Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 54

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 54
inu eru rauðir með hvítum krossi. Þakið er flatt, og á því grindur til að setja ljósin í, og hlíf er skyggir á ljóskerið sjávarmegin. Skammt frá hælinu stendur sjómerki, 12 m. há stöng ineð kringlóttri plötu efst, og er hún rauð með lóðréttri hvitri rönd. Merkið stendur á 63° 4t>' 47" n. br., 17° 25' 35'' v. 1. Milli Hvalsýkis og Eldvatnsóss er öruggast að fara eftir sjómerkinu, sem er í sambandi við skipbrotsmannahælið í Máfabót, er var byggt 1913. Sjómerkið er hér um bil 17 m. há, rauð- og hvítmáluð járngrind með toppmerki: rúðumynduð plata með mjóu horni upp og niður. Merkið stendur á 63° 42' 34" n. br., 17° 45' 37" v. 1. fyrir ofan Skaftárós og Veiðiós, um 2000 m. frá sjó, 6 m. yfir sjávarmál. Skipbrotsmannahœlið stendur 390 m. N frá sjómerkinu, 7 m. yfir sjávarmál. Það er 6 X 6 m., hvítt með stórum, rauðum krossi á hvorri hlið. í húsinu eru rúm handa 12 mönnum, fatnaður, vistir, kol, steinolía, rúmföt, verkfæri og áhöld af ýmsu tagi, meðalakassi, bátur, sleðar og kaðlar handa skipbrotsmönnum, er vilja leita byggða eða biða í húsinu. Ennfremur uppdrættir og leiðbeiningar á islenzku, dönsku, ensku, þýzku og frakknesku um, hvernig megi komast til byggða. Skipbrotsmannahælið' í Alviðrnhömrum stendur um 100 m. í NV frá vitanum. Það er hvítí timburhús með grænu þaki. I húsinu eru rúm og rúmfátnaður handa 14 mönnum, ennfremur matarforði, fatnaður, lyf og ýms áhöld, svo og kort og leið- beiningar. Næstn bæjir eru í Þykkvabæjarhverfinu. Ennfremur eru seltir upp jiessir leiðarstaurar: Fyrir austan Veiðiós 4 meðfram fjörunni (á tvo jieirra eru festir kassar með kortum og ieiðarvísum); frá austasta staurnum eru 10 staurar í beinni línu heim að Sléttabóli. Fyrir vestan Skaftárós eru 7 staurar meðfram fjörunni (2 þeirra með kortum og leiðarvísum); frá vest- asta staurnum eru 7 staurar að Seglbúðum. Milli stauranna er hér um bil 1 km. í Máfabót eru 4 staurar milli Veiðióss og sjómerkisins. Beggja megin við Kúðaós eru 2 leiðarstaurar. Allir staurarnir eru rauðir og hvítir með spjöldum, er segja til hverja stefnu skuli taka. Hjá staurunum fyrir austan Veiðiós og fyrir vestan Skaftárós eru bátar með árum til afnota fyrir jiá, sem koma austan eða vestan að og leita hússins. Á Meðallandssandi er hættulaust að leita upp í sveitina, og eru þar auð- fundnir bæir. A Mýrdalssandi skal annaðhvort haldið að Þykkvabæjarklaustri á austanverð- um sandinum eða til Hjörleifshöfða. Á Sólheimasandi skal leitað i áttina til Péturseyjar. Á Skógasandi skal leiðað í átlina til Skógafoss.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.