Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 76

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 76
landi. Báðar þessar leiðir eru norðan frá. Þriðja leiðin er að innan og austanfrá. Leiðarmerkin á henni eru: Tanginn norðan við lendinguna, á að bera í Fíiluvíkiir- bakka, eða sem næst NV, þar til Hólminn ber í miðjan Þórðarhöfða, en gæta skal að því, að fara þarf ca. 300 m. frá Hólmannm að innan, er þá beygt í NV, og siðan upp í lendingu. í lendingunni er sandur, og er betra að lenda um fjöru; hún er talin vel nothæf. c. HÓLAIÍOT Leiðarmerki eru engin, en stefna i lendinguna er VaN. Boði er ca. 100 m. fyrir norðan sund. Hér um bil 25 m. fyrir norðan lendinguna rennur á. Varast þarf þrjá steina, sem eru að norðanverðu við lendinguna; hún er talin miður góð, bezt með hálfföllnum sjó. d. FAGRANES Stefna lendingarinnar er VSV. Bezt að stefna sunnantil á sjóbúðina og lenda að sunnanverðu við stóran stein. í lendingunni er stórgrýti, hún er bezt nni flóð, en er talin slæm lending. e. SKARÐSKRÓKUR Stefna upp i lendinguna er SV. Beint á svonefnt Bátagil. Leiðarmerki eru eng- in; lendingin er talin miður góð. f. INNSTALAND Stefnan imi í lendinguna er vestur, þar til komið er fyrir grunnflös þá, sem er að sunnanverðu, er þá beygt til SV á land. Þar sem lent er, er sandur og möl. 68. Sauðárkrókshreppur. 69. Viðvíkurhreppur. 70. Hofshreppur. 71. FELLSHREPPUR a. LÓNSKOTSMÖL Stefna lendingarinnar er SA til S. Engin leiðarmerki. í lendingunni er möl og stórgrýti. b. ÁRÓSAMÖL Stefna leiðarinnar er suður. Leiðarmerki eru engin. í lendingunni er möl og stórgrýti. c. MÝRNAVÍK Stefna lendingarinnar er suður. Engin leiðarmerki. f lendingunni er stórgerð möl. Á leiðinni eru boðar til beggja handa. Bezt að lenda með hálfföllnum sjó. Lend- ingin er talin miður góð. 72. HAGANESHREPPUR a. MÓSVÍK Að vestanverðu við Mósvík nyrzt er svokallað Músanes, en að sunnanverðu , Móskógarklauf, en að vestan er Haganesvík. I lendingunni er möl, en báðum megin eru sléttar klappir. Stór steinn er í lendingunni, sem varast þarf, sérstaklega þegar vont er, en þá er ráðlegast að leita til Haganesvilmr.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.