Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Síða 56

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Síða 56
51 LEIÐARVÍSIR fyrir skipbroismenn, sem lenda á suðurströnd íslands. Þegar skip strandar á söndunum í Skaftafellssýslu, er tryggast fyrir skips- höfnina að vera um borð eða halda sig við skipið í lengstu lög, reyna ekki að fara í land áður en menn eru komnir frá byggðinni. Hættan á, að skipið brotni, er mjög lítil, en sandur hleðst fljótt umhverfis skipið, svo að þurrt verður kringum það um fjöru. Komi skipshöfnin að Iandi á Ilreiðamerkiirsandi, skal lnin fara heim að bæn- um Kvískerjum, sem er undir fjallinu, beint fyrir sunnan vesturendann á Breiða- merkurjökli. En verði strandið hjá Jökulsá, en þó fyrir vestan hana, mun vanalega vera réttast að stefna á sæluhúsið, sem er rétt hjá jökulröndinni, um \V-i sjóm. fyrir vestan upptök Jökulsár. í sæluhúsinu skulu þeir, sem veikir eru, biða, á meðan hinir leita hjálpar að Kvískerjum. Ef skipshöfnin lendir á sandinum fyrir austan Jökulsá, á hún að halda í norðaustur til Reynivalla milli jökulsins og sjávar. Á svæðinu milli Ölduóss og Knappavallaóss er alltaf hægt að komast að Knappavöllum, undir fjallinu. Bæirnir sjást langt að. Milli Knappavallaóss og Ingólfshöfða og frá Ingólfshöfða vestur Skeiðarársand að Hvalsíki eru leiðarstaurar, sem gefa mönnum leiðbeiningu um, hvaða stefnu skuli taka. Milli stauranna er að jafnaði 1 km. Víða, sérstaklega við alla stærri ósa, eru festir á staurana kassar og eru i þeim geymd kort og leiðbeiningar á íslenzku, dönsku, þýzku, ensku og frakknesku um það, hvernig bezt sé að ná til byggða. Venjulega er ein veruleg ófæra á þessu svæði, en þetta breytist og verður staurum og leiðarmerkjuin breytt eftir því, en kortin eru ekki nákvæm og þau er ekki hægt að leiðrétta. Lendi skipshöfnin á sandinum austan við þessa ófæru, verður hún að fara í austur — bíða eftir fjöru við ósana — og reyna að ná til Ingólfshöfða, en sé komið að landi fyrir vestan skal halda í vestur að skipbrotsmannahælinu á Kálfa- fellsmelum. Eindregið skal ráðið frá því að Ieita á Skeiðarársand beint upp til jökulsins, með því að þá hljóta menn óumflýjanlega að komast á ófærar slóðir, nema þeir séu nákunnugir staðháttum. Skal farið með ströndinni, annaðhvort til Ingólfshöfða eða Máfabótar. Á Ingólfshöfða er skipbrotsmannahæli sem stendur austan til á höfðanum, all- nærri vitanum. Það er 9,5 x 4,5 m. innanmál. Vegghæðin er 2,2 m., hæð til mænis 3,75 m. Tóftin er hlaðin úr grjóti, en að utan úr grasgrónum sniddum. Þakið er járnklætt. Bending til næstu bæja (t. d. Fagurhólsmýrar) má gera með þvi að draga flagg, sem er i húsinu, á stöng á framstafni hússins. í húsinu eru ýmsar matvörur og áhöld. Frá höfðanum liggur stikuröð, sem fylgja má til bæja. Hælið á Kálfafellsmelnm er úr tré og stendur á 10 m. háum roksandshól um I sjóm. frá ströndinni. Húsið sést langt að í logni og björtu veðri, en i dimmviðri sést það trauðla. í því eru rúm handa 14 mönnum, vistir, meðul og umbúðir, verkfæri og smíðaáhöld, tjöld, sleðar, sokkar og vetlingar, ullarpeysur, eldavél og steinolía, eldflugur, 1 rautt og 1 hvítt ljósker, segldúksbátur, áttaviti og uppdráttur af ná- grenninu. Ennfremur er fest upp í húsinu leiðbeiningar handa skipbrotsmönnum, hvernig þeir geti náð hjálp, eða hvernig þeir geti komist til byggða. Veggirnir á hæl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.