Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Qupperneq 71
23. FRÓÐÁRHREPPUR
a. BRIJIILSVELLIR
Leiðarmerki eru engin á Brimilsvöllum. Inn í lendinguna er farið á milli boða
eftir beinuin sundum, sem mega teljast fær eins lengi og útsjór er, nema þá helzt í
norðanátt, en þá er ágætis lending i Hrísakletti, sem er ca. 500 m. fyrir innan Brim-
ilsvelli. í lendingunni er sandur og möl. Stefna vestur. Aðeins nothæf fyrir lumnuga.
b. IIRÍSAKLETTUR
Lendingin er niður imdan bænum Hrisakletti. A leiðinni eru engir boðar né
blindsker, dýpi 15—18 m. Stefna suðaustur.
Lendingin er góð, hvernig sem stendur á sjó. Leiðarmerki eru engin.
24. Eyrarsveit.
25. STYKKISHÓLMSHREPPUR
a. SELLÁTUR
Aðallendingin er lítill vogur sunnan til á eyjunni. Inn á hann eru engin leiðar-
merki. í lendingunni er sandur; hún er varasöm í sunnan- og suðvestanátt, sérstak-
lega um fjöru, því ]>á kemur upp malartangi að vestanverðu, sem ekki flýtur yfir.
í suðlægri átt getur orðið ófært að lenda i vognum, og má þá lenda norðvestan á
eyjunni. Þar er möl og hrein lending.
b. HÖSKULDSEY
Leiulingin er vogur vestan á eyjunni. Leiðarmerki eru lítill klettur niður í fjöru,
sem fer hér um bil í kaf um stórstraumsflóð, á að bera í norðurvegginn á skeminu,
sem stendur upp undan lendingunni, kallað „Vaðbergið í skemmuvegginn“.
í lendingunni er sandur, möl og klappir. Itif er þvert yfir voginn framantil, sem
verður þurt um stórstraumsfjöru. Inn á voginn verður að beygja inn á milli tveggja
tanga, og er því ekki hægt að lialda beina stefnu í lendinguna. Lendingin er talin
slæm brimlending, og er alveg ófær i vestanstormi. Við eyjuna er hægt að lenda á
þremur stöðuin:
1. I vognum.
2. í svonefndum „Hellir", sem er í SV. og V., en ekki er hægt að bjarga þar bát,
nema þá mjög litlum og með nægum mannafla.
3. í svonefndum „Sandi", sem er sunnanvert á eyjunni; þar er mjög stórgrýtt.
Eins og áður er tckið fram, getur varla verið hér um neyðarlending að ræða í
vondu veðri, nema fyrir kunnuga, eða eftir leiðbeiningu frá eyjunni.
c. ELLIÐAEY
Lendingin er þröng grjótvör, betri með háum sjó. Inn á höfnina er beygt til
auslurs fyrir dálítinn höfða (sem stundum er lent við í góðu veðri). Norðaustan
við hann er beygt inn í vörina. Lendingin er talin dágóð.
d. BÍLDSEY
í Bíldseg eru tveir vogar, sem notaðir eru fyrir lendingu; er talið gott að lenda
í báðum. Annar er að norðanverðu en hinn að sunnanverðu (á móti Stgkkishólmi).
Vogarnir eru á vesturhluta eyjarinnar, hvor móti öðrum.
26. Fellsstrandarhreppur.
27. Klofninffshreppur.
28. Skarðshreppur.
2í). Saurbæjarhreppur.