Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Page 73
e. SELLÁTRANES
Lendingin er spölkorn niður frá bænum, stefna hennar er SV. Leiðarmerkin
eru 2 hvítmáluð viðarmerki, sem sjásl af stórskipaleið þegar farið er um fjörðinn.
Neðra merkið er 20 m. fyrir ofan flæðarmál, hitt er 10 m. ofar. t lendingunni er
sandur, hún er hezt með hálfföllnum sjó, er talin góð lending í allri sunnan- og
vestanátt.
f. TUNGA
Lendingin í Tungn er í Gjögrabót í Örlygshöfn. Leiðarmerki eru engin, en
lent er við sandinn þar sem grjóturðin endar.
37. Patreksfjarðarhreppur.
38. TÁLKNAFJARÐARHREPPUR
a. SUÐUREYRI
Stefna lendingarinnar er í vestur. í lendingunni er slétt smámöl. Leiðarmerki
eru engin, og á leiðinni er enginn boði né grynningar. Lendingin ágæt hvernig
sem stendur á sjó.
h. HVANNADALUR
Lendingin er í .S'udí/reí/rur-landi, stefna hennar í vestur. Leiðarmerki eru 2
grjótvörður í vestur, 1 ]/í: m. háar, sú neðri 100 m. frá sjó, 30 m. milli þeirra. Lend-
ingin er grýtt, ekki góð, skárst um fjöru, en varla talin nothæf.
c. BAKKI
Lendingin er í /lak/ira-landi, stefna hennar er norður. Leiðarmerki eru cngin.
Þar sem lenl er, er sandur og smámöl. Bezt að lenda um flóð. Lendingin er talin
i meðallagi góð.
d. IiVALVÍK
Lendingin er í Selláturs-landi. Stefna hennar er í austur, hún cr talin góð.
Leiðarmerki eru engin.
e. MEINÞRÖNG
Lendingin er í Selláturs-landi. Stefna hennar er í austur, hún er talin góð.
og grjót, hún er mjög þröng, dágóð með hálfföllnum sjó, en um flóð og fjöru er
hún slæm. Leiðarmerki eru: Tvær vörður, sem eiga að bera sarnan. Neðri varðan
er 30 m. frá sjó, en hin er 20 m. ofar.
f. BLAÐRA
Lendingin er i Arnurstapa-lundi. Stefna austur. Leiðarmerki eru: Tvær vörður,
neðri varðan er 40 m. frá sjó, 8 m. milli merkja. Á leiðinni eru engin blindsker
né boðar. Vörin er jiröng, og bezt að lenda með hálfföllnum sjó. Lendingin er ekki
talin góð.
39. Dalahreppur.
40. SUÐURFJARÐAHREPPUR
a. BÍLDUDALUR
Lendingin er í kauptúninu og er góð í öllum áttuin.
h. OTRADALUR
Lendingin er i Otradal sunnan Arnarfjarðar, skammt fyrir innan Bíldudal. Hún
er góð nema í hvassri norðan- eða austanátt, en þá er mikil vindbára. Leiðarmerki
eru engin.