af (suður af) Gunnarsskeri, og falla þeir
saman í miktu brimi. Lending þessi er ekki talin nothæf nema i færu veðri.
e. KOLFREYJUSTAÐUR
Lendingin er í Kolfreyjustaðarhöfn vestan til við kirkju og íbúðarhús staðar-
ins, þar er vík milli Valtýstanga að vestan og Hafnartanga að austan. Lenda skal
í malarfjöru austast í víkinni, við klöpp sem liggur meðfram allri víkinni að austan-
verðu. Leiðarmerki eru engin, engir boðar né grynningar til hindrunar á teiðinni.
Lendingin er betri um flóð, og talin ágæt í öllum áttum nema sunnanátt.