Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 61

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 61
59 e. EFRI BRUNNASTAÐIR DjúpleiÖin er Brnnnastaðasund. Þegar komið er inn úr sundinu, er haldiö í austur beint upp í lendinguna, sem liggtir næst við lendinguna á Neðri-Brunna- stöðum. í vörinni er möl og sandur, hún er talin ágæt, og oft notuð sem neyðar- lending, eins og flestar lendingar í Brnnnastaðahverfinu. f. HLÖÐVERSNES Lendingin er í norður frá bænum Hlöðversnes, skammt fyrir sunnan Gerðis- tangavilann. Leiðarverkin inn Hlöðversnessund eru: 2 vörður, hæð 2% tn. Neðri varðan stendur á sjávarhakkanum, en efri varðan er fyrir austan Hlöðversneshverfið, millibil er 200 m. Vörður þessar eiga að bera saman, og er þeirri stefnu haldið inn á móts við opna vör, er þá beygt til suðurs, inn i vörina. í vörinni er möl, sandur og sléttar klappir. Lending þessi er talin góð, og stundum verið notuð sem neyðar- lending. g. HALLDÓRSSTAÐIR Lendingin er í norður frá bænum Halldórsstaðir. Djúpleiðin er Hlöðversnes- snnd, og er beygt af sundinu upp í opna vörina. I vörinni er sandur og möl, og sléttar klappir, það er talin góð lending, en bezt með hálfföllnum sjó. b. AUDNAIÍ (Bergskot) Lendingin er í norður frá íbúðarhúsinu Auðnar. Leiðarmerki eru 2 grjótvörður, upp úr þeim er tré (sundmerki), hvor þeirra er 12 m. á hæð. Neðri varðan stendur 600 m. frá sjó, millibil milli merkja 150 m. Vörður þessar eiga að bera saman alla leið upp undir vör. í vörinni er möl og klappir. Lending þessi er talin ágæt og oft verið notuð sem neyðarlending. i. LANDAKOT Lendingin er fyrir neðan íbúðarhúsið Landakot. Leiðarmerki eru 2 vörður, upp úr þeim er sundtré, hæð 12 m. Neðri varðan stendur norðarlega á Landakots- túni 6 m. frá sjó, efri varðan er uppi í lieiði, fjarlægð milli merkja er 800 m. Inn sundið eiga vörður þessar að bera saman, og eru þær þá i beinni stefnu á Kcilir. Stefnu þessari er haldið upp undir lendingu, er þá beygt til hægri handar og stefnt austan til við salthús það, er stendur fyrir ofan lendinguna, upp í vör. En varast þarf flúð þá sem er fyrir miðri vör, og er betra, einkum í norðanátt, að fara að austan- verðu við hana. í vörinni er sandur, möl og klappir. Hún er talin góð, en bezt með hálfföllnum sjó. j. ÞÓRUSTADIR Lendingin er í norður frá bænum Þórustaðir. Leiðarmerki eru þau sömu og í Landakoti, farið sama sund, og beygt til vinstri handar upp i vörina. í lendingunni er sandur og klappir, hún er talin betri með háum sjó. k. FLEKKUVÍK Flekkuvík er skammt fyrir utan Minni-Vatnsteysu. Lendingin er spölkorn austur frá bænum, stefna hennar er V. Leiðarmerkin eru 3 vörður, og er hver þeirra 2 m. á hæð. Neðsta varðan stendur á sjávarkampi, önnur er fyrir ofan túngarð, en sú þriðja uppi í heiði 1000 m. frá sjó, milli merkja eru 500 m. Vörðnr þessar eiga allar að bera saman í sömu stefnu þegar sundið er tekið, og er þeirri stefnu*haldið upp undir vör. í lendingunni er möl og klappir; það er talin góð lending, en betri með hálfföllnum sjó. 6. Garðahreppur.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.