Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 69

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 69
29. Saurbæjarhreppur. 30. Geiradalshreppur. 31. Reykhólahreppur. 32. Gufudalshreppur. 33. Múlahreppur. 34. Flateyjarhreppur. 35. Barðastrandarhreppur. 36. RAUÐASANDSHREPPUR a. KEFLAVÍK Lendingin Stöð er niður undan bænum Keflavik í stefnu N. Leiðarmerki eru engin. í lendingunni eru klappir og sandur; hún er slæm í allri hafátt, en góð í norðan- og austanátt. Þetta er eina lendingin í Rauðasandshreppi fyrir sunnan Látrabjarg, sem lending getur heitið. b. HVALLÁTRAR Um lendinguna s.já sjómerki nr. 40, Látravík. c. BREIÐAVÍK Lendingin er vestur og niður undan bænum, stefna hennar er SSV. Leiðar- merkin standa á hvítum sandi, dökkmáluð, og sjást vel; þau eru tæpir 2 m. á hæð (steypt). Um stórstraumsflóð fellur sjór upp að neðra merkinu, en hitt er 80 m. ofar. — Þegar haldið er upp í lendinguna, er boði á bakborða 250 m.-frá landi, um smástraumsfjöru sést á hann, en að vestanverðu eru flúðir. Lendingin er talin góð í altri vestan- og suðvestanátt, en betri um flóð, ]jví þá er farið vesturmeð, fyrir innan skerin, þar er smásævi þó brjóti á skerjum. Norðan til í fíreiöuvík er lendingin Fjaröarhorn, stefna SA. Lendingin er talin ágæt í austan og norðan átt, eða þegar sjór er af norðri. Tnnsiglingarmiðið: stór, hlaðin varða i steypt dökklitað merki á kletti í fjörunni. d. KOLLSVÍK Lendingin er norðaustantil í vikinni, hún er alveg ónothæf nema fyrir vel kunnuga. Leiðin er i einlægum krókum á milli skerja og boða. e. SELLÁTRANES Lendingin er spölkorn niður frá bænum, stefna hennar er SV. Leiðarinerkin eru 2 hvítmáluð viðarmerki, sem sjást af stórskipaleið þegar farið er um fjörðinn. Neðra merkið er 20 m. fyrir ofan flæðarmál, hitt er 10 m. ofar. í lendingunni er sandur, hún er bezt með hálfföllnum sjó, er talin góð lending i altri sunnan- og vestanátt. f. TUNGA Lendingin í Tiingu er í Gjögrabót í Örlggshöfn. Leiðarmerki eru engin, en lent er við sandinn þar sem grjóturðin endar. 37. Patreksfjarðarhreppur.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.