Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 90

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1934, Side 90
c. ÞORKÖTLUSTAÐANES (Höfn) Lendingin er í suðaustur frá íbúðarhúsinu Höfn. Leiðin liggur inn með svo- kölluðu Suðurvararskeri sem er á vinstri hönd þegar inn er farið. Leiðarmerki eru: Á djúpsundinu eiga.fjórar vörður að bera saman í einni línu. Btiðlungiwarðan sem er 30 m. frá sjó á að bera i trémerki ofan við Þorkötlustaðabeei, og þessi merki aftur í tvær vörður uppi i heiði, skal halda á þessi merki, unz varðan sunnan við Höfn í Þorkötlustaðanesi ber í aðra vörðu, er stendur vestar og lengra uppi i nesinu, er þá stefnt á þessar vörður, þar til komið er inn undir Suðurvararsker, h. u. b. 400 m. frá landi, er þá beygt til hægri og upp i vör. Með lágum sjó eru klappir i vör- inni, en grjót og möl með háum sjó. Blindsker eru engin á leiðinni, sé farið rétt eftir merkjunum. Leiðin inn sundið er talin mjög góð, enda hefir þessi lending lengi reynzt þrautalending, þegar annars staðar hefir verið ófært, og er aðallendingin í Þor- kötlustaðahverfi. f. HÓP (Hópsvör) Lendingin er suðvestur af Neshúsinu. Leiðin inn sundið er sú sama og inn Júrn- gerðarstaðasund, þannig að leiðin er haldin áfram, á sundvörðu fyrir vestan Hóp er ber i heiðarvörðuna, þar til komið er inn á Járngerðarstaðalegu, er þá beygt til hægri og stefnt i landnorður á Húsafell og inn í vör. Sé farið inn i Hópið er stefnt á hávörðuna á Hagafelli. Vörin er sem vík inn í klappir, er góð um fjöru, slæm um flóð, er þá farið inn í Hópið. Lending þessi er ónothæf sem neyðarlending. g. JÁRNGERÐARSTAÐAHVERFI (Suðurvör) Lendingin er í suður frá verzlunarhúsunum. Vörin liggur norðan við Akurhúsa- nef, sem er tangi er skagar dálítið út i sjóinn. Leiðarmerki inn .1árngerðarstaðasund eru: Varða ofan við húsin á Hópi á að bera í vörðu (Hópsheiðarvörðn), sem stend- ur uppi í Hópsheiði, og þær aftur í svokallaðan Sundhnúk, sem er ávalur hnúkur á bak við Hagafell. Stefnunni skal haldið á þessi merki, þangað til að Svíraklettur, sem er vestan við Hópsrifið, ber i Stampshólsvörðu, sem stendur á hraunbrúninni, að sjá á Þorbjörn. Er þá haldið á þau merki, lmr til Garðhúsaskúr ber norðan til í vörina, þá er haldið á ])essi merki, og inn í vör. Ef brim er og liggja þarf til laga, má ekki fara grynnra en svo að varðan (Sigga) í Hópsnesi beri um Grashól er stendur austar í nesinu. Sundið er talið l)etra með háum sjó. í lendingunni er grjót og klappir, hún er betri með liáum sjó, en talin miður góð. og getur ekki talist neyðarlending. Þegar sundið reynist ófært, leita menn jafnan lendingar á Þorkötlu- stöðum (Nesi). h. HÚSATÓFTIR Lendingin er beint fyrir neðan Dalbæ. Leiðarmerki eru: Tvær vörður i norður þær eru 2 m. á hæð, með IV2 m. háu tré upp úr og li. u. b. 150 m. millibili. Vörður þessar eiga að bera í hraundranga sem ber við loft í söniu stefnu, þessi þrjú leiðar- merki eiga að bera í austurendann á Þórðarfelli. Eftir þessum merkjum er haldið, þar til að tvær vörður, sem eru í vestur, bera saman, er ])á stefnt á þær spölkorn, og svo sjónhending upp í vör. í lendingunni er sandur og klappir, hún er talin góð, en erfitt að bjarga þar skipum undan sjó, vegna þess hvað útgrynni er mikið. Aldrei hefir í manna minnum verið snúið frá þessari lendingu þó brim hafi verið. i. STAÐUR (Staðarvör) Lendingin liggur i austur frá Stað. Vörin er að norðanverðu við svokallaða Staðarklöpp. Leiðarmerki eru: Tvær vörður skammt frá sjó (í norður). Þær eiga að bera í hraundranga, sem ber við loft í sömu stefnu. Þessi þrjú merki eiga að bera í austurendann á Þórðarfelli. Er þá haldið eftir þessum merkjum, þar til aðr- ar tvær vörður, sem eru í vestur bera saman, þá er haldið eftir þeim inn undir Staðarklöpp og er þá farið inn með henni og inn í vör. I lendingunni er sandur, hún er með beztu lendingum í Grindavík. A Staðarlegu lágu fyr kaupskip um verzl- unartimann á sumrin; þau voru „svínbundin“, svo sem festarboltar í klöppunum báðum megin sýna enn í dag.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.