Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Page 59
SKRÁ YFIR LENDINGAR OG LEIÐARMERKI
eftir skýrslum frá hreppsnefndaroddvitum skv. lögum nr. 16, 14. júní 1929.
1. HAFNAHREPPUR
a. KALMANSTJÖRN
Lendingin er í suður frá bænum Kulmanstjörn, fast við túnið. Leiðarmerki eru
tvö tré, annað stendur á hólnum fyrir sunnan bæinn, en hitt stendur í túngarðinum
fyrir ofan lcndinguna. Tré þessi eiga að hera saman, og þeirri stefnu haldið alla leið.
Sundið á að taka, þegar fíælið ber um grjótvörðu sem stendur á svonefndri Hæð,
h. u. h. 500 m. fyrir sunnau Kalmanstjörn. Þess ber að gæta fyrir alla, sem fara þetta
sund, að vera aðeins norðan við rétt sundmerki, vegna straums sem einlægt vill bera
að suðurlandinu.
í lendingunni er sandur. A leiðinni eru engin blindsker. Bezt er að lenda með
háum sjó. fíæli er hóll, sem er uppi á háheiðinni fyrir sunnan Kalmanstjörn.
h. MERKINES
Lendingin er hér um bil 300 m. í norðaustur frá bænum Merkines. Leiðarmerki
eru: Varða, sem stcndur á malarkampi 500 m. norðaustur frá lendingunni, og klapp-
arhóll með tveimur smávörðum á. Hóllinn er í hásuður frá áðurnefndri vörðu, milli-
hil cr 400 m. Sundið skal taka, þegar fíælið (sbr. 1. a.) er um vörðu þá, sem stendur
ofan til við Skiftivik, sem er næst fyrir sunnan Merkines; þá er haldið eftir áður-
nefndum merkjum, þar til að tvær vörður, sem standa fyrir ofan lendinguna, ber
saman, þá er haldið upp í vör. í lendingunni er sandur og klappir. Menn eru varaðir
við að nota þetta sund ef brim er, það er talið slæmt, en landtaka er góð.
c. KIRKJUVOGUR
Lendingin er í norður frá kirkjunni, innan til við svonefnt Kirkjnsker, sem er
120 m. norður frá Kotvogi. Leiðarmerki eru tvær vörður með venjulegum sundtrjám.
Þær erú i austur frá Kirkjiwogsstuidi og standa niður við flæðarmál, að sunnan-
verðu við ósana, millihil er 200 in. Sundið er tekið, þegar fíæli (sbr. 1. a.) ber um
bæinn Junkaragerði, og er svo haldið inn sund eftir áðurnefndum vörðum, þangað
til að Kiðaberg, sem er inni í Miðnesheiði, ber um Einbúahól, sem stendur á grasi-
vöxnum hólma norðan til við ósa, þá er haldið upp í lendinguna. Hún er talin góð
með hálfföllnum sjó og oft notuð sem neyðarlending.
2. MIHNESHREPPUR
a. STAFNES
Lendingin er vestur af bænum Stafnes. Leiðarmerki eru: Austurgrjótvarða á
hólnum fyrir sunnan bæinn, niður við sjó, skal bera í vörðu uppi í heiði, millibil
800 m. Báðar þessar vörður eru með tré og sundmerki. Snúið til merkja neðst á
Stafnestöngum í merki á Hvalsnestöngum, og þeirri stefnu haldið þar til merkið fyrir
8