Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Síða 77
g. HORN I HORNVÍK
Lendingin er beint niður undan Hombienmn. Grjót og klappir. Um fjöru eru
grynningar á leiðinni, yfirleitt er lendingin miður góð.
li. HÖFN í HORNVJK
Lendingin er norðanhalt við livítt pakkhús á sjávarhakkanum. Stefna VNV.
I flæðarmáli er sandur, en malargrjót fyrir ofan. A Jeiðinni eru klappir og slrer,
sem flýtur yfir um flóð, en eru þurr um fjöru. Lendingin er talin heldur góð,
hetri um flóð.
Sem neyðarlending er notuð önnur lending nokkru innar, undir lvletti sem
kallaður er Hamar. Þar er sléttur sandur og engin sker á leiðinni.
56. Árneshreppur.
57. Iíaldrananeshreppur.
58. Hrófbergshreppur.
59. KIRKJUBÓLSHIIEPPUII
a. TUNGUGRÖF
Lendingin er vogur, sem Jiggur í norðaustur frá bænum. — Leiðarmerki eru
engin, en fara skal að norðanverðu við Tiingugrafarhólma, austanvert við tangann,
sem er í vognum, upp að efsta tóftarbrotinu, sem er inn á tanganum. I vognum eru
engir hoðar né grynningar. Lending þessi er talin ágæt.
b. HEYDALSVÍK (Fagravík)
Lendingin er fyrir innaii nátthagann, sem er undir tanganum, næst fyrir innan
hina lendinguna, sem áður er getið. — Leiðarmerki eru engin, en fara skal rétt með
skerjagarðinum, og upp með innsta skerinu. Lending þessi er notuð þegar elvki er
hægt að lenda í Naustavíkur-lendingu.
c. HEYDALSÁ
Lendingin er niður undan húð, sem stendur við sjóinn í svokallaðri Naiitavik.
Sunnan lil i víkinni eru grynningar og flúðir, og verður þess vegna að halda norð-
arlega inn víkina, en þegar klettur sá, sem er suðaustur af búðinni, her i hana, þá
er beygt upp í lendinguna. Milli klettsins og búðarinnar er ca. 8 m. — Lcnding
þessi er talin slæm.
d. SMÁHAMRAR
Lcndingin er vogur beinl niður af bænum Smáhamrar. Leiðarmerki eru hjallur
með járnjiaki, sem stendur við sjóinn, og skal stefna á innra norðurhorn hans.
Varast skal að lenda að austanverðu við flúð þá, er gengur fram að austanverðu
við lendinguna og myndar svokallaðan Ytrivog, heldur skal fara upp með flúðinni,
að norðanverðu, og nær henni en vesturtanganum, því að við hann er flúð ofantil
i vogsmynninu.
e. HVALSÁ
Lendingin er niður undan Hvalsárdranga, sem stendur undir höfðahorninu,
fyrir norðan hæinn. í lendingunni er stórgert malargrjót, og klajjpir báðum megin.
Þegar farið er inn sundið, skal gæta þess, að fara sem næst eystri flúðinni, því
straumur liggur frá henni og her norður. Norðaustur frá lendingunni og alllangt frá
landi er boði (Hvalsátrboði), sem brýtur á. Leiðarmerki eru: Vatnshornstangi um
Smáhamratanga.
60. Fellshreppur.