Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 73

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Page 73
b. SÆBÓL í AÐALVÍK í lendingunni er sandur, en hnullungsgrjót til beggja hliða. Klöpp er framan við vörina. Engin leiðarmerki. Lendingin er allgóð þegar brimlaust er, betri um flóð. c. LÁTUIt í AÐALVÍK (Innri lending) Innri lendingin er um miðja húsaþyrpingu. Grjót er ofan við lágfjöruborð, annars sléttur sandur. Lendingin er góð um flóð, en um fjöru er slæmt að lenda vegna útgrynnis. Lendingin er ófær í stórbrimi af vestri. d. LÁTUR í AÐALVÍK (Neslending) Neslendingin (ytri lendingin) er vestar en hin (c.). Hún er austan við 3. hús talið frá vestasta húsinu við sjóinn. Lendingin er talin góð, betri um flóð en um fjöru og bezt um hálffallinn sjó. Grjót er í lendingunni og er hún talin ófær i stór- brimi af vestri. e. ATLASTAÐIR í FLJÓTAVÍK Lendingin er i Atlastaöahlið innan við Kögur. í lendingunni er grjótkambur frá flæðarmáli upp að grasi. Hún er góð um flóð, slæm um fjöru, en ófær sem neyðarlending. f. REKAVÍK VIÐ HORN Lendingin er beint niður undan bænum. I lendingunni er stórgert malargrjót, en hún getur orðið nokkuð sandborin eftir stórbrim. Lendingin er miður góð, ef nokkuð er í sjó, sérstaklega i norðanátt. Jafngott er að lenda um flóð og um fjöru. g. HORN í HORNVÍK Lendingin er beint niður undan Hornbæmun. Grjót og klappir. Um fjöru eru grynningar á leiðinni, yfirleitt er lendingin miður góð. h. HÖFN í HORNVÍK Lendingin er norðanhall við hvítt pakkhús á sjávarbakkanum. Stefna VNV. I flæðarmáli er sandur, en malargrjót fyrir ofan. Á leiðinni eru klappir og sker, sem flýtur yfir um flóð, en eru þurr um íjöru. Lendingin er talin heldur góð, betri um flóð. Sem neyðarlending er notuð önnur lending nokkru innar, undir kletti sein kallaður er Iiamar. Þar er sléttur sandur og engin sker á leiðinni. 56. Árneshreppur. 57. Iíaldrananeshreppur. 58. Hrófbergshreppur. 59. KIRKJUBÓLSHREPPUR a. TUNGUGRÖF Lendingin er vogur, sem liggur i norðaustur frá bænum. —• Leiðarmerki eru engin, en fara skal að norðanverðu við Tungugrafarhólma, austanvert við tangann, sem er í vognum, upp að efsta tóftarbrotinu, sem er inn á tanganum. I vognum eru engir boðar né grynningar. Lending þessi er talin ágæt. b. HEYDALSVÍK (Fagravík) Lendingin er fyrir innan nátthagann, sem er undir tanganum, næst fyrir innan hina lendinguna, sem áður er getið. — Leiðarmerki eru engin, en fara skal rétt með skerjagarðinum, og upp með innsta skerinu. Lending þessi er notuð þegar ekki er hægt að lenda í Naiistauíkur-lenduigu.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.