Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1937, Qupperneq 81
b. DALVÍK (Lágín)
Lendingin er Lágin suður og niður frá Brimnesi. I lendingunni er möl á 50
in. svœði, en báðum megin er stórgrýti. Lendingin er slæm í briini.
c. DALVÍK (Böggvistaðasandur)
Böggvisslaðasandur hefst 100 m. innan við Lágina, og liggur í boga fyrir Víkur-
botninn á ca. 300 m. svæði. í lendingunni er sandur, engin sker eða grynningar,
'slæm í brimi.
78. Árskógshreppur.
79. Arnarneshreppur.
80. GLÆSIBÆ.JARHREPPUR
a. SANDGERÐISBÓT
Lendingin liggur í sveig skammt frá bænum Sandgerðisbót, l>ar er lent við klöpp
fyrir utan svonefnd Höepfnershús. Leiðarmerki eru engin. í lendingunni er sandur.
A leiðinni eru boðar og blindsker. Lendingin er bezt ura flóð, þvi með lágum sjó er
litgrunnt, vegna þess að Glerá ber fram sand og aur. Frá Sandgerðisbót ganga nokkr-
ir smábátar til fiskróðra haust og vor. Lendingin er ekki nothæf sem neyðarlending.
81. Svalbarðsstrandarhreppur.
82. GIÍÝTUBAKIvA HREPPUR
a. NOLLARVÍK
Víkin liggur til austurs, innan við Laufásgrnnn. Víkin er heldur grunn, en þar
er allgott lagi og ágæt lending.
b. KLJÁSTRÖND
Lendingin er á móti vestri framundan íbúðar- og fiskhúsunum. Fyrir miðri
ströndinni er staurabryggja, og geta vélbátar allt að 10 smál. lagst við hana, nema
um stórstraumsfjöru. Um 900 m. fyrir norðan lendingarstaðinn, gengur fram kletta-
nef, laust framan við það er drangur, kallaður Skógarmaðnr. Þegar sést á milli
Skógarmanns og lands, er maður laus við grynningarnar sem ná um 100 m. út frá
landi, og gera vélbátum ófært að komast að bryggjunni um stórstraumsfjöru. Grynn-
ingar þessar eru framhald af Lanfásgrgnningnnni, og ná norður á móts við nyrsta
húsið á Kljáströnd.
c. HÖFDI
Höfðastekknr (lendingin) er i suður frá bænum Höfða, og liggur móti suðri.
Var áður notað sem útgerðarstöð, en hefir lagzt niður vegna vaxandi grynninga
(Lanfásgrunn). Þó er hún enn notuð sem neyðarlending fyrir vélbáta frá fírenivík
og Kljáströnd.
d. GRENIVÍK
fírenivik liggur móti norðvestri. Bezt er lendingin við Aknrlivk, nyrst og aust-
ast í víkinni. í lendingunni er sandur og möl.
e. FINNASTADIR
Það er næsla lending fyrir norðan fírenivik, liggur móti vestri niður undan
bænum Finnastöðnm. Það er talin bezta lending að austanverðu við Rgjafjörð norð-
an fírenivík, þar er líka góð bátalega.