Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 80

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 80
91. VOPNAFJARÐARHREPPUR a. STRANDHÖFN . Lendingin er vogur á milli tveggja klappartanga, sem eru utantil við Strandhafn- arbæinn. Sker er i vogsmynninu, og er talið slæmt að lenda j)ar, en þó bezt með hálfföllnum sjó. b. FÚLUVÍIv Hún er sunnan í svonefndu Stórfiskanesi, skammt frá bænum Pnrkgerði. Leið- armerki eru engin, enda injög auðratað i lendinguna. Leiðin er hrein og talin góð hvernig sem stendur á sjó. c. LJÓSALAND Lendingin er rétt fyrir utan Ljósalandsbæ. í lendingunni er möl. Hún er bezt með hálfföllnum sjó, talin allgóð sumarlending. d. HÁMUNDARSTAÐIR Lendingin er utan við Hámundarstaði. Það er vogur, og er lent við klöpp, sama hvort er flóð eða fjara. Lendingin er talin allgóð. e. LEIÐARHÖFN Lendingin er fyrir neðan íbúðarhúsið i Leiðarhöfn. Það er vogur sem nefnd- ur er Krossvogur. Leiðin er hrein og nóg dýpi, óg má leggja mótorbátum þar við klöpp, hvernig sem stendur á sjó. Lendingin er talin góð. f. DRANGSNESHÖFN Lendingin er utantil í svonefndu Drangsnesi, sem er yzt í Krossavíkitrlandi. Leiðarmerki eru engin, en lendingin er glögg og auðratað í hana. í lendingunni er möl. Hún er bezt með hálfföllnum sjó og talin góð. g. HAMRALENDING Hún er skammt fyrir utan bæinn Vindfell. Leiðarmerki eru engin. í lending- unni er möl. Leiðin liggur upp með flúðum og er vandrötuð fyrir ókunnuga. Lend- ingin er talin góð, en bezt með hálfföllnum sjó. h. FAGRIDALUR Lendingin er við klappir beint niður frá bænum Fagradal. Leiðarmerki eru engin, bezt að lenda með hálfföllnum sjó. Lendingin er tali slæm. i. I’ORFUSANDUR Lendingin er nokkuð fyrir utan Fagradalsbæ. Leiðarmerki eru engin, enda hrein leið. Lending þessi er talin góð neyðarlending fyrir opna báta. 92. BORGARFJARÐARHREPPUR a. NJARÐVI'K Lendingin er í suðurhorni Njarðvikur, beint út af Króksbakkabænum, sunnan Njarðvíkurár. Lendingin liggur í vestur. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er talin miður góð, kvikan venjulega minnst um fjöru. Sandfjara. b. GEITAVÍR Lendingin er suður af Geitavikurbænum, syðst i sandfjörunni fyrir víkurbotn- inum. Liggur í suðvestur. Sandfjara, en grunnt um fjöru. Leiðarmerki eru engin. Blindsker eru í leiðinni, og inn um mjótt sund að fara, sem ekki er fært ókunnug- um. Lendingin er talin iniður góð, en betri um hálffallinn sjó.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.