Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Side 68
(>(>
f. GUFUNES
A fíufunesi er vanalega lent við inalareyri, sem er niöur undan bænum. Bezt
aö lenda um flóð. Milli Viðeyjar og fíufuness er talsvert varasöm leið, sker er í
miðju sundi, og grynningar og flúðir frá því og alla leið í land á Gufunesi.
g. KELDUR
Lendingin frá Keldnm er innarlega við fírafarvog. Ekki hægt að lenda neina
um flóð, um fjöru er vogurinn þurr.
h. GRAFARHOLT
Lendingin frá Grafarholti er innst í Grafarvogi, og líka við Síldarmannatanga
utarlega við voginn að sunnanverðu. Um fjiiru er lendingin þurr.
10. Kjalarneshreppur.
11. Kjósarhreppur.
12. HVALFJARÖARSTRANDARHREPPUR
a. FERSTIKLA
Þar er lent við sand að austanverðu við svokallaða Snekkju. Lendingin er góð.
h. KALASTAÐAKOT
Kalastaðakotslending er við Kalmansúrós. Um flóð er hægt að lenda við klappir,
en um fjöru er sandur. Lending er góð.
c. HRAFNEYRI
Á Hrafneyri er löggilt höfn. Lending þar ágæt.
13. Skilamannahreppur.
14. Innri-Akraneshreppur.
15. Ytri-Akraneshreppur.
16. Leirár- og Melahreppur.
17. Álftaneshreppur.
18. Hraunshreppur.
19. STAÐARSVEIT
a. KROSSAR
Vörin er vestantil við Krossabteinn, þar er lent við svokallaða Fiskhelln. I.eið-
armerki eru: Grjótvarða, sem stendur á sjávarbakkanum, 2 m. á hæð, á að bera í
íbúðarhúsið á Krossum, sem stendur 60 m. ofar. Eftir þessum merkjum er haldið inn
á móts við Hylsker, þá er beygt ti! vesturs, og haldið á tvær vörður, sem þá bera
saman, og alla lcið inn í vör. Vörður þessar, sem eru hvor um sig tæpir 2 m. á hæð,
standa í svipaðri fjarlægð frá sjó og hin leiðarmerkin. A djúpleiðinni eru engir boðar
né grynningar, en á grunnleiðinni eru smáklappir, sem flýtur yfir undir eins og
hækkar í sjó. Lendingin er talin ágæt, engu siður um fjöru en flóð, og er almennt
talin líflending.